Vita ekkert um ferðir manns sem féll af þaki Sveinn Arnarsson skrifar 4. júlí 2018 06:00 Lögreglan er engu nær um ferðir mannsins og rannsakar dauðsfallið sem slys. Fréttablaðið/GVA Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu. Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Svo virðist sem ekkert sé hægt að segja til um hvers vegna bandarískur karlmaður, fæddur 1992, lést í miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt laugardags. Þrátt fyrir fjölda nýrra eftirlitsmyndavéla segir yfirmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að líkast til verði ekki hægt að upplýsa um hvað nákvæmlega gerðist. Ekkert er vitað um ferðir mannsins í miðbænum fyrir slysið. Maðurinn féll af þaki hússins sem stendur við Lækjargötu 6a. Aðkoman að slysstað var afar ljót þar sem mikið hafði blætt úr manninum. Hann var sendur með flýti á Landspítala til aðhlynningar en lést þar af sárum sínum skömmu síðar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hófst strax handa við að rannsaka málið og telur Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn að líkast til verði ekki hægt að segja til um hvers vegna maðurinn féll fram af húsþakinu.Sjá einnig: Banaslys í Lækjargötu um helgina „Karlmaðurinn var einsamall á ferðalagi um landið og hafði farið þarna upp á þak, mögulega prílað þarna baka til, það eru stigar þar. Að öðru leyti vitum við ekki hvernig hann kom sér upp á þakið og höfum ekki hugmynd um það,“ segir Jóhann Karl. „Þetta er rannsakað sem slys og við getum ábyggilega aldrei upplýst hvað gerðist. Það eru engin vitni að þessu og enginn með honum. Það var bara komið að honum þarna liggjandi,“ bætir hann við. Jóhann Karl segir ekki búið að kryfja manninn og því er ekki hægt að segja til um hvert líkamlegt ásigkomulag hans var. „Krufningin mun fara fram síðar.“ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu setti upp 25 nýjar eftirlitsmyndavélar í miðborginni eftir hvarf Birnu Brjánsdóttur. Er nú svo komið að eftirlitsmyndavélar í Reykjavík á almannafæri eru 36 talsins og eru þær langflestar í miðbænum. Að auki eru eftirlitsmyndavélar sem fyrirtæki og einstaklingar hafa sett upp á svæðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Banaslys í Lækjargötu um helgina Erlendur ferðamaður féll af þaki húss í Lækjargötu. 2. júlí 2018 13:02