Segir gjaldahækkanirnar í þjóðgörðunum til að tryggja jafnræði Sighvatur Arnmundsson skrifar 3. ágúst 2018 05:15 Gríðarlegur fjöldi ferðamanna heimsækir Vatnajökulsþjóðgarð á hverju ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira
„Gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs er endurskoðuð með reglubundnum hætti og núna haldast flestir liðir óbreyttir milli ára. Gjaldskráin er í mörgum liðum og í sumum tilvikum er hún jafnvel að lækka,“ segir Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri þjóðgarðsins. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í fyrradag gagnrýndi Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, stjórnsýslu þjóðgarðanna harðlega. Sagði hún fyrirvaralausar gjaldahækkanir óskiljanlegar og virðingarleysi við ferðaþjónustuaðila. Þá gagnrýndi hún stjórnir þjóðgarða fyrir samráðsleysi. Magnús segir að hækkanir á svæðisgjöldum fyrir hópbíla sem Bjarnheiður geri að umtalsefni vera gerðar til að tryggja jafnræði gesta. „Við viljum tryggja jafnræði við þá sem eru á fólksbílum svo þeir séu ekki að borga margfalt hærra gjald á mann. Þessar hækkanir eru ekki miklar í krónutölum og því má ekki einblína á einhverja eina prósentuhækkun og alhæfa út frá henni.“ Að sögn Magnúsar er stóra málið hins vegar það gríðarlega álag sem sé á þjóðgarðinum. „Við erum að reyna að ná tökum á því. Það kemur um það bil ein milljón gesta í Skaftafell á ári og örlítið færri í Jökulsárlón en þeim fer fjölgandi. Við þurfum að tryggja að náttúran verði ekki fyrir skaða og um leið að upplifun gesta sé sem best.“ Varðandi skort á samvinnu segir Magnús að fulltrúar þjóðgarðsins séu ávallt reiðubúnir til samtals og samvinnu. „Við eigum í góðu samstarfi við marga ferðaþjónustuaðila. Gjaldtaka er pólitískt og viðkvæmt viðfangsefni. Við erum hins vegar neydd til gjaldtöku til að geta veitt þá þjónustu sem gestir gera kröfur um.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Þjóðgarðar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Sjá meira