Svartolíumál til skoðunar hjá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. júlí 2018 15:18 Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. Myndin var tekin í síðasta mánuði og er af skemmtiferðaskipi í við höfn á Akureyri. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Davíð Bragason „Ég vil gera það sem við getum til að draga úr notkun svartolíu. Þetta er brýnt mál sem ég tek alvarlega,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra, í skriflegu svari til fréttastofu. Aðspurður hvort ríkisstjórnin sé búin eða hyggist marka sér heildstæða stefnu um skemmtiferðaskip og svartolíu svarar ráðherra því til að þessi mál hafi verið skoðuð vandlega og að þau séu enn til skoðunar. „Svartolía mengar meira en annað eldsneyti. Hún er notuð í skipasiglingum og þegar hún brennur losnar mikið af sóti, enda er hún að mestu óhreinsuð. Sótagnirnar eru skaðlegar heilsu fólks. Brennisteinsinnihald svartolíu er oftast á bilinu 1,77-2,0% og við bruna hennar losnar hluti þessa brennisteins út í andrúmsloftið. Útaf þessu og því hversu skaðleg svartolía er fyrir umhverfið settu ríkisstjórnarflokkarnir inn í stjórnarsáttmálann að stefnt væri að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands,“ segir ráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vilja gera það sem þarf til þess að draga úr notkun svartolíu.Fréttablaðið/Anton BrinkFól Umhverfisstofnun að skrifa greinargerð um brennslu svartolíu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu en stofnunin hefur þegar lokið þeirri vinnu og er málið komið aftur til umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Í greinargerð Umhverfisstofnunar kemur fram að mögulegt væri að banna notkun svartolíu innan tiltekinna hafnarsvæða eða jafnvel innan 12 sjómílna. Þá væri einnig hægt að sækja um að íslenska lögsagan verði skilgreind sem ECA-svæði (e. Emission Crontrol Areas) hjá Alþjóða-siglingamálastofnuninni (IMO). Verði sú leið farin þyrfti að sýna fram á slæm áhrif svartolíu á loftgæði og umhverfið og til þess þarf að afla umfangsmikilla gagna til að sýna fram á umfang mengunarinnar.Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Umhverfisstofnun boðaði í september í fyrra hert eftirlit með eldsneytisnotkun skipa með sérstaka áherslu á brennisteinsinnihald. Hið herta eftirlit átti að hefjast fyrir áramót en það er enn ekki komið af stað. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, að til stæði að hefja reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla en undirbúningurinn hafi tekið lengri tíma en í fyrstu var áætlað. Sjá nánar: Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreitMismunandi leiðir til skoðunar hjá ráðuneytinu Guðmundur segir að umsóknarferlið sé bæði seinlegt og flókið. „Að fá lögsögu okkar skilgreinda sem ECA-svæði er ferli sem tæki langan tíma, einhver ár, því afla þarf umfangsmikilla gagna sem sýna fram á skaðann af völdum notkunarinnar á heilsu manna og umhverfið.“ Hann segir að þessa dagana sé umhverfis-og auðlindaráðuneytið með þessar mismunandi leiðir til vandlegrar athugunar. Aðspurður hvort honum finnist ástæða til að herða eftirlit með eldsneytisnotkun skipa og þá jafnframt að setja aukna fjármuni í slíkt eftirlit segir Guðmundur:Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til landsins á undanförnum árum.Fréttablaðið/Stefán„Eftirlit er mjög mikilvægt. Samkvæmt greinargerðinni frá Umhverfisstofnun þyrfti að koma á virku eftirlitskerfi ef svartolía yrði bönnuð innan hafnarsvæða eða fjarða hér á landi, þar sem hægt væri að fara um borð og sannreyna að ekki væri verið að brenna svartolíu. Tryggja yrði samstarf hafnaryfirvalda, Samgöngustofu, Landhelgisgæslu Íslands og Umhverfisstofnunar vegna eftirlitsins. Ef bannið næði lengra út yrði eftirlit með því væntanlega hlutverk Landhelgisgæslu Íslands og gæta yrði að því að fjármagn fylgdi því verkefni.“ Guðmundur segir að Umhverfisstofnun vinni nú að því að hefja mengunarmælingar í Seyðisfjarðarhöfn en hann segir að það sé í fyrsta skipti hér á landi þar sem settir eru upp mælar sérstaklega til að greina mengun frá skipum. Sjá nánar: Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar „Mikilvægt er að safna gögnum til að hægt sé að fylgjast með og bregðast við ábendingum um mengun í höfnum. Við þurfum að vita með nákvæmum, reglulegum mælingum, hver staðan er,“ segir Guðmundur. Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verði aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir 0,5% brennisteinsmagn í skipaeldsneyti. Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. 6. júlí 2018 15:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
„Ég vil gera það sem við getum til að draga úr notkun svartolíu. Þetta er brýnt mál sem ég tek alvarlega,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis-og auðlindaráðherra, í skriflegu svari til fréttastofu. Aðspurður hvort ríkisstjórnin sé búin eða hyggist marka sér heildstæða stefnu um skemmtiferðaskip og svartolíu svarar ráðherra því til að þessi mál hafi verið skoðuð vandlega og að þau séu enn til skoðunar. „Svartolía mengar meira en annað eldsneyti. Hún er notuð í skipasiglingum og þegar hún brennur losnar mikið af sóti, enda er hún að mestu óhreinsuð. Sótagnirnar eru skaðlegar heilsu fólks. Brennisteinsinnihald svartolíu er oftast á bilinu 1,77-2,0% og við bruna hennar losnar hluti þessa brennisteins út í andrúmsloftið. Útaf þessu og því hversu skaðleg svartolía er fyrir umhverfið settu ríkisstjórnarflokkarnir inn í stjórnarsáttmálann að stefnt væri að banni við notkun svartolíu í efnahagslögsögu Íslands,“ segir ráðherra.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vilja gera það sem þarf til þess að draga úr notkun svartolíu.Fréttablaðið/Anton BrinkFól Umhverfisstofnun að skrifa greinargerð um brennslu svartolíu Guðmundur segir að skömmu eftir að hann hafi tekið við embætti hafi hann falið Umhverfisstofnun að taka saman greinargerð um mögulegt bann við brennslu svartolíu en stofnunin hefur þegar lokið þeirri vinnu og er málið komið aftur til umhverfis-og auðlindaráðuneytisins. Í greinargerð Umhverfisstofnunar kemur fram að mögulegt væri að banna notkun svartolíu innan tiltekinna hafnarsvæða eða jafnvel innan 12 sjómílna. Þá væri einnig hægt að sækja um að íslenska lögsagan verði skilgreind sem ECA-svæði (e. Emission Crontrol Areas) hjá Alþjóða-siglingamálastofnuninni (IMO). Verði sú leið farin þyrfti að sýna fram á slæm áhrif svartolíu á loftgæði og umhverfið og til þess þarf að afla umfangsmikilla gagna til að sýna fram á umfang mengunarinnar.Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Umhverfisstofnun boðaði í september í fyrra hert eftirlit með eldsneytisnotkun skipa með sérstaka áherslu á brennisteinsinnihald. Hið herta eftirlit átti að hefjast fyrir áramót en það er enn ekki komið af stað. Í samtali við fréttastofu segir Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns samfélags hjá Umhverfisstofnun, að til stæði að hefja reglubundnar mælingar á loftgæðum á Seyðisfirði. Stofnunin hafi ætlað sér að vera byrjuð að mæla en undirbúningurinn hafi tekið lengri tíma en í fyrstu var áætlað. Sjá nánar: Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreitMismunandi leiðir til skoðunar hjá ráðuneytinu Guðmundur segir að umsóknarferlið sé bæði seinlegt og flókið. „Að fá lögsögu okkar skilgreinda sem ECA-svæði er ferli sem tæki langan tíma, einhver ár, því afla þarf umfangsmikilla gagna sem sýna fram á skaðann af völdum notkunarinnar á heilsu manna og umhverfið.“ Hann segir að þessa dagana sé umhverfis-og auðlindaráðuneytið með þessar mismunandi leiðir til vandlegrar athugunar. Aðspurður hvort honum finnist ástæða til að herða eftirlit með eldsneytisnotkun skipa og þá jafnframt að setja aukna fjármuni í slíkt eftirlit segir Guðmundur:Mikil fjölgun hefur verið á komum skemmtiferðaskipa til landsins á undanförnum árum.Fréttablaðið/Stefán„Eftirlit er mjög mikilvægt. Samkvæmt greinargerðinni frá Umhverfisstofnun þyrfti að koma á virku eftirlitskerfi ef svartolía yrði bönnuð innan hafnarsvæða eða fjarða hér á landi, þar sem hægt væri að fara um borð og sannreyna að ekki væri verið að brenna svartolíu. Tryggja yrði samstarf hafnaryfirvalda, Samgöngustofu, Landhelgisgæslu Íslands og Umhverfisstofnunar vegna eftirlitsins. Ef bannið næði lengra út yrði eftirlit með því væntanlega hlutverk Landhelgisgæslu Íslands og gæta yrði að því að fjármagn fylgdi því verkefni.“ Guðmundur segir að Umhverfisstofnun vinni nú að því að hefja mengunarmælingar í Seyðisfjarðarhöfn en hann segir að það sé í fyrsta skipti hér á landi þar sem settir eru upp mælar sérstaklega til að greina mengun frá skipum. Sjá nánar: Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar „Mikilvægt er að safna gögnum til að hægt sé að fylgjast með og bregðast við ábendingum um mengun í höfnum. Við þurfum að vita með nákvæmum, reglulegum mælingum, hver staðan er,“ segir Guðmundur. Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. Almennt munu reglur um svartolíu herðast árið 2020 því Alþjóða-siglingamálastofnun hefur ákveðið að á þeim tíma verði aðildarríkin að virða reglur um að nota ekki yfir 0,5% brennisteinsmagn í skipaeldsneyti.
Ferðamennska á Íslandi Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07 Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22 Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36 Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00 Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. 6. júlí 2018 15:04 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Sjá meira
Segja skemmtiferðaskip menga 200 sinnum meira en eðlilegt megi teljast Náttúruverndarsamtök Íslands hafa undanfarna daga mælt mengun frá skemmtiferðaskipum í Reykjavíkurhöfn. 30. ágúst 2017 11:07
Svartolía heyri fortíðinni til Hafnarstjóri Faxaflóahafna segir engar áætlanir til um að gera skemmtiferðaskipum kleift að tengjast rafmagni í landi og vill að íslensk stjórnvöld banni svartolíu í efnahagslögsögu Íslands til að draga úr loftmengun og losun gróðushúsalofttegunda. 31. ágúst 2017 14:22
Hið herta eftirlit með eldsneytisnotkun skipa á byrjunarreit Hið herta eftirlit með skipum sem Umhverfisstofnun boðaði síðasta haust er enn ekki byrjað. 6. júlí 2018 10:36
Koma svartolíu úr okkar lögsögu Sótagnir sem myndast við svartolíubruna hjá skemmtiferðaskipum eru svo fínar að þær mælast ekki með hefðbundnum mælitækjum Umhverfisstofnunar og eru þó skaðlegri en venjulegt svifryk. Umhverfisráðherra telur að Íslendingar ættu að reyna koma svartolíu úr lögsögu landsins og vill að skemmtiferðaskip verði strax látin lúta loftgæðakröfum hér á landi. 31. ágúst 2017 20:00
Íbúar á Seyðisfirði þrýstu á um loftgæðamælingar Í ljósi fjölgunar á komum skemmtiferðaskipa til Seyðisfjarðar, þrýstu bæjarbúar á um loftgæðamælingar á höfninni á Seyðisfirði til að mæla umfang mengunar af völdum skipa. 6. júlí 2018 15:04