Með lýðræðið fara þeir sem valdið hafa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. júní 2018 10:40 Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun