Veðrið hefur áhrif Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2018 06:00 „Gróður hefur t.d. breytt veðurfari í borginni talsvert mikið en þetta snýst líka um hönnun, hvar hús eru staðsett, hvernig þau snúa, hversu há þau eru og hvernig hægt er að skapa skjól.“ segir Páll Jakob Líndal. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við landsmenn á suðvesturhorninu það sem af er ári og margir orðnir langeygðir eftir sól og hlýrra sumri. Páll Jakob Líndal er doktor í umhverfissálfræði og sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan. Hann segist vel skilja að fólk sé almennt orðið þreytt á rigningu og þrái sólina. „Veðrið hefur mikil áhrif á fólk og hvernig því líður en auðvitað snýst vellíðan um marga þætti sem spila saman. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þungt yfir og rignt lungann úr síðustu vikum og mánuðum. Ef það er sett í samhengi við skapferli og almenna líðan hefur verið sýnt fram á að veðrið hefur áhrif á hormónaframleiðslu og framleiðslu á taugaboðefnum,“ segir Páll og nefnir sérstaklega melatónín og serótónín í því sambandi. „Melatónín er hormón sem hefur áhrif á svefninn og það fer eftir birtustigi hversu mikið líkaminn framleiðir af því. Með minni birtu eykst framleiðsla á melatóníni og því getum við orðið syfjaðri ef það er alltaf þungbúið og lítið um sólarljós. Bjartar nætur geta einnig truflað nætursvefninn, þannig að þetta bítur svolítið í skottið á sér. Nætursvefninn má þó bæta með því að draga vel fyrir gluggana eða nota myrkvunartjöld. Eins er það með serótónín sem oft kallast „hamingjuhormón“ en er taugaboðefni sem líkaminn framleiðir. Framleiðsla á serótóníni minnkar eftir því sem sólarljós og birta er minni og getur það kallað fram neikvæðar hliðar á skapferli okkar. Vellíðan og einbeiting minnkar en depurð, pirringur og vonleysi eykst. Þetta hangir allt saman,“ segir Páll og heldur áfram: „Við sáum t.d. öll hvernig stemningin hér á suðvesturhorninu breyttist síðasta miðvikudag þegar sólin skein og það hlýnaði í veðri. Allir voru svo innilega glaðir. Við þekkjum það líka að í góðu veðri er verslunum og opinberum stofnunum gjarnan lokað fyrr en vanalega svo starfsfólk geti farið út í sólina. Við förum almennt meira út þegar veðrið er gott, það eykur hreyfingu sem hefur áhrif til hins betra á skapar meiri vellíðan.Vindur hefur áhrif á geðið Páll segir að vindur hafi líka áhrif á geðheilsuna. „Sértaklega ef við erum ekki vel upplögð. Þá eykur vindurinn á neikvæðar tilfinningar. Fyrir nokkrum árum gerði ég, ásamt öðrum, könnun á meðal ferðamanna á Djúpavogi. Þar er stórbrotin náttúra, tignarleg fjöll, fagur sjór og mikil víðátta. Þótt rannsóknin væri hvorki stór né umfangsmikil gaf hún ákveðnar vísbendingar, eins og t.d. að eftir því sem vindur jókst, því síður taldi fólk að umhverfið stuðlaði að vellíðan. Það virtist sem aukinn vindur drægi úr heilsubætandi áhrifum þessa tilkomumikla landslags. Sömu sögu var að segja um Austfjarðaþokuna. Eftir því sem þokan jókst á Djúpavogi þá dró það úr þeirri tilfinningu fólks að umhverfið væri heilsubætandi. Það er skiljanlegra því í þéttri þoku sést minna af landslaginu,“ segir Páll Vont veður er niðurdrepandi Fleira en veðurfar hefur áhrif á hvernig fólki líður. Notalegt umhverfi leikur þar einnig stórt hlutverk. „Gróður á borð við tré og runna hefur almennt jákvæð áhrif á líðan og ýtir undir það sem kallast sálfræðileg endurheimt, sem þýðir í raun að hlaða batteríin í dagsins önn. Við það verður fókusinn betri, skapið léttara og ákveðnar hormónabreytingar eiga sér stað sem auka vellíðan,“ upplýsir Páll.Framleiðsla á serótóníni minnkar eftir því sem sólarljós og birta er minni og sýnt hefur verið fram á að það kallar fram neikvæðar hliðar á skapferli okkar. Vellíðan og einbeiting minnkar en depurð, pirringur og vonleysi eykst.“Hann bendir á að samspil umhverfis, veðurfars og vellíðunar hafi ekki verið skoðað mikið sem ein heild hér á landi og skiplag og hönnun á umhverfi á Íslandi mætti í ríkari mæli taka mið af veðurfarinu. „Við sjáum að það hafa verið gerð grundvallarmistök í þessum efnum, líkt og í kringum turninn við Höfðatorg. Þar myndast vindstrengir og fólk tekst beinlínis á loft í miklu roki.“ Spurður hvort skynsamlegt væri að huga að gróðursetningu og trjárækt til að draga úr vindi segir Páll það vera eina leið til að skapa logn. „Gróður hefur t.d. breytt veðurfari í borginni talsvert mikið en þetta snýst líka um hönnun, hvar hús eru staðsett, hvernig þau snúa, hversu há þau eru og hvernig hægt er að skapa skjól.“ Páll og kollegar hans við Háskólann í Reykjavík vinna að áhugaverðu verkefni sem heitir Cities that Sustain Us og þar er notaður gagnvirkur sýndarveruleiki til að rannsaka sálfræðileg áhrif umhverfis á fólk. „Við höfum stigið fyrstu skrefin í því að hagnýta þessa nálgun í skipulagsgerð á Djúpavogi, þannig að við erum með frumgerð af miðbæjarsvæðinu á Djúpavogi þar sem við höfum bætt inn elementum, t.d. húsum og bryggjum, til að leyfa fólki að upplifa þær framtíðarpælingar sem skipulagið gerir ráð fyrir. Einnig höfum við búið til nákvæma eftirlíkingu af Kænuvogi og Dugguvogi í Reykjavík, sem við erum að nota í þessu samhengi,“ upplýsir Páll. Horfa á jákvæðu hliðarnar Páll hefur búið í Sydney Ástralíu og í Uppsölum í Svíþjóð og kynnst öðru veðurfari en því íslenska. Hann segir að veðrið í Sydney sé mjög ákjósanlegt, þar verði hvorki þrúgandi heitt né ísjökulkalt. „Þótt ótrúlegt sé verður maður samt þreyttur á góðu veðri og sólskini. Ég neita því ekki að ég var farinn að sakna íslenska veðurfarsins og þeirra síbreytilegu veðrabrigða sem maður upplifir á Íslandi.“ Spurður hvort eitthvað sé hægt að gera til að hressa sig við í rigningartíð segir hann að ljósameðferð geti hentað þeim sem eru virkilega þjáðir. „Hver og einn þarf að líta í eigin barm og muna að horfa á jákvæðu hliðarnar. Þótt það sé þungskýjað og rigning er samt margt gott við að búa á Íslandi. Hér er hreint loft, falleg náttúra, gott samfélag og heilt á litið hefur fólk það gott. Ég hvet fólk til að fókusa á það sem er uppbyggilegt og slá því ekki föstu að sumarið sé bara búið,“ segir Páll. Hvað samfélagsmiðla varðar segir Páll enga ástæðu til að sniðganga vini sem pósta myndum úr sól og sælu, eða frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Rússlandi. „Mér finnst að maður eigi að fagna því að einhverjir hafi tækifæri til að vera þar sem veður er gott og senda þeim góða strauma. Svo finnur maður sjálfur leiðir til að gera líf sitt áhugavert og spennandi,“ segir hann að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Veðrið hefur ekki beinlínis leikið við landsmenn á suðvesturhorninu það sem af er ári og margir orðnir langeygðir eftir sól og hlýrra sumri. Páll Jakob Líndal er doktor í umhverfissálfræði og sérfræðingur í mati á sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan. Hann segist vel skilja að fólk sé almennt orðið þreytt á rigningu og þrái sólina. „Veðrið hefur mikil áhrif á fólk og hvernig því líður en auðvitað snýst vellíðan um marga þætti sem spila saman. Hér á höfuðborgarsvæðinu hefur verið þungt yfir og rignt lungann úr síðustu vikum og mánuðum. Ef það er sett í samhengi við skapferli og almenna líðan hefur verið sýnt fram á að veðrið hefur áhrif á hormónaframleiðslu og framleiðslu á taugaboðefnum,“ segir Páll og nefnir sérstaklega melatónín og serótónín í því sambandi. „Melatónín er hormón sem hefur áhrif á svefninn og það fer eftir birtustigi hversu mikið líkaminn framleiðir af því. Með minni birtu eykst framleiðsla á melatóníni og því getum við orðið syfjaðri ef það er alltaf þungbúið og lítið um sólarljós. Bjartar nætur geta einnig truflað nætursvefninn, þannig að þetta bítur svolítið í skottið á sér. Nætursvefninn má þó bæta með því að draga vel fyrir gluggana eða nota myrkvunartjöld. Eins er það með serótónín sem oft kallast „hamingjuhormón“ en er taugaboðefni sem líkaminn framleiðir. Framleiðsla á serótóníni minnkar eftir því sem sólarljós og birta er minni og getur það kallað fram neikvæðar hliðar á skapferli okkar. Vellíðan og einbeiting minnkar en depurð, pirringur og vonleysi eykst. Þetta hangir allt saman,“ segir Páll og heldur áfram: „Við sáum t.d. öll hvernig stemningin hér á suðvesturhorninu breyttist síðasta miðvikudag þegar sólin skein og það hlýnaði í veðri. Allir voru svo innilega glaðir. Við þekkjum það líka að í góðu veðri er verslunum og opinberum stofnunum gjarnan lokað fyrr en vanalega svo starfsfólk geti farið út í sólina. Við förum almennt meira út þegar veðrið er gott, það eykur hreyfingu sem hefur áhrif til hins betra á skapar meiri vellíðan.Vindur hefur áhrif á geðið Páll segir að vindur hafi líka áhrif á geðheilsuna. „Sértaklega ef við erum ekki vel upplögð. Þá eykur vindurinn á neikvæðar tilfinningar. Fyrir nokkrum árum gerði ég, ásamt öðrum, könnun á meðal ferðamanna á Djúpavogi. Þar er stórbrotin náttúra, tignarleg fjöll, fagur sjór og mikil víðátta. Þótt rannsóknin væri hvorki stór né umfangsmikil gaf hún ákveðnar vísbendingar, eins og t.d. að eftir því sem vindur jókst, því síður taldi fólk að umhverfið stuðlaði að vellíðan. Það virtist sem aukinn vindur drægi úr heilsubætandi áhrifum þessa tilkomumikla landslags. Sömu sögu var að segja um Austfjarðaþokuna. Eftir því sem þokan jókst á Djúpavogi þá dró það úr þeirri tilfinningu fólks að umhverfið væri heilsubætandi. Það er skiljanlegra því í þéttri þoku sést minna af landslaginu,“ segir Páll Vont veður er niðurdrepandi Fleira en veðurfar hefur áhrif á hvernig fólki líður. Notalegt umhverfi leikur þar einnig stórt hlutverk. „Gróður á borð við tré og runna hefur almennt jákvæð áhrif á líðan og ýtir undir það sem kallast sálfræðileg endurheimt, sem þýðir í raun að hlaða batteríin í dagsins önn. Við það verður fókusinn betri, skapið léttara og ákveðnar hormónabreytingar eiga sér stað sem auka vellíðan,“ upplýsir Páll.Framleiðsla á serótóníni minnkar eftir því sem sólarljós og birta er minni og sýnt hefur verið fram á að það kallar fram neikvæðar hliðar á skapferli okkar. Vellíðan og einbeiting minnkar en depurð, pirringur og vonleysi eykst.“Hann bendir á að samspil umhverfis, veðurfars og vellíðunar hafi ekki verið skoðað mikið sem ein heild hér á landi og skiplag og hönnun á umhverfi á Íslandi mætti í ríkari mæli taka mið af veðurfarinu. „Við sjáum að það hafa verið gerð grundvallarmistök í þessum efnum, líkt og í kringum turninn við Höfðatorg. Þar myndast vindstrengir og fólk tekst beinlínis á loft í miklu roki.“ Spurður hvort skynsamlegt væri að huga að gróðursetningu og trjárækt til að draga úr vindi segir Páll það vera eina leið til að skapa logn. „Gróður hefur t.d. breytt veðurfari í borginni talsvert mikið en þetta snýst líka um hönnun, hvar hús eru staðsett, hvernig þau snúa, hversu há þau eru og hvernig hægt er að skapa skjól.“ Páll og kollegar hans við Háskólann í Reykjavík vinna að áhugaverðu verkefni sem heitir Cities that Sustain Us og þar er notaður gagnvirkur sýndarveruleiki til að rannsaka sálfræðileg áhrif umhverfis á fólk. „Við höfum stigið fyrstu skrefin í því að hagnýta þessa nálgun í skipulagsgerð á Djúpavogi, þannig að við erum með frumgerð af miðbæjarsvæðinu á Djúpavogi þar sem við höfum bætt inn elementum, t.d. húsum og bryggjum, til að leyfa fólki að upplifa þær framtíðarpælingar sem skipulagið gerir ráð fyrir. Einnig höfum við búið til nákvæma eftirlíkingu af Kænuvogi og Dugguvogi í Reykjavík, sem við erum að nota í þessu samhengi,“ upplýsir Páll. Horfa á jákvæðu hliðarnar Páll hefur búið í Sydney Ástralíu og í Uppsölum í Svíþjóð og kynnst öðru veðurfari en því íslenska. Hann segir að veðrið í Sydney sé mjög ákjósanlegt, þar verði hvorki þrúgandi heitt né ísjökulkalt. „Þótt ótrúlegt sé verður maður samt þreyttur á góðu veðri og sólskini. Ég neita því ekki að ég var farinn að sakna íslenska veðurfarsins og þeirra síbreytilegu veðrabrigða sem maður upplifir á Íslandi.“ Spurður hvort eitthvað sé hægt að gera til að hressa sig við í rigningartíð segir hann að ljósameðferð geti hentað þeim sem eru virkilega þjáðir. „Hver og einn þarf að líta í eigin barm og muna að horfa á jákvæðu hliðarnar. Þótt það sé þungskýjað og rigning er samt margt gott við að búa á Íslandi. Hér er hreint loft, falleg náttúra, gott samfélag og heilt á litið hefur fólk það gott. Ég hvet fólk til að fókusa á það sem er uppbyggilegt og slá því ekki föstu að sumarið sé bara búið,“ segir Páll. Hvað samfélagsmiðla varðar segir Páll enga ástæðu til að sniðganga vini sem pósta myndum úr sól og sælu, eða frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Rússlandi. „Mér finnst að maður eigi að fagna því að einhverjir hafi tækifæri til að vera þar sem veður er gott og senda þeim góða strauma. Svo finnur maður sjálfur leiðir til að gera líf sitt áhugavert og spennandi,“ segir hann að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira