Hverjir eignast Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 14. júní 2018 07:00 Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Íslenska krónan Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar, fyrir utan að fá stöðugan gjaldmiðil, er að fá alþjóðlega samkeppni fyrir neytendur á fjármálamarkaði. Ég held að það sé ekki langt í að við munum eiga kost á að vera í viðskiptum við Facebook-banka eða Google-banka og það er framtíðarsýn sem ég óttast ekki. Íslenskir neytendur eiga skilið að fá bestu mögulegu kjör á lánamarkaði en þeir eru langt frá því í dag. Mér er nokk sama hvers lenskur slíkur banki er. Allir Íslendingar þurfa að leita sér þjónustu fjármálafyrirtækja og skiptir því máli að það sé virk samkeppni þar. Fákeppni á þessum markaði, eins og á eldsneytis-, fjarskipta-, trygginga- og matvörumarkaði, veldur hærra verði en ella og er óhagkvæm. Fákeppni er í raun markaðsbrestur en hagfræðin kennir að við slíkar aðstæður getur ríkisvaldið gegnt mikilvægu hlutverki til að auka hagkvæmni. Hins vegar hræða sporin þegar kemur að sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum, sérstaklega með Sjálfstæðisflokkinn við borðsendann. Hugsanleg sala þarf að vera fullkomlega gagnsæ. En ég man þegar ég heyrði í innanbúðarmanneskju í fjármálakerfinu stuttu eftir hrunið sem sagði að sá sem eignast banka muni eignast Ísland. Ég vil ekki að einhver ein eða tvær klíkur eignist Ísland. Við fengum nóg af því fyrir hrun. Annað sem er áhugavert varðandi fjármálaumhverfið er launaskriðið hjá fjármálafyrirtækjum. Hvenær var eiginlega ákveðið að launahæstu starfsmenn samfélagsins væru fólk í fjármálafyrirtækjum, fólk sem í eðli sínu er í þjónustustarfi fyrir viðskiptavini sína? Stjórnendur í fjármálakerfinu og jafnvel í ríkisbönkum eru í sumum tilvikum orðnir að ríkasta fólki landsins, ríkari en kúnnar þessara sömu fjármálafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að fletta í tekjulistum blaðanna til að sjá það. Bankar eiga að vera frekar íhaldssöm þjónustufyrirtæki fyrir neytendur og fyrirtæki þar sem góð kjör fyrir kúnnann eru í forgrunni en ekki yfirgengileg launakjör yfirmanna þessara sömu fjármálafyrirtækja.Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun