Hinn vitiborni Lára G: Sigurðardóttir skrifar 16. júlí 2018 07:00 Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Rúnkviskubit, hnífaburður og jafnréttismál Tryggvi Hallgrímsson skrifar Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Þrúgandi góðmennska Kári Allansson skrifar Skoðun Fúskið, letin, hugleysið og spillingin Björn Þorláksson skrifar Sjá meira
Langamma mín varð níu barna ekkja 33 ára gömul þegar hafið tók langafa árið 1912. Hún missti ekki einungis manninn sinn heldur fyrirvinnu. Bústofninn var settur á uppboð og hún sá fyrir sér að missa lífsviðurværi fjölskyldunnar. Enginn mætti á uppboðið og langamma fékk tækifæri til að rétta af hag sinn. Sem hún gerði. Með því sýndu Hafnfirðingar Guðrúnu í Ási dygga samkennd. Þegar fréttir bárust af drengjum innlyksa í helli í Taílandi hélt heimurinn niðri í sér andanum á meðan færustu kafarar heims lögðu sig í lífshættu til að frelsa drengina úr prísundinni. Allt gekk eins og í sögu fyrir utan sorgarfréttina um kafarann sem lést. Og maður fann fyrir létti þegar drengirnir og björgunarteymið voru komin í faðm fjölskyldunnar. Á sama tíma og menn leggja líf sitt að veði til að sameina börn og foreldra þeirra aftur berast fregnir af þjóðarleiðtoga sem vísvitandi aðskilur börn frá foreldrum með einni ómannúðlegustu innflytjendastefnu sem hugsast getur. Hvernig í ósköpunum getur sama dýrategundin – hinn vitiborni maður – sýnt á sér svo ólíkar hliðar: djúpa samkennd með því að setja sig í lífshættu fyrir aðra og verstu grimmd með því að skaða meðvitað ósjálfbjarga börn? Þróunarfræðilega erum við með tvenns konar heila: gamlan heila sem svipar til dýraheila og stjórnast af eiginhagsmunum án tilfinninga, og nýjan heila sem aðgreinir okkur frá dýrum. Við tökum meðvitaðar ákvarðanir með nýja heilanum sem er í miklum samskiptum við þann gamla. Getur verið að nýi heilinn sé við stýrið hjá björgunarmönnunum en sá gamli fjarstýri þjóðarleiðtoganum? Menn sem bera hagsmuni annarra fyrir brjósti standa undir nafni sem hinn vitiborni maður.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun