Borga 8 milljarða króna fyrir að fá að baða sig í Bláa lóninu Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. júní 2018 07:15 Starfsmenn Bláa lónsins voru 627 talsins um síðustu áramót og á síðasta ári var tekið á móti 1,3 milljónum gesta, samkvæmt ársreikningi. Launakostnaður er stærstur hluti rekstrarkostnaðar fyrirtækisins. Fréttablaðið/GVA „Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Við vorum að fjölga gestum og gera betur á öllum sviðum,“ segir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins. Tekjur Bláa lónsins af sölu á aðgangi að lóninu jukust um tæplega 41 prósent í fyrra. Þær fóru úr 44,5 milljónum evra upp í 62,6 milljónir evra (7,9 milljarða króna). Samkvæmt ársreikningi fyrir síðasta ár jukust heildartekjur af starfsemi fyrirtækisins úr 77,2 milljónum evra (9,7 milljörðum króna) í 102,3 milljónir evra (12,9 milljarða króna). Hagnaður félagsins jókst um tæpar átta milljónir evra, fór úr 23,5 (2,96 milljörðum króna) í rúmlega 31 milljón evra (3,9 milljarða króna). Fyrirtækið greiðir hluthöfum 16 milljónir evra í arð vegna síðasta árs, eða um tvo milljarða króna. Grímur segir að á tíu ára tímabili hafi ekki verið greiddur arður. „En við höfum verið að greiða út arð undanfarin ár og við borguðum út 13 milljónir evra í fyrra í arð,“ segir hann. Grímur segir að reksturinn á yfirstandandi ári hafi gengið samkvæmt áætlunum sem höfðu verið gerðar. „Tekjurnar eru vel á pari við það sem þær voru í fyrra. Að vísu er rekstrarkostnaðurinn okkar meiri vegna þess að við vorum að opna nýju hótelbygginguna okkar og nýja upplifunarsvæðið. Þannig að kostnaður hefur líka aukist,“ segir Grímur. Í tilkynningu sem send var fjölmiðlum vegna ársreikningsins kemur fram að í upphafi síðasta árs voru gerðar umbætur á baðsvæði Bláa lónsins, unnið var að stækkun skrifstofuhúsnæðis og mötuneytis starfsmanna og lokahnykkurinn var settur á byggingaframkvæmdir á nýju hóteli og upplifunarsvæði, The Retreat at Blue Lagoon Iceland. Þar kemur líka fram að starfsmenn fyrirtækisins voru 627 í lok síðasta árs, Grímur segir að nú að lokinni þessari uppbyggingu sé ekki útilokað að stjórnendur Bláa lónsins fari að huga að skráningu fyrirtækisins á markað. „Við erum eins og önnur fyrirtæki alltaf með auga á því og það er ekkert útilokað að við förum að huga frekar að því núna,“ segir hann. Grímur útilokar ekki að fyrirtækið yrði þá skráð á markað erlendis. „Það hefur ekki verið tekin nein formleg ákvörðun um það en það er eitt af þeim verkefnum sem við höfum með höndum sem stjórnendur félagsins, að velta því fyrir okkur á hverjum tíma hvað er best fyrir hluthafa félagsins.“vísir/pjetur
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira