Með lýðræðið fara þeir sem valdið hafa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 22. júní 2018 10:40 Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2018 Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Það er alltaf áhugavert viðfangsefni að fjalla um lýðræðið og þær fjölbreyttu aðferðir sem við sem samfélag getum beitt í nafni lýðræðisins. Frá fyrsta bæjarstjórnarfundi nýrrar bæjarstjórnar Garðabæjar er ýmislegt sem bendir til þess að mikill vilji sé fyrir öflugu samráði allra bæjarfulltrúa. Almennt var talað fyrir samvinnu og mikilvægi þess að sjónarmið allra kæmust að. Við bæjarfulltrúar Garðabæjarlistans fögnum því mjög og hlökkum til slíks samstarfs því það er trú okkar að við séum kosin til þess að miðla málum, komast að sameiginlegri niðurstöðu og fyrst og fremst þeirri bestu sem á verður kosið í þágu allra íbúa. Það veldur okkur í Garðabæjarlistanum hins vegar vonbrigðum að því var hafnað að hrinda þessum vilja í verk. Bæjarstjórnin hefði getað tekið áhrifaríkt framfaraskref í þágu lýðræðisins með samþykki tillögu Garðabæjarlistans um breytingar í vali fulltrúa í nefndir. Því er svo mikilvægt að átta sig á því að þeir sem valdið hafa fara með lýðræðið og það er þeirra að útfæra þann vilja sem talað er fyrir. Að virkja lýðræðið er vinna og oftar en ekki kostar það aukinn tíma og jafnvel aukin útgjöld frá óbreyttri stöðu. Og um það snýst verkefnið. Að fikra sig nær og styðja við þroskaðari umræðu í dag en í gær með því að gefa lýðræðinu sem mest vægi án þess að hreyfa við stöðu þeirra sem meirihlutinn hefur kosið til valda. Til þess þarf vilja og ákveðna framsýni og trú á mikilvægi samtalsins. Mikilvægi þess að ólík sjónarmið fái sitt pláss í allri umræðu - það skiptir máli. Garðabæjarlistinn talar fyrir auknu lýðræði þvert á alla stjórnsýslu bæjarfélagsins og þar eru kjörnir fulltrúar ekki undanskyldir. Því var það einlæg von okkar að bæjarstjórn sameinaðist um ákveðin framfaraskref til að spyrna við þeim lýðræðislega halla sem leiðir af hinni almennu reiknireglu d’Hondt við val á fulltrúm framboða í nefndir og ráð. Með einlægan vilja að vopni hefði verið hægt að hugsa hlutina upp á nýtt, fara nýjar leiðir sem settu enn frekari stoðir undir lýðræðið. Umræðunni hefði verið gefið aukið lýðræðislegt vægi með því að skipa tvo fulltrúa Garðabæjarlistans í nefndir og ráð á móti fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Því var hafnað, sem er miður. Þótt d’Hondt reglan sé viðmiðið sem notast er við í niðurröðun fulltrúa í nefndir og ráð er ekkert sem bannar að litið sé til atkvæðafjöldans á bak við hvort framboð fyrir sig, ef vilji er fyrir hendi. Atkvæði féllu þannig að 2.132 kusu Garðabæjarlistann á móti 4.700 sem kusu Sjálfstæðisflokkinn. Það gefur auga leið að umræða, þar sem sameiginleg sýn fjögurra fulltrúa um leiðir og markmið hefur töluvert meira vægi en þess eina fulltrúa minnihlutans sem kemur að borðinu hverju sinni. Tillaga okkar í Garðabæjarlistanum snerist fyrst og fremst um að gefa umræðunni aukið vægi, styrkja ólík viðhorf með það að markmiði að ná fram sem farsælustu niðurstöðu fyrir alla íbúa í hverju máli fyrir sig. Við í Garðabæjarlistanum trúum því að aukin umræða um lýðræðið og mikilvægi þess færi okkur fram á veg. Við eigum að stefna að lýðræðislegri vinnubrögðum saman. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að lýðræðið fái aukið vægi, um leið og meirihlutinn heldur óumdeildri stöðu sinni. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun