Harden valinn bestur í NBA og þessir fengu hin verðlaunin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 09:30 James Harden með verðlaunin sín. James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018 NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
James Harden var í nótt kosinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar í körfubolta á síðustu leiktíð en hann átti frábært tímabil með liði Houston Rockets. Við sama tilefni voru verðlaunaðir þjálfari ársins, nýliði ársins, varnarmaður ársins, besti sjötti maður ársins og sá leikmaður sem bætti sinn leik mest. Harden var stigahæsti leikmaður deildarinnar með 30,4 stig í leik og lið hans Houston Rockets vann 65 leiki. Harden var aðeins fjórði leikmaðurinn í NBA-sögunni til að skora að 30 stig í leik og hjálpa um leið liði að vinna 65 leiki. Hinir eru Stephen Curry, Michael Jordan (tvisvar) og Kareem Abdul-Jabbar. Harden hafði verið tvisvar sinnum í öðru sæti á síðustu þremur árum en nú var ekki hægt að ganga framhjá honum. Auk stiganna (30,4 í leik) þá var hann með 8,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. „Ég hef verið að banka stanslaust á dyrnar síðustu fjögur árin. Nú rann þessi stund loksins upp. Á hverju ári hef ég reynt að bæta minn leik og það skiptir mig miklu máli að fá að halda þessum bikar,“ sagði James Harden á verðlaunaafhendingunni. Harden hafði betur en LeBron James sem varð annar í kjörinu. James átti magnað tímabil þar sem hann var með 27,5 stig, 9,1 stoðsendingu og 8,6 fráköst að meðaltali í leik. Harden vann yfirburðarsigur í kosningunni en 86 blaðamenn settu hann í fyrsta sætið en „aðeins“ fimmtán voru með James efstan.Who is your MVP? Lebron #RT Harden #FAVpic.twitter.com/eXrg47TNo3 — NFL Draft Diamonds (@DraftDiamonds) June 26, 2018 MOST. VALUABLE. PLAYER. Congrats, @JHarden13!#Rockets | #NBAAwardspic.twitter.com/2kNFWAgUBx — Houston Rockets (@HoustonRockets) June 26, 2018 Í þriðja sæti varð síðan Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans sem fór á flug eftir að liðsfélagi hans DeMarcus Cousins meiddist. Davis var með 30,2 stig, 11,9 fráköst, 3,2 varin skot og 2,0 stolna bolta að meðaltali í leik eftir 28. janúar. Russell Westbrook var með þrennu að meðaltali í leik en komst ekki inn á topp þrjú. Hér fyrir neðan má sjá hverjir fengu hin verðlaunin.Dwane Casey var kosinn þjálfari ársins en lið hans Toronto Raptors rak hann eftir tímabili. Casey fékk strax aftur starf hjá Detroit Pistons.Ben Simmons hjá Philadelphia 76ers var kosinn besti nýliði tímabilsins en hann hafði betur gegn þeim Donovan Mitchell hjá Utah Jazz og Jayson Tatum hjá Boston Celtics.Rudy Gobert hjá Utah Jazz var valinn besti varnarmaður deildarinnar en hann hafði betur á móti þeim Anthony Davis hjá New Orleans Pelicans og Joel Embiid hjá Philadelphia 76ers.Lou Williams hjá LA Clippers var valinn besti sjötti maðurinn en hann vann þessi verðlaun einnig 2015 sem leikmaður Toronto Raptors.Victor Oladipo hjá Indiana Pacers þótti hafa sýnt mestar framfarir á milli tímabila.Check out Dwane Casey's acceptance speech from tonight. #NBAAwards Can't wait for next season, Coach! pic.twitter.com/NkmkhxRLuB — Detroit Pistons (@DetroitPistons) June 26, 2018“I’d like to thank my family … my teammates, my great coach and the city of Philadelphia for really embracing me.”#HereTheyCome x #NBAAwardspic.twitter.com/uR9GSdScQS — Philadelphia 76ers (@sixers) June 26, 2018.@rudygobert27 dedicates #KiaDPOY Award to @utahjazz and family. #NBAAwardspic.twitter.com/HrmXjVcwty — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"Shout out to the Pacers organization for believing in me. It's only the beginning for us." - @VicOladipo after winning 2017-2018 #KiaMIP#NBAAwardspic.twitter.com/scpBs5M91D — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018"I want to thank the Clippers organization for giving me an opportunity to be myself." - @TeamLou23 on winning #KiaSixth Man of the Year#NBAAwardspic.twitter.com/fDCeS2yob2 — NBA on TNT (@NBAonTNT) June 26, 2018
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira