Um þrjátíu nefndir ráðuneyta í trássi við jafnréttislög Sveinn Arnarsson skrifar 27. júní 2018 06:00 Hlutur kvenna í nefndaskipan 2017 var 48 prósent. Fréttablaðið/Stefán Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Af þeim 170 nefndum sem ráðuneyti skipuðu á árinu 2017 uppfylla aðeins fjórar af hverjum fimm nefndum lög um jafna skiptingu kvenna og karla. 31 nefnd er ekki skipuð í samræmi við lögin um að gæta skuli þess að hlutfall kynjanna sé sem jafnast í nefndum og ráðum á vegum ríkis og sveitarfélaga. Kynjakvóti var leiddur í lög í fyrsta skipti árið 2008 með jafnréttislögunum. Þegar á heildina er litið er staðan með ágætum. Hins vegar er það svo að öll ráðuneyti hafa flaskað á að fylgja þessum lögum. Af þessari 31 nefnd sem er ekki rétt skipuð eru níu skipaðar af velferðarráðuneytinu, sex af ráðuneyti atvinnuvega- og nýsköpunar og fimm af fjármálaráðuneytinu. Þetta kemur fram í skýrslu Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna árið 2017 sem kom út í mánuðinum. Jafnréttisstofa birtir skýrsluna í sjötta sinn en stofnunin hefur eftirlit með framkvæmd jafnréttislaga. „Þegar litið er til meðaltals á skiptingu nefndarsæta í öllum ráðuneytum eftir kyni kemur í ljós að á árinu 2017 var hlutur kvenna 48% og hlutur karla 52%. Meðaltalið er þó ólíkt milli ráðuneyta og mikilvægt að skoða hvert ráðuneyti fyrir sig,“ segir í skýrslu Jafnréttisstofu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48 Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59 Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Kæra Alþingi fyrir brot á jafnréttislögum Kvenréttindafélag Íslands segir skipan í fjárlaganefnd, þar sem átta karlar sitja og ein kona, brjóta með grófum hætti gegn lögum. 19. desember 2017 15:48
Ríkið greiði bætur vegna brota lögreglunnar á jafnréttislögum Íslenska ríkinu ber að borga Gná Guðjónsdóttur 800 þúsund krónur í miskabætur eftir að jafnréttislög voru brotin við ráðningu í þrjár stöður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 28. mars 2017 19:59
Sýslumaður braut jafnréttislög með því að ráða þrjár konur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu gerðist brotlegur við jafnréttislög þegar hann réði þrjár konur í sumarstörf hjá embættinu á síðasta ári og gekk framhjá karli. 31. janúar 2017 10:19