Ný verkefni bíða Ólafs Jóhanns eftir að grænt ljós fékkst á samruna Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2018 21:30 Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri TimeWarner hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóa Time Warner í um 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi og ný verkefni taka við. Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn. Alríkisdómstóll í Washington heimilaði í gær 85,4 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar TimeWarner. Dómarinn féllst ekki á röksemdir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem vildi gera þá kröfu um að tilteknar eignir yrðu undanskildar í samrunanum en það var sérstök deild ráðuneytisins sem vinnur gegn hringamyndun sem vildi stöðva samrunann í óbreyttri mynd. „Næstu daga kemur í ljós hvort dómsmálaráðuneytið muni áfrýja þessum dómi. Þetta var fullnaðarsigur enda tók dómarinn enga af þeirra kröfum til greina. Þar að auki þá ráðlagði hann þeim að hafa vit á því að stöðva ekki þennan samruna þó að þeir áfrýjuðu. Það er að segja, reyna ekki að koma í veg fyrir að við renndum fyrirtækjunum saman,“Vilja skapa ný verðmæti með samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar Ólafur Jóhann segir að samruninn hafi ekkert með rekstrarkostnað að gera og lækkun hans heldur snúist fyrst og fremst um samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar og leiðir til að skapa ný verðmæti með henni en nokkrir stórir slíkir samrunar hafa gengið í gegn á Vesturlöndum síðustu misseri. „Kostnaðarhliðin skiptir sáralitlu máli í þessu. Það sem er að gerast núna er að öll stóru fjölmiðlafyrirtækin eru að keppa við tæknifyrirtæki sem eru komin inn á þennan markað. Hvort sem það er Amazon, Netflix eða Hulu og svo framvegis á sviði efnisdreifingar og framleiðslu. Síðan Facebook og Google á sviði auglýsinga. Þetta eru stór fyrirtæki, sum hver með einokunarstöðu á sínu sviði. Fyrirtæki eins og okkar þarf að efla sína þekkingu á viðskiptavinum. Þessi dómur mun, spái ég, hleypa af stað miklu róti á fjölmiðlamarkað hér og það verður mjög mikið um sameiningar og kaup á fyrirtækjum næstu mánuði og misseri. Þannig að þetta landslag allt mun taka miklum breytingum ef ég hef rétt fyrir mér,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóra TimeWarner í 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi eftir að samruninn verður um garð genginn. „Við munum báðir hverfa á braut þegar þessu lýkur og afhenda fyrirtækið nýjum eigendum. Báðir hættum við og það hefur alltaf staðið til að við myndum hætta þegar þetta kláraðist.“Hvað tekur við hjá þér þegar þú lætur af störfum hjá sameinuðu félagi? „Það tekur vonandi við íslenskt sumar. Ég ætla að njóta sumarsins án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stórfyrirtæki. Ég kem svo aftur í haust til New York og ákveð þá hvað ég tek mér fyrir hendur annað en að skrifa bækur. Ég hlakka bara til sumarsins. Vonandi vinnum við einhverja leiki í fótboltanum.“ Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ólafur Jóhann Ólafsson aðstoðarforstjóri Time Warner segir að niðurstaða dómstóls í Washington um að heimila samruna fjarskiptarisans AT&T og TimeWarner sé fullnaðarsigur. Ólafur Jóhann mun láta af störfum hjá sameinuðu félagi líkt og aðrir stjórnendur Time Warner þegar samruninn er að fullu um garð genginn. Alríkisdómstóll í Washington heimilaði í gær 85,4 milljarða dollara samruna fjarskiptarisans AT&T og fjölmiðlasamsteypunnar TimeWarner. Dómarinn féllst ekki á röksemdir bandaríska dómsmálaráðuneytisins sem vildi gera þá kröfu um að tilteknar eignir yrðu undanskildar í samrunanum en það var sérstök deild ráðuneytisins sem vinnur gegn hringamyndun sem vildi stöðva samrunann í óbreyttri mynd. „Næstu daga kemur í ljós hvort dómsmálaráðuneytið muni áfrýja þessum dómi. Þetta var fullnaðarsigur enda tók dómarinn enga af þeirra kröfum til greina. Þar að auki þá ráðlagði hann þeim að hafa vit á því að stöðva ekki þennan samruna þó að þeir áfrýjuðu. Það er að segja, reyna ekki að koma í veg fyrir að við renndum fyrirtækjunum saman,“Vilja skapa ný verðmæti með samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar Ólafur Jóhann segir að samruninn hafi ekkert með rekstrarkostnað að gera og lækkun hans heldur snúist fyrst og fremst um samþættingu fjarskipta og fjölmiðlunar og leiðir til að skapa ný verðmæti með henni en nokkrir stórir slíkir samrunar hafa gengið í gegn á Vesturlöndum síðustu misseri. „Kostnaðarhliðin skiptir sáralitlu máli í þessu. Það sem er að gerast núna er að öll stóru fjölmiðlafyrirtækin eru að keppa við tæknifyrirtæki sem eru komin inn á þennan markað. Hvort sem það er Amazon, Netflix eða Hulu og svo framvegis á sviði efnisdreifingar og framleiðslu. Síðan Facebook og Google á sviði auglýsinga. Þetta eru stór fyrirtæki, sum hver með einokunarstöðu á sínu sviði. Fyrirtæki eins og okkar þarf að efla sína þekkingu á viðskiptavinum. Þessi dómur mun, spái ég, hleypa af stað miklu róti á fjölmiðlamarkað hér og það verður mjög mikið um sameiningar og kaup á fyrirtækjum næstu mánuði og misseri. Þannig að þetta landslag allt mun taka miklum breytingum ef ég hef rétt fyrir mér,“ segir Ólafur Jóhann. Ólafur Jóhann hefur unnið náið með Jeff Bewkes forstjóra TimeWarner í 20 ár. Þeir láta báðir af störfum hjá sameinuðu félagi eftir að samruninn verður um garð genginn. „Við munum báðir hverfa á braut þegar þessu lýkur og afhenda fyrirtækið nýjum eigendum. Báðir hættum við og það hefur alltaf staðið til að við myndum hætta þegar þetta kláraðist.“Hvað tekur við hjá þér þegar þú lætur af störfum hjá sameinuðu félagi? „Það tekur vonandi við íslenskt sumar. Ég ætla að njóta sumarsins án þess að þurfa að hafa áhyggjur af stórfyrirtæki. Ég kem svo aftur í haust til New York og ákveð þá hvað ég tek mér fyrir hendur annað en að skrifa bækur. Ég hlakka bara til sumarsins. Vonandi vinnum við einhverja leiki í fótboltanum.“
Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira