Grafið undan réttindum Ólöf Skaftadóttir skrifar 11. júlí 2018 10:00 Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Svokallaður Roe v. Wade dómur féll í hæstarétti Bandaríkjanna árið 1973 og gerði fóstureyðingar löglegar þar í landi. Í málinu reyndi á hvort lög sem bönnuðu fóstureyðingar og voru sett af löggjafarþingi í Texas stæðust ákvæði um friðhelgi einkalífsins í stjórnarskránni. Meirihluti hæstaréttar komst að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. Lögin skertu um of rétt kvenna til að gangast undir fóstureyðingu. Þessi dómur hefur verið umdeildur síðan hann féll og hefur reynst þrætuepli á milli frjálslyndra og íhaldsmanna í Bandaríkjunum svo áratugum skiptir. Nú virðist sem andstæðingar fóstureyðinga vestanhafs sjái sér leik á borði eftir að Donald Trump tilnefndi hinn hægrisinnaða íhaldsmann Brett Kavanaugh sem dómara við hæstarétt Bandaríkjanna á mánudag. Fjölmiðlar vestanhafs segja einsýnt að látið verði reyna á Roe v. Wade dóminn á allra næstu misserum verði Kavanaugh staðfestur af öldungadeildinni í embætti. Þá sé það morgunljóst að rétturinn muni færast til hægri í niðurstöðum sínum. Dómaraefnið hefur þó ekki lýst yfir afstöðu sinni til fóstureyðinga opinberlega. Dómarar réttarins eru níu talsins. Eins og gefur að skilja hafa ákvarðanir þeirra mikið að segja um réttarfar í landinu öllu. Vægið á milli frjálslyndra dómara og íhaldssamra hefur verið nokkuð jafnt undanfarin misseri. Sá sem nú lætur af störfum, Anthony Kennedy, er alla jafna talinn íhaldssamur í skoðunum. Hann átti það hins vegar til að sveiflast í afstöðu sinni í stórum málum. Þannig dæmdi hann til að mynda með lögum um samkynja hjónabönd og fóstureyðingar. Sjálfur hefur Trump lagst gegn fóstureyðingum, en það gerði hann opinberlega í kosningabaráttu sinni. Afar sjaldgæft er að forseti fái að velja tvo dómara á svo skömmum tíma, líkt og Trump hefur gert, en hann valdi einnig hægrisinnaðan arftaka Antonins Scalia við réttinn, stuttu eftir embættistöku. Sérfræðingar segja að Trump hafi nú gefist fágætt tækifæri til að hafa víðtæk áhrif á bandarískt réttarfar næstu árin eða áratugina. Ekki þarf að hafa mörg orð um þann sjálfsagða rétt kvenna að ráða yfir eigin líkama. Ástæður að baki því að kona vilji binda enda á meðgöngu eru fjölmargar. Ofbeldissambönd, atvinnuleysi, tímasetning, aðstæður, fjárhagur, að vilja ekki eignast börn og ýmislegt fleira getur spilað inn í þá ákvörðun. Okkur kemur það einfaldlega ekki við. Á Íslandi búum við ekki í samfélagi sem skilgreinir frjóvguð egg sem fóstur og fóstur sem manneskju sem njóti sambærilegra réttinda og barn eða fullorðin manneskja. Sem betur fer. Ólíklegt er að slíkt afturhvarf til fortíðar verði hér á landi. En meiriháttar lagasetningar í heimsveldi á borð við Bandaríkin hafa óneitanlega áhrif víðar en í Bandaríkjunum einum. Svo er það hitt, að ákvarðanir og gjörðir þjóðarleiðtogans í Bandaríkjunum undanfarið gefa ekki mikið tilefni til bjartsýni í þessum efnum.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun