Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Kjartan Kjartansson skrifar 1. júní 2018 21:28 Trump hefur stært sig af því að vera bjargvættur hnignandi kolaiðnaðar Bandaríkjanna. Vísir/Getty Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018 Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Fulltrúar olíu-, vind- og sólarorkufyrirtækja mótmæla fyrirætlunum ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að skikka dreifiaðila rafmagns til að kaupa orku frá kola- og kjarnorkuverum sem eru á hverfanda hveli.Washington Post segir að ríkisstjórnin búi sig nú undir að beita neyðarheimildum sem kveðið er á um í lögum frá kaldastríðsárunum til að þvinga fyrirtæki sem reka flutningskerfi rafmagns í Bandaríkjunum til að kaupa kola- og kjarnorku. Markmiðið ríkisstjórnarinnar er að koma í veg fyrir lokun orkuveranna sem hafa orðið undir í samkeppni við ódýrara jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa á undanförnum árum. Þær kvaðir á dreifiaðila yrði rökstudd með þjóðaröryggissjónarmiðum líkt og verndartollarnir sem Trump-stjórnin lagði á helstu bandalagsþjóðir sínar í vikunni. Ríkisstjórnin fullyrðir að nauðsynlegt sé að alríkisstjórnin grípi inn í til að koma í veg fyrir að kola- og kjarnorkuverin verði tekin úr notkun. Neyðarreglurnar myndu gilda í tvö ár á meðan orkumálaráðuneyti ynni að skýrslu um raforkumarkaðinn. Aðgerðirnar eru sagðar í anda hugmynda sem eigendur kolafyrirtækja sem hafa veitt Trump og pólitískum hópum tengdum honum háar fjárhæðir í framlög undanfarin ár.Kol verst fyrir loftslag jarðarFramleiðendur jarðgass, olíu, sólar- og vindorku, umhverfisverndarhópar og stjórnmálamenn úr röðum bæði repúblikana og demókrata hafa andæft útspili Trump og félaga. Þeir benda á að kola- og kjarnorkufyrirtækin hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni og að mörg kolaorkuverin sem nú standi til að bjarga með ríkisinngrip hafi þegar starfað lengur en upphaflega var reiknað með. Kolaorka er helsta uppspretta gróðurhúsalofttegunda í orkuframleiðslu. Verði fyrirætlanir ríkisstjórnar Trump að veruleika er viðbúið að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist frá því sem ella hefði orðið. Repúbikanar sökuðu Obama fyrrverandi forseta ítrekað um að heyja „stríð gegn kolum“ með tilraunum sínum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur sagst hafa bundið enda á það meinta stríð. Raunverulega er það hins vegar tilkoma gríðarlegrar framleiðslu ódýrs jarðgass í Bandaríkjunum sem hefur komið mörgum kolaverum á heljarþröm, ekki reglur um samdrátt í losun orkuvera. Ríkisstjórn Trump hefur einnig reynt að afnema reglur sem settar voru í tíð Baracks Obama sem áttu að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuframleiðslu. Í gær lagði Umhverfisstofnun landsins einnig fram tillögu að reglum sem myndu draga úr kröfum um útblástur fólksbíla frá því sem áður hafði verið ákveðið.This has got to be one for the record books. Oil industry joins with solar and wind industry to condemn Trump admin plan to prop up coal industry by forcing electric grid to buy coal power. Oil/wind/solar as allies? Fascinating times. pic.twitter.com/PmTRyw70SK— Eric Lipton (@EricLiptonNYT) June 1, 2018
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28 Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29 Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Hundruð vísindamanna saka Trump-stjórnina um að sverta vísindi Vísindamennirnir segja höfnun ríkisstjórnar Trump á vísindum sérstaklega svívirðilega í tilfelli loftslagsbreytinga. 24. apríl 2018 16:28
Fjögur hundruð mánuðir í röð hlýrri en meðaltalið Níu af tíu hlýjustu aprílmánuðum sem hafa mælst hafa allir átt sér stað frá árinu 2005. 19. maí 2018 20:29
Ríkisstjórn Trump vill vinda ofan af reglum um sparneytni bíla Mögulegt er að tvö ólík markaðssvæði með bíla verði til í Bandaríkjunum í framhaldinu en Kalifornía ætlar að standa fast á hertum reglum um sparneytni og umhverfisáhrif bíla. 31. mars 2018 18:46