Tekist á um tittlingaskít Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 31. júlí 2018 07:00 Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Einn föstudaginn er ég opnaði útidyrnar tók megn hassangan á móti mér. Leit ég þá í kringum mig og sá að þorpið hafði tekið stakkaskiptum. Gömlu karlarnir með hattana og stóíska yfirbragðið voru nær horfnir og þeir fáu sem eftir voru höfðu espast upp. Gömlu konurnar voru einnig á undanhaldi. Hins vegar var skrautlegur hópur búinn að taka torgið yfir. Bar þar mikið á fólki í litskrúðugum fatnaði, sumir með göndul-lokka ættaða frá Jamæku en einnig voru hanakambar á ófáum kollum og lokkar í nösum. Margir slógu drumbur og hver sem vettlingi gat valdið skók alla skanka í afrísku hljóðfalli. Þótti mér nýlundan hressandi en allmargir heimamenn fundu henni flest til foráttu. Sögðu sóðagang hinn mesta fylgja flokki þessum, fyllerí og fíkniefni fyrir utan það að ekki væri flóafriður og þar að auki væri ósómi af þessu fyrir bæinn. Hátíð þessi, Etnosur, stóð í þrjá daga og sóttu hana mörg þúsund manns. Leikið var af fingrum fram frá morgni fram á rauða nótt. Ekki veit ég til þess að upp hafi komið mál vegna kynferðislegrar áreitni, stimpinga né slagsmála. Ekki sá ég slagandi fólk né fyrirgangssamt og bærinn var ávallt orðinn hreinn að morgni. Tónlistin var heldur ekki með þeim hætti að hún ætti að valda pirringi. Mig grunar að það sé helst útgangur gestanna sem espar margan heimamanninn svona upp. Það er nefnilega svo oft sem yfirborðið ræður afstöðu okkar. Annars veit ég það ekki. En hitt veit ég að á meðan ég hlustaði á Nelidu Karr frá Miðbaugs-Gíneu syngja á torginu urðu göndul-lokkarnir, hanakambarnir, gömlukarlahattarnir, straujuðu skyrturnar, gullhringarnir og allur útgangur yfirleitt, fínn eða forugur, að hjómi einu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun