Erlent ferðaþjónustufyrirtæki þrýsti á breytingar á lagafrumvarpi Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 12. júní 2018 06:00 Vísir/vilhelm Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Erlendum fyrirtækjum, sem stunda farþegaflutninga í tengslum við ferðaþjónustu, verður gert að hafa sérstakt leyfi líkt og er með íslensk fyrirtæki en þau verða undanþegin skilyrði um fasta starfstöð. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis lagði fram breytingartillögu þessa efnis við frumvarp um breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga. Tillaga nefndarinnar var gerð vegna umsagnar bandaríska fyrirtækisins Backroads við frumvarpið. Frumvarpið var samþykkt með breytingu nefndarinnar í gær. Tom Hale, stofnandi og forstjóri Backroads.Backroads er eitt þeirra erlendu ferðaþjónustufyrirtækja sem komið hafa til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu vegna áhalda sem uppi hafa verið um að það hafi tilskilin leyfi, greiði skatta í samræmi við íslensk lög og vegna meintra undirboða á íslenskum vinnumarkaði. Backroads notar smárútur fyrir gesti félagsins hér á landi og í umsögn fyrirtækisins er því haldið fram að skilyrði íslenskra laga um sérstök leyfi fyrir fólksflutninga í ferðaþjónustu fari í bága við þjónustutilskipun ESB vegna kröfu um fasta starfstöð hér á landi. Í umsögn Backroads er lagt til að lögunum verði breytt þannig að fyrirtæki sem veita tímabundna þjónustu hér á landi á grundvelli EES-samningsins verði undanþegin þessum kröfum. Í nefndaráliti er bent á að þrátt fyrir heimildir fyrirtækja á EES-svæðinu til að veita tímabundna þjónustu hér á landi, sé það stjórnvalda að meta hverju sinni hvort þjónusta telst vera tímabundin. Nefndin telji eðlilegt að aðilar með viðamikla starfsemi hér á landi sem taka virkan þátt á markaðinum í samkeppni við íslensk fyrirtæki þurfi að uppfylla ákveðin grunnskilyrði óháð því hvort þau eru með staðfestu á Íslandi. Það sé til þess fallið að tryggja öryggi neytenda og tryggja jafna samkeppnisstöðu á markaðinum án þess að útiloka erlenda aðila frá aðkomu að honum.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Tengdar fréttir Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00 Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00 Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Bjóða 7.900 krónur í laun á dag Bandaríska ferðaþjónustufyrirtækið Backroads býður starfsfólki hér á landi 7.900 krónur í laun fyrir að fara í dagsferðir. Backroads er eitt nokkurra erlendra fyrirtækja sem ASÍ nefnir í minnisblaði til Alþingis. 7. maí 2018 07:00
Ráðherra ferðamála vill herða eftirlitið Ráðherra ferðamála segir að tryggja þurfi betur að allir standi skil á sköttum og borgi lögleg laun í ferðaþjónustunni. Telur frekar þörf á auknu eftirliti en breytingum á lögum og reglum. 8. maí 2018 08:00
Rútumenn öskureiðir út í Isavia Fundur hjá Saf um ástandið við Leifsstöð og það sem sagt er okurgjaldtaka Isavia. 28. febrúar 2018 15:06
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent