Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2018 19:17 Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Heppni er að enginn hafi verið á veiðum þegar skriða féll úr fagraskógarfjalli í Hlíðardal, en skriðan féll yfir veiðisvæði. Skriðan lagðist þvert yfir Hítará og stíflaði ána. Björgunarsveitin var á svæðinu ásamt þyrlu landhelgisgæslunnar og lögreglu sem lokaði fyrir umferð þar sem hætta var á flóði. Stórt lón myndaðist hjá skriðunni en eftir því sem það fór hækkandi fann áin sér nýjan farveg og rann meðfram skriðunni í ánna Tálma. Þá segir veðurfræðingur að skriðan sé afleiðing mikils rigningarsumars, en um 200 millimetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal frá maímánuði. Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár segir heppni að ekki hafi verið fólk að veiðum, en um góðan veiðistað sé að ræða sem varð undir skriðunni.„Það eru veiðistaðir á þeim stað sem skriðan réð yfir, góðir veiðistaðir. Þetta er gjörbreytt landslag og er Hítará þornuð upp á 8-10 kílómetra kafla. Það verður að koma í ljós hvernig þetta þróast en ljóst er að ákveðnir veiðistaðir eru úr leik,“ segir Ólafur Sigvaldason, formaður veiðifélags Hítarár.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonSigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hrunið hafa byrjað fyrr en sérfræðingar héldu í gær. „Svo virðist hrunið hafi byrjað fyrr en menn héldu, samkvæmt refaskyttu sem hafði samband við okkur, en hún varð vitni af skriðu fyrr um nóttina. Skriðan hefur þá fyrst runnið á föstudagskvöldinu upp úr miðnætti en ekki undir morgun laugardags eins og sérfræðingar héldu,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir. Að sögn Sigþrúðar eru veðurskilyrði slæm í Hítardal, í ljósi þess fer öll vinna sérfræðinga hægt af stað. Vegna stöðugra rigningar sé von á áframhaldandi hrynu.Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist.Jón G. Guðbrandsson
Skriðufall í Hítardal Veður Stangveiði Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45