Baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum enn á borði Skipulagsstofnunnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:30 Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Skipulagsstofnun hefur velt því fyrir sér í eitt og hálft ár hvort fyrirhugað sex milljarða króna ferðaþjónustufyrirtæki með stóru baðlóni í Hveradölum þurfi að fara í umhverfismat. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins undrast leshraða starfsmanna stofnunarinnar. Hugmyndir um baðlón við Skíðaskálann í Hveradölum eru ekki nýjar af nálinni og hefur umræða þess efnis reglulega skoðið upp kollinum.Sveitarfélagið Ölfus auglýsti breytingar á deiliskipulagi á lóð skálans í janúar á síðasta ári en þar koma fram áform eigenda félagsins Hveradalir ehf. um uppbyggingu svæðisins. Að félaginu standa ferðaþjónustufyrirtækið Gray Line og Heklubyggð ehf. Áætlað var að hefja framkvæmdir hér í Hveradölum síðast liðið vor en deiliskipulag gerir ráð fyrir tvö hundruð og tíu herbergja hóteli hér í Stóra dal ásamt átta þúsund og fimm hundruð fermetra baðlóni. Framkvæmdir geta hins vegar ekki hafist þar sem skipulagsstofnun hefur ekki skilað áliti sínu. Í áliti sínu metur stofnunin hvort framkvæmdin í Hveradölum þurfi að gangast undir umhverfismat. Gögn um framkvæmdina fékk stofnunin fyrir um einu og hálfu ári síðan en ekkert bólar á niðurstöðu.Þórir Garðarsson, stjórnarformaður Gray Line og framkvæmdastjóri HVeradala ehf.Stöð 2/Björn G. Sigurðsson„Síðustu svör sem við fengum núna í vor, voru þau að það væri búið að skrifa úrskurðinn og að hann væri í yfirlestri og maðurinn er enn að lesa,“ sagði Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri Hveradala ehf. sem vinnu að uppbyggingunni. Þær upplýsingar fengust hjá Skipulagsstofnun í dag að úrvinnsla málsins hafi reynst umfangsmeiri en gert var ráð fyrir og að von sé á niðurstöðu í fyrsta lagi eftir Verslunarmannahelgi. Töluverðar breytingar verða á svæðinu ná hugmyndirnar fram að ganga. Stóri Dalur sem stendur við hlið skíðaskálans verður nær allur undirlagður undir starfsemina. „Þetta lón verður með jarðvatni, sem er neðanjarðar vatn, þetta er ekkert líkt við vatn sem er í sundlaugum. Þetta verður svona svipað eða sambærilegt eins og er í Jarðböðunum á Mývatni. Þórir segir þó ekki ólíklegt að framkvæmdum yrði skipt upp í áfanga. „Þegar við erum að tala um uppbyggingu upp á sex milljarða þá er stórt svæði undir sem spannar fimmtíu hektara. Það er hægt að skipta þessu verkefni niður. Það yrði miklu lægri tala að fara bara í lónið,“ segir Þórir. Skíðaskálinn á staðnum hefur ekki verið í rekstri undan farin ár en fyrstu merki þess að ferðaþjónusta byggist upp á þessum stað munu koma í ljós í skálanum á næstu dögum. „Það er ánægjulegt að segja frá því að við erum búnir að endurbyggja Skíðaskálann að innan og sækja um þau leyfi sem til þarf og við eigum von á því að fá hér leyfisbréfið bara í næstu viku eða þar næstu og þá verður Skíðaskálinn opnaður sem kaffihús,“ segir Þórir.Stóri Dalur í Hveradölum þar sem áformað er að byggja upp 8500 fm. baðlón og aðra ferðaþjónustutengda starfsemi.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson
Ferðamennska á Íslandi Skipulag Sundlaugar Tengdar fréttir Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hótel, baðlón, skíðalyfta og gróðurhús í Hveradölum Skipulags- og umhverfisnefnd Ölfuss hefur heimilað að mikil uppbygging sem áætluð er við Skíðaskálann í Hveradölum fari áfram í lögboðið ferli. 26. september 2016 07:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent