Glatað traust Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Nú þarf Versló að bregðast við Pétur Orri Pétursson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar