Hlýt að vera heppnasta manneskja í heimi Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. júní 2018 07:00 Emil Hallfreðsson og Ása María Reginsdóttir Fréttablaðið/Ernir Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. „Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. Emil Hallfreðsson á afmæli daginn sem blaðamaður lítur við á heimili hans hér heima á Íslandi sem er í Urriðaholti. Hann og eiginkona hans Ása Reginsdóttir eru nýkomin úr dagsferð í Bláa lónið og eru afslöppuð og sæl að sjá. Emil segist hafa átt góðan afmælisdag. „Við vorum með börnunum okkar í morgun. Strákurinn er í sumarskóla og við komum stelpunni inn á leikskóla sem er í grenndinni. Sem er frábært því þau fá að æfa sig í íslenskunni. Við höfum búið svo lengi á Ítalíu og börnin okkar eru orðnir svo miklir Ítalir, sérstaklega strákurinn okkar,“ segir Emil. Hvernig líður honum eftir viðureignirnar á HM? „Mér líður bara vel. Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrsti leikurinn var góður, seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu var ekki nógu góður. Svo vil ég meina að leikur okkar gegn Króatíu hafi verið góður en við náðum þó ekki að nýta færin, það var svolítið oft stöngin út,“ segir Emil og brosir. „Spilamennskan var fín. Við vorum að spila á móti mjög ólíkum þjóðum en það var ótrúlega gaman. Mér fannst þetta frábær lífsreynsla. Þetta var búið að vera mikið í hausnum á mér eftir EM, þar fékk ég lítið að spila og var smá svekktur með það. Annað hefði verið óeðlilegt, maður er keppnismaður. Eftir að við komumst á HM var ég staðráðinn í að standa mig. Ég talaði um það við Ásu og við gerðum plan sem við fórum eftir. Ég ákvað að gera öll smáatriðin í lífi mínu vel,“ segir hann.Grét eftir leikinn „Hann grét með mér eftir leikinn við Króatíu og sagði fyrirgefðu,“ segir Ása. „Það er hann í hnotskurn. Hann hefur svo einlægan vilja til að gera vel og er svo heiðarlegur,“ segir hún. „En auðvitað sagði ég við hann að hann þyrfti ekkert að segja fyrirgefðu. Hann hefði staðið sig frábærlega. Og þeir allir. Ég er svo stolt af honum,“ segir Ása.Börn Emils og Ásu mjög spennt fyrir HM.Ljúft líf á Ítalíu Emil er miðjumaður hjá Udinese á Ítalíu og samningsbundinn út sumarið 2020. Hann byrjaði í atvinnumennsku með Tottenham fyrir þrettán árum. Fór í skamman tíma til Malmö og þaðan til Reggina á Ítalíu árið 2007. Hann var með liðinu í fjögur ár. Emil lék svo með Barnsley á Englandi eitt tímabil. Hann kom aftur til Ítalíu til að leika með Hellas Verona 2011. Hann spilaði með liðinu í sex ár þar til hann samdi við Udinese árið 2016. Hann segir lífið á Ítalíu leika við sig og fjölskyldu sína. „Við eigum mikið af ítölskum vinum og margir þeirra eru svo nánir að við lítum á þá sem hluta af fjölskyldunni okkar,“ segir Emil og tekur dæmi af konu sem varð syni þeirra sem amma í Verona. „Það var gæfa að kynnast Antonellu. Hún er kona á sextugsaldri. Þegar við eignuðumst Emanuel þurftum við stuðning. Það getur verið erfitt að stofna fjölskyldu í ókunnugu landi þar sem tengslanetið er lítið. Antonella varð eins og amma hans Manúels. Hún á tvö börn, stelpu og strák. Laría dóttir hennar kom til Íslands þegar hún var sautján ára. Var hér í eitt ár, íslensk fjölskylda tók hana að sér. Fór í Kvennaskólann og lærði að tala íslensku,“ segir Emil frá. „Lífið á Ítalíu er gott, þar er annar hraði og við Ása njótum þess að lifa heilsusamlegu og góðu lífi og leggjum mikið upp úr því að borða góðan mat,“ segir Emil og segir Ásu eins og þriðja þjálfarann. Mataráhuginn hefur undið upp á sig því Emil og Ása flytja meðal annars inn vín og ólívuolíu frá Ítalíu til Íslands. Vínið sem þau flytja inn heitir Allegrini en Allegrini var valinn vínframleiðandi Ítalíu árið 2016. „Allegrini-fjölskyldan er einn af virtari vínframleiðendum Ítalíu og við ásamt Francesco Allegrini, syni vínbóndans hans Franco, stofnuðum saman Olifa. Með Olifa höfum við sameinað undir einn hatt ítalskar hágæða jómfrúarolíur sem fást einungis á veitingastöðum úti. Ása gerði lógóið og umbúðirnar og við öll í sameiningu ákváðum hvaða olíu skyldi setja í flöskurnar. Vegna tengsla Allegrini-fjölskyldunnar á ítölskum matarmarkaði fáum við olíurnar á góðu verði sem er að skila sér heim í stórverslanir. Við erum mjög stolt af því að Íslendingar hafi nú svona góðan aðgang að hágæða ítalskri jómfrúarolíu og ég vona að Íslendingar bæti þeim inn í daglegt mataræði, enda færðu ekki hollari fitu á matinn þinn. Viðtökurnar hafa reyndar verið framar vonum og þær seldust upp í Krónunni, þannig að Íslendingar kunna gott að meta,“ segir Emil.„Nuddolían“ Ása hefur lagt Emil línurnar í mataræði í nokkuð langan tíma. „Hún hefur tekið þetta mjög langt. Og þetta ár fyrir keppnina borðaði ég nærri eingöngu hreint fæði. Ása hefur verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með ítölsku matarmenningunni og þeim pælingum sem hún er í á Instagram. Við borðum mikið af bökuðu grænmeti, notum ólívuolíuna og fórum mjög ýkt í þetta. Við tókum meira að segja 50 lítra af olíunni með til Rússlands, kokkurinn notaði hana við eldamennsku fyrir landsliðið. Hún kláraðist,“ segir Emil og segir félaga sína í landsliðinu hafa verið mjög ánægða. „Það var svolítið vesen að flytja hana til Rússlands. Á endanum var þetta flutt með liðinu sem nuddolía,“ segir hann og hlær. Ása, hvernig mat borðið þið? „Maturinn sem við borðum er mjög ítalskur en Ítalir borða einfaldan og hreinan mat. Mikið bakað eða eldað grænmeti, hreint kjöt eða fisk og hágæða ítalskri olíu er sáldrað yfir. Við notum engin fæðubótarefni, drekkum ekki gosdrykki eða orkudrykki og sælgæti er í algjöru lágmarki. Ég dreg svo Emil með mér í föstur öðru hvoru en rannsóknir sýna að þær hafi afar jákvæð áhrif á líkamann og við erum sammála því,“ segir Ása. Góðir vinir „Verona hefur haft mikil áhrif á okkur Ásu. Þetta er svo falleg borg. Ég get vel sagt að heimili mitt sé bæði Hafnarfjörður og Verona. Við förum mjög oft þangað þótt ég sé kominn til Udinese og gistum þá hjá vinum okkar,“ segir Emil. Hvernig kynntust þið Ása? „Við erum bæði úr Hafnarfirði. Ég hef vitað af henni síðan ég var ungur. Hún átti kærasta og ég var ekki mikið kenndur við stelpur á mínum yngri árum. En svo þegar ég vissi að hún væri hætt með kærastanum sínum, þá tékkaði ég á henni, það gekk ekki. Ég prófaði aftur ári seinna þegar ég var staddur hér á landi fyrir landsliðið. Sem betur fer ákvað hún að svara mér og hitta mig. Við höfum verið saman síðan,“ segir Emil og segir ástina hafa blómstrað öll árin sem þau hafa átt saman síðan þá. „Við erum mjög góðir vinir og traust saman. Hún stendur með mér. Ég stend með henni,“ segir Emil. „Ég er ekkert feimin við að segja: Við erum í þessu saman,“ segir Ása. „Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. „Ég er mikill fjölskyldumaður og við erum eining. Við gerðum þetta saman og skipulögðum lífið á Ítalíu þannig að þetta myndi ganga upp núna fyrir HM. Þetta var nú á smá manísku leveli,“ segir hann og brosir. „Ég fékk lítið að spila, þjálfarinn fílaði mig bara ekki. Það getur gerst og það er lítið við því að gera, segir Emil. „En þá er bara að æfa meira. Ég get ekki ætlast til þesss að allir fíli mig. Ég fann traust hjá Heimi og kann vel að meta það. Mér finnst ég hafa náð að endurgjalda traustið sem hann sýndi mér,“ segir hann. Fannst þér erfitt að vera ekki með gegn Nígeríu? „Ég vissi það fyrir að ég yrði ekki með. Heimir talaði við mig um þetta og ég var sáttur og fór bara að undirbúa mig undir næsta leik. Það var taktísk breyting en svo þróaðist leikurinn öðruvísi en við áttum von á.“ Fannst þér erfitt að horfa á? „Nei, það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það gagnast hins vegar ekki í fótbolta. Ef maður tekur ekki vissa áhættu þá gerist ekki neitt.“ Emil segist hafa fyllst enn meiri ástríðu eftir HM. „Mér fannst svo gaman á HM og hugsaði: Vá, ég er að fara að gera þetta áfram. Ég ætla að gera allt til þess að verða betri leikmaður. Ég er 34 ára gamall en ef maður hugsar vel um sig þá getur maður haldið sér í leiknum. Mér finnst ég enn vera að bæta mig. Reynslan vegur svo þungt. Ég er alltaf að bæta mig í kollinum,“ segir Emil.Trúði á kraftaverk Móðir Emils er Kristín Björg Hákonardóttir. Faðir hans, Hallfreður Emilsson, lést fyrir aldur fram í september árið 2014. „Ég er alinn upp í Hafnarfirði uppi á Holti. Gettóinu í Hafnarfirði. Ég er alinn upp við ást og umhyggju. Mamma er leikskólakennari í Hafnarfirði en hún er hálfur Þjóðverji. Mamma hennar fluttist til Íslands í stríðinu. Kom hingað í raun sem flóttamaður. Hún giftist afa og eignaðist með honum fimm börn. Við erum fjögur systkinin. Ég á tvær systur og einn bróður. Bróðir minn væri að öllum líkindum í landsliðinu hefði hann ekki meiðst illa. Hann reyndi í fimm ár að ná sér en það gekk ekki. Hann er þjálfari í FH. Pabbi vann í Alcan áður en hann veiktist af krabbameini. Hann vann þar í yfir 20 ár en var svo sagt upp. Ég man hvað ég varð reiður þegar honum var sagt upp en hann sjálfur var yfirvegaður yfir því eins og yfir öllu. Svo stuttu eftir það veikist hann og greinist með krabbamein. Hann var farinn eftir sjö mánuði. Þetta gerðist ótrúlega hratt. Ég var úti og þetta var erfitt áfall að takast á við. Ég hefði viljað koma fyrr heim, ég kom til landsins rétt áður. Stundum kemur upp í kollinn á mér, hefði ég átt að gera eitthvað öðruvísi? Ég var nefnilega svo viss um að hann myndi ekki fara. Ég trúi á kraftaverk og hélt hann myndi lifa. En mér finnst gott að minnast hans,“ segir Emil. Hann lét húðflúra andlitsmynd af föður sínum á handlegginn á sér. „Ég á honum margt að þakka. Ekki síst viðhorfið sem ég hef til lífsins,“ segir Emil sem var metnaðarfullur þegar hann æfði fótbolta á unglingsárum og var einbeittur í því að byggja upp feril sinn sem atvinnumaður.Fékk ekkert gefins „Ég hafði voðalega lítinn áhuga á öðru en fótbolta. Mig langaði að verða atvinnumaður. Vissi ekki hvort það myndi takast eða ekki. Ég var með rosalegan metnað. Ég kláraði stúdentspróf frá Flensborg en fór aldrei á böll eða var að pæla í stelpum. Það komst ekkert annað að en boltinn, þetta var ástríðan mín. En nú hef ég þroskast og veit að lífið snýst um miklu meira. Fótbolti er enn ástríða mín en fjölskyldan mín og lífið sem ég lifi er það líka. Það er alveg hægt að segja að ég hafi ekki fengið neitt gefins. Ég vil láta verkin tala. Ég var mjög lítið fyrir fjölmiðla á tímabili, hef kannski vaxið upp úr því. Fólk þekkti mig ekki og vissi ekki alveg hver ég var. Ég spilaði kantmann, var á kantinum í landsliðinu í mörg ár. Á Ítalíu var ég í miðjunni. Ég var ekkert að kvarta yfir því. Ég geri það sem þjálfarinn telur best og geri gott úr því. Ég reyni að gera mitt besta þar sem ég er settur,“ segir Emil.Ástin kemur til baka Hvaða gildi finnast þér mikilvægust í lífinu? „Þetta hljómar kannski væmið en ég held að maður verði að gefa frá sér ást og kærleika. Það kemur til baka. Það má hins vegar ekki vera ástæða fyrir kærleikanum að vænta einhvers til baka frá öðrum. Það gerist bara. Þannig virkar ástin. En mér finnst líka mikilvægt að bera virðingu fyrir öðru fólki. Ég kýs að sýna öðrum bæði virðingu og væntumþykju. Það eru sterkustu gildin sem mér finnst mikilvægt að fara eftir. Og að vinna. Vinna að því sem manni þykir vænt um, hvort sem það er fótbolti eða eitthvað annað,“ segir hann. Eru karlmenn í boltanum duglegir að ræða tilfinningar sínar, þetta er óhemju álag. Heimir virðist eiga auðvelt með það. Þú líka? „Ég hef opnað á tilfinningar mínar og rætt opinskátt um líf mitt. Og mér finnst allt í lagi að tala um lífið. Ég vil vera góð manneskja og láta gott af mér leiða. Mér finnst það skipta meira máli en að vera bara fótboltamaður. Manneskjan framar fótboltanum,“ segir Emil. Hvað segir þú, Ása, um þetta? Er lífið meira en boltinn? „Já, að sjálfsögðu. En líf okkar snýst mjög mikið um fótbolta engu að síður en þá alls ekki um stöðuna í ensku deildinni, þú skilur. Þetta er vinnan hans Emils og hún skiptir okkur máli. Við erum bæði þannig manneskjur að það sem við gerum gerum við af öllu hjarta og af heilindum og því er boltinn stór partur af okkar lífi. Líf okkar utan boltans er yndislegt og ég hugsa nánast daglega að ég hljóti að vera heppnasta manneskja í heimi,“ segir Ása.„Líf okkar utan boltans er yndislegt og ég hugsa nánast daglega að ég hljóti að vera heppnasta manneskja í heimi.“Trúin spilar stórt hlutverk Trúin skiptir Emil miklu máli. Hann er meðlimur í Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík. „Ég er alinn upp þar og trúin spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Mér finnst pínku fyndið þegar fólk gerir mikið úr því að ég sé mikið trúaður og svona. Kannski heldur einhver að ég sé einhver hallelújahoppari. En annaðhvort er maður trúaður eða ekki. Svo velur fólk sér leið til að iðka sína trú og á sitt eigið persónulega samband við Guð. Ég hef ekki mikið náð að sækja kirkju á Ítalíu en það hefur ekki áhrif á mína trú. Ég lifi við þessi gildi. Ég er bara ofsalega eðlilegur gæi! En auðvitað skiptir engu máli hvað fólk segir. Þetta er mér bara mikilvægt,“ segir Emil.*Í viðtali við Emil Hallfreðsson í helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að faðir hans hafi unnið hjá Alcoa. Hið rétta er að hann starfaði um árabil hjá Alcan Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Segir Ása Reginsdóttir, eiginkona Emils Hallfreðssonar, sem mætti kalla þriðja þjálfarann hans. „Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. Emil og Ása segja frá HM og lífi sínu á Ítalíu. Emil Hallfreðsson á afmæli daginn sem blaðamaður lítur við á heimili hans hér heima á Íslandi sem er í Urriðaholti. Hann og eiginkona hans Ása Reginsdóttir eru nýkomin úr dagsferð í Bláa lónið og eru afslöppuð og sæl að sjá. Emil segist hafa átt góðan afmælisdag. „Við vorum með börnunum okkar í morgun. Strákurinn er í sumarskóla og við komum stelpunni inn á leikskóla sem er í grenndinni. Sem er frábært því þau fá að æfa sig í íslenskunni. Við höfum búið svo lengi á Ítalíu og börnin okkar eru orðnir svo miklir Ítalir, sérstaklega strákurinn okkar,“ segir Emil. Hvernig líður honum eftir viðureignirnar á HM? „Mér líður bara vel. Mér fannst við gefa allt í þetta. Fyrsti leikurinn var góður, seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu var ekki nógu góður. Svo vil ég meina að leikur okkar gegn Króatíu hafi verið góður en við náðum þó ekki að nýta færin, það var svolítið oft stöngin út,“ segir Emil og brosir. „Spilamennskan var fín. Við vorum að spila á móti mjög ólíkum þjóðum en það var ótrúlega gaman. Mér fannst þetta frábær lífsreynsla. Þetta var búið að vera mikið í hausnum á mér eftir EM, þar fékk ég lítið að spila og var smá svekktur með það. Annað hefði verið óeðlilegt, maður er keppnismaður. Eftir að við komumst á HM var ég staðráðinn í að standa mig. Ég talaði um það við Ásu og við gerðum plan sem við fórum eftir. Ég ákvað að gera öll smáatriðin í lífi mínu vel,“ segir hann.Grét eftir leikinn „Hann grét með mér eftir leikinn við Króatíu og sagði fyrirgefðu,“ segir Ása. „Það er hann í hnotskurn. Hann hefur svo einlægan vilja til að gera vel og er svo heiðarlegur,“ segir hún. „En auðvitað sagði ég við hann að hann þyrfti ekkert að segja fyrirgefðu. Hann hefði staðið sig frábærlega. Og þeir allir. Ég er svo stolt af honum,“ segir Ása.Börn Emils og Ásu mjög spennt fyrir HM.Ljúft líf á Ítalíu Emil er miðjumaður hjá Udinese á Ítalíu og samningsbundinn út sumarið 2020. Hann byrjaði í atvinnumennsku með Tottenham fyrir þrettán árum. Fór í skamman tíma til Malmö og þaðan til Reggina á Ítalíu árið 2007. Hann var með liðinu í fjögur ár. Emil lék svo með Barnsley á Englandi eitt tímabil. Hann kom aftur til Ítalíu til að leika með Hellas Verona 2011. Hann spilaði með liðinu í sex ár þar til hann samdi við Udinese árið 2016. Hann segir lífið á Ítalíu leika við sig og fjölskyldu sína. „Við eigum mikið af ítölskum vinum og margir þeirra eru svo nánir að við lítum á þá sem hluta af fjölskyldunni okkar,“ segir Emil og tekur dæmi af konu sem varð syni þeirra sem amma í Verona. „Það var gæfa að kynnast Antonellu. Hún er kona á sextugsaldri. Þegar við eignuðumst Emanuel þurftum við stuðning. Það getur verið erfitt að stofna fjölskyldu í ókunnugu landi þar sem tengslanetið er lítið. Antonella varð eins og amma hans Manúels. Hún á tvö börn, stelpu og strák. Laría dóttir hennar kom til Íslands þegar hún var sautján ára. Var hér í eitt ár, íslensk fjölskylda tók hana að sér. Fór í Kvennaskólann og lærði að tala íslensku,“ segir Emil frá. „Lífið á Ítalíu er gott, þar er annar hraði og við Ása njótum þess að lifa heilsusamlegu og góðu lífi og leggjum mikið upp úr því að borða góðan mat,“ segir Emil og segir Ásu eins og þriðja þjálfarann. Mataráhuginn hefur undið upp á sig því Emil og Ása flytja meðal annars inn vín og ólívuolíu frá Ítalíu til Íslands. Vínið sem þau flytja inn heitir Allegrini en Allegrini var valinn vínframleiðandi Ítalíu árið 2016. „Allegrini-fjölskyldan er einn af virtari vínframleiðendum Ítalíu og við ásamt Francesco Allegrini, syni vínbóndans hans Franco, stofnuðum saman Olifa. Með Olifa höfum við sameinað undir einn hatt ítalskar hágæða jómfrúarolíur sem fást einungis á veitingastöðum úti. Ása gerði lógóið og umbúðirnar og við öll í sameiningu ákváðum hvaða olíu skyldi setja í flöskurnar. Vegna tengsla Allegrini-fjölskyldunnar á ítölskum matarmarkaði fáum við olíurnar á góðu verði sem er að skila sér heim í stórverslanir. Við erum mjög stolt af því að Íslendingar hafi nú svona góðan aðgang að hágæða ítalskri jómfrúarolíu og ég vona að Íslendingar bæti þeim inn í daglegt mataræði, enda færðu ekki hollari fitu á matinn þinn. Viðtökurnar hafa reyndar verið framar vonum og þær seldust upp í Krónunni, þannig að Íslendingar kunna gott að meta,“ segir Emil.„Nuddolían“ Ása hefur lagt Emil línurnar í mataræði í nokkuð langan tíma. „Hún hefur tekið þetta mjög langt. Og þetta ár fyrir keppnina borðaði ég nærri eingöngu hreint fæði. Ása hefur verið dugleg að leyfa fólki að fylgjast með ítölsku matarmenningunni og þeim pælingum sem hún er í á Instagram. Við borðum mikið af bökuðu grænmeti, notum ólívuolíuna og fórum mjög ýkt í þetta. Við tókum meira að segja 50 lítra af olíunni með til Rússlands, kokkurinn notaði hana við eldamennsku fyrir landsliðið. Hún kláraðist,“ segir Emil og segir félaga sína í landsliðinu hafa verið mjög ánægða. „Það var svolítið vesen að flytja hana til Rússlands. Á endanum var þetta flutt með liðinu sem nuddolía,“ segir hann og hlær. Ása, hvernig mat borðið þið? „Maturinn sem við borðum er mjög ítalskur en Ítalir borða einfaldan og hreinan mat. Mikið bakað eða eldað grænmeti, hreint kjöt eða fisk og hágæða ítalskri olíu er sáldrað yfir. Við notum engin fæðubótarefni, drekkum ekki gosdrykki eða orkudrykki og sælgæti er í algjöru lágmarki. Ég dreg svo Emil með mér í föstur öðru hvoru en rannsóknir sýna að þær hafi afar jákvæð áhrif á líkamann og við erum sammála því,“ segir Ása. Góðir vinir „Verona hefur haft mikil áhrif á okkur Ásu. Þetta er svo falleg borg. Ég get vel sagt að heimili mitt sé bæði Hafnarfjörður og Verona. Við förum mjög oft þangað þótt ég sé kominn til Udinese og gistum þá hjá vinum okkar,“ segir Emil. Hvernig kynntust þið Ása? „Við erum bæði úr Hafnarfirði. Ég hef vitað af henni síðan ég var ungur. Hún átti kærasta og ég var ekki mikið kenndur við stelpur á mínum yngri árum. En svo þegar ég vissi að hún væri hætt með kærastanum sínum, þá tékkaði ég á henni, það gekk ekki. Ég prófaði aftur ári seinna þegar ég var staddur hér á landi fyrir landsliðið. Sem betur fer ákvað hún að svara mér og hitta mig. Við höfum verið saman síðan,“ segir Emil og segir ástina hafa blómstrað öll árin sem þau hafa átt saman síðan þá. „Við erum mjög góðir vinir og traust saman. Hún stendur með mér. Ég stend með henni,“ segir Emil. „Ég er ekkert feimin við að segja: Við erum í þessu saman,“ segir Ása. „Ég er svo innilega með honum í þessu og samvinnan er að skila sér,“ segir Ása. „Ég er mikill fjölskyldumaður og við erum eining. Við gerðum þetta saman og skipulögðum lífið á Ítalíu þannig að þetta myndi ganga upp núna fyrir HM. Þetta var nú á smá manísku leveli,“ segir hann og brosir. „Ég fékk lítið að spila, þjálfarinn fílaði mig bara ekki. Það getur gerst og það er lítið við því að gera, segir Emil. „En þá er bara að æfa meira. Ég get ekki ætlast til þesss að allir fíli mig. Ég fann traust hjá Heimi og kann vel að meta það. Mér finnst ég hafa náð að endurgjalda traustið sem hann sýndi mér,“ segir hann. Fannst þér erfitt að vera ekki með gegn Nígeríu? „Ég vissi það fyrir að ég yrði ekki með. Heimir talaði við mig um þetta og ég var sáttur og fór bara að undirbúa mig undir næsta leik. Það var taktísk breyting en svo þróaðist leikurinn öðruvísi en við áttum von á.“ Fannst þér erfitt að horfa á? „Nei, það er auðvelt að vera vitur eftir á. Það gagnast hins vegar ekki í fótbolta. Ef maður tekur ekki vissa áhættu þá gerist ekki neitt.“ Emil segist hafa fyllst enn meiri ástríðu eftir HM. „Mér fannst svo gaman á HM og hugsaði: Vá, ég er að fara að gera þetta áfram. Ég ætla að gera allt til þess að verða betri leikmaður. Ég er 34 ára gamall en ef maður hugsar vel um sig þá getur maður haldið sér í leiknum. Mér finnst ég enn vera að bæta mig. Reynslan vegur svo þungt. Ég er alltaf að bæta mig í kollinum,“ segir Emil.Trúði á kraftaverk Móðir Emils er Kristín Björg Hákonardóttir. Faðir hans, Hallfreður Emilsson, lést fyrir aldur fram í september árið 2014. „Ég er alinn upp í Hafnarfirði uppi á Holti. Gettóinu í Hafnarfirði. Ég er alinn upp við ást og umhyggju. Mamma er leikskólakennari í Hafnarfirði en hún er hálfur Þjóðverji. Mamma hennar fluttist til Íslands í stríðinu. Kom hingað í raun sem flóttamaður. Hún giftist afa og eignaðist með honum fimm börn. Við erum fjögur systkinin. Ég á tvær systur og einn bróður. Bróðir minn væri að öllum líkindum í landsliðinu hefði hann ekki meiðst illa. Hann reyndi í fimm ár að ná sér en það gekk ekki. Hann er þjálfari í FH. Pabbi vann í Alcan áður en hann veiktist af krabbameini. Hann vann þar í yfir 20 ár en var svo sagt upp. Ég man hvað ég varð reiður þegar honum var sagt upp en hann sjálfur var yfirvegaður yfir því eins og yfir öllu. Svo stuttu eftir það veikist hann og greinist með krabbamein. Hann var farinn eftir sjö mánuði. Þetta gerðist ótrúlega hratt. Ég var úti og þetta var erfitt áfall að takast á við. Ég hefði viljað koma fyrr heim, ég kom til landsins rétt áður. Stundum kemur upp í kollinn á mér, hefði ég átt að gera eitthvað öðruvísi? Ég var nefnilega svo viss um að hann myndi ekki fara. Ég trúi á kraftaverk og hélt hann myndi lifa. En mér finnst gott að minnast hans,“ segir Emil. Hann lét húðflúra andlitsmynd af föður sínum á handlegginn á sér. „Ég á honum margt að þakka. Ekki síst viðhorfið sem ég hef til lífsins,“ segir Emil sem var metnaðarfullur þegar hann æfði fótbolta á unglingsárum og var einbeittur í því að byggja upp feril sinn sem atvinnumaður.Fékk ekkert gefins „Ég hafði voðalega lítinn áhuga á öðru en fótbolta. Mig langaði að verða atvinnumaður. Vissi ekki hvort það myndi takast eða ekki. Ég var með rosalegan metnað. Ég kláraði stúdentspróf frá Flensborg en fór aldrei á böll eða var að pæla í stelpum. Það komst ekkert annað að en boltinn, þetta var ástríðan mín. En nú hef ég þroskast og veit að lífið snýst um miklu meira. Fótbolti er enn ástríða mín en fjölskyldan mín og lífið sem ég lifi er það líka. Það er alveg hægt að segja að ég hafi ekki fengið neitt gefins. Ég vil láta verkin tala. Ég var mjög lítið fyrir fjölmiðla á tímabili, hef kannski vaxið upp úr því. Fólk þekkti mig ekki og vissi ekki alveg hver ég var. Ég spilaði kantmann, var á kantinum í landsliðinu í mörg ár. Á Ítalíu var ég í miðjunni. Ég var ekkert að kvarta yfir því. Ég geri það sem þjálfarinn telur best og geri gott úr því. Ég reyni að gera mitt besta þar sem ég er settur,“ segir Emil.Ástin kemur til baka Hvaða gildi finnast þér mikilvægust í lífinu? „Þetta hljómar kannski væmið en ég held að maður verði að gefa frá sér ást og kærleika. Það kemur til baka. Það má hins vegar ekki vera ástæða fyrir kærleikanum að vænta einhvers til baka frá öðrum. Það gerist bara. Þannig virkar ástin. En mér finnst líka mikilvægt að bera virðingu fyrir öðru fólki. Ég kýs að sýna öðrum bæði virðingu og væntumþykju. Það eru sterkustu gildin sem mér finnst mikilvægt að fara eftir. Og að vinna. Vinna að því sem manni þykir vænt um, hvort sem það er fótbolti eða eitthvað annað,“ segir hann. Eru karlmenn í boltanum duglegir að ræða tilfinningar sínar, þetta er óhemju álag. Heimir virðist eiga auðvelt með það. Þú líka? „Ég hef opnað á tilfinningar mínar og rætt opinskátt um líf mitt. Og mér finnst allt í lagi að tala um lífið. Ég vil vera góð manneskja og láta gott af mér leiða. Mér finnst það skipta meira máli en að vera bara fótboltamaður. Manneskjan framar fótboltanum,“ segir Emil. Hvað segir þú, Ása, um þetta? Er lífið meira en boltinn? „Já, að sjálfsögðu. En líf okkar snýst mjög mikið um fótbolta engu að síður en þá alls ekki um stöðuna í ensku deildinni, þú skilur. Þetta er vinnan hans Emils og hún skiptir okkur máli. Við erum bæði þannig manneskjur að það sem við gerum gerum við af öllu hjarta og af heilindum og því er boltinn stór partur af okkar lífi. Líf okkar utan boltans er yndislegt og ég hugsa nánast daglega að ég hljóti að vera heppnasta manneskja í heimi,“ segir Ása.„Líf okkar utan boltans er yndislegt og ég hugsa nánast daglega að ég hljóti að vera heppnasta manneskja í heimi.“Trúin spilar stórt hlutverk Trúin skiptir Emil miklu máli. Hann er meðlimur í Fíladelfíusöfnuðinum í Reykjavík. „Ég er alinn upp þar og trúin spilar stórt hlutverk í mínu lífi. Mér finnst pínku fyndið þegar fólk gerir mikið úr því að ég sé mikið trúaður og svona. Kannski heldur einhver að ég sé einhver hallelújahoppari. En annaðhvort er maður trúaður eða ekki. Svo velur fólk sér leið til að iðka sína trú og á sitt eigið persónulega samband við Guð. Ég hef ekki mikið náð að sækja kirkju á Ítalíu en það hefur ekki áhrif á mína trú. Ég lifi við þessi gildi. Ég er bara ofsalega eðlilegur gæi! En auðvitað skiptir engu máli hvað fólk segir. Þetta er mér bara mikilvægt,“ segir Emil.*Í viðtali við Emil Hallfreðsson í helgarblaði Fréttablaðsins kom fram að faðir hans hafi unnið hjá Alcoa. Hið rétta er að hann starfaði um árabil hjá Alcan
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira