Dansað í takt eftir laglínu samfélagsábyrgðar Eva Magnúsdóttir skrifar 19. júní 2018 07:00 Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eva Magnúsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Ég óska öllum sveitarfélögum til hamingju með nýjar sveitarstjórnir og þann kraft sem losnar úr læðingi. Með nýju fólki blása ferskir vindar og vona ég að vindar samfélagsábyrgðar leiki við sem flesta. Ég skora á nýjar sveitarstjórnir að setja sér virka stefnu í samfélagsábyrgð því verkefni þeirra er að skapa ábyrgara umhverfi fyrir fyrirtæki og íbúa. Markmið samfélagsábyrgðar er að stuðla að sjálfbærri þróun en rekstraraðilar eiga samkvæmt því að bera ábyrgð á áhrifum sínum á fólk, samfélagið og umhverfið. Fyrirtæki, sveitarfélög og ríkið þurfa saman að finna taktinn – það er fátt verra en að sjá tangódansara sem dansa eftir sitt hvorum taktinum og jafnvel eftir sitt hvoru laginu. Prófið að sjá það fyrir ykkur! Leiðin að samfélagsstefnu liggur í gegnum heildarstefnumótun, hún þarf að innleiðast í gildi og menningu. Samfélagsstefnan getur skapað ný tækifæri, aukið nýsköpun og styrkt samkeppnishæfni, aukið tryggð og framlegð auk minni sóunar. Rúmlega 20 íslensk fyrirtæki og eitt sveitarfélag (Seltjarnarnesbær) hafa tekið upp alþjóðlega mælikvarða um samfélagsábyrgð eftir Global Compact sáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þar er fjallað um tíu alþjóleg viðmið sem skiptast í fjóra flokka; mannréttindi, vinnumarkaðsmál, umhverfismál og aðgerðir gegn spillingu. Tæplega tíu þúsund fyrirtæki hafa skrifað undir Global Compact í heiminum í 164 löndum. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru víðtækustu markmið sem ríki heims hafa komið sér saman um. Með markmiðunum er stefnt að því að tryggja velmegun og mannréttindi um allan heim fyrir árið 2030. Heimsmarkmiðin mynda jafnvægi á milli hinna þriggja stoða sjálfbærrar þróunar: hinnar efnahagslegu, félagslegu og umhverfislegu. Báðar leiðir eru góðar. Ég er svo bjartsýn að telja að Ísland geti orðið fyrirmyndarsamfélag þar sem fyrirtæki og opinberir aðilar taki fulla ábyrgð á áhrifum sínum á samfélagið. Að vakna upp við vondan draum 2030 er of seint.Höfundur er stjórnendaráðgjafi
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar