Frá konu til konu Björg Sigurðardóttir skrifar 20. júlí 2018 23:21 Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Opið bréf til forsætisráðherra Íslands: Komdu sæl Katrín Ég skrifa þér sem kona til konu. Ég fagnaði þegar þú komst til áhrifa í VG, og lagði mitt að mörkum til þess að þú hefðir möguleika á að verða forsætisráðherra þjóðarinnar. Það eru því vissulega vonbrigði að fylgjast með fréttum dag eftir dag og sjá hversu lítið störf kvenna, í þágu kvenna, barna og fjölskyldna eru metin í þeirri ríkisstjórn sem þú stjórnar. Ég man vel fund í Reykjanesbæ, á vegum VG í aðdraganda kosninga, fyrir mörgum árum. Þar varst þú og þáverandi formaður flokksins ásamt fleiri gestum. Ég sem ljósmóðir, sá þar unga barnshafandi konu, þreytta og svanga, sem Steingrímur gleymdi alveg að taka tillit til. Ég hafði orð á því, ekki af því að ég treysti ekki þessari ungu konu til að minna á sig, eða krefjast hæfilega langra vinnudaga, heldur miklu fremur vegna þess að ég sem ljósmóðir ber umhyggju fyrir barnshafandi konum, líka utan formlegra vinnudaga. Það er hluti af okkar starfsskyldum, og við vitum að heilsa verðandi móður er mikilvæg heilsu barnsins sem hún gengur með. Þessi unga kona sem ég hitti um árið er nú forsætisráðherra Íslands. Katrín, oft hefur verið þörf, en nú er nauðsyn. Ég bið þig að taka af skarið, sýna fjármálaráðherra hver það er sem ræður. Sýna að þú hafir bein í nefinu, að þú sért rétt kona á réttum stað. Það þarf að semja við ljósmæður, ekki seinna en núna, ef ekki á að verða óafturkræfur skaði á þjónustu við konur. Líf barna og mæðra liggur við. Samningamál þjóðarinnar eru í molum, en þessu verður að bjarga strax. Með vinsemd og virðingu Björg Sigurðardóttir ljósmóðir í 36 ár.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar