Twitter setur samsæriskenningasmið í vikustraff Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2018 09:33 Alex Jones þarf að kveðja Twitter í bili. Hann hefur meðal annars staðhæft að bandarísk stjórnvöld hafi staðið að baki hryðjuverkunum 11. september árið 2001. Vísir/samsett Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna. Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Stjórnendur samfélagsmiðilsins Twitter hafa bannað Alex Jones, alræmdum samsæriskenningasmiði, að deila efni á miðlinum í viku. Þeir greindu þó ekki frá því hvað það var sem Jones gerði til að vera bannaður. Twitter hafði verið gagnrýnt harðlega fyrir að fylgja ekki fordæmi annarra tæknifyrirtækja og gera Jones útlægan. Jones rekur vefsíðuna Infowars þar sem hann hefur deilt vanstilltum samsæriskenningum undanfarin ár. Þar hefur hann til að mynda logið að aðdáendum sínum að fjöldamorðið í Sandy Hook-grunnskólanum í Bandaríkjunum árið 2012 hafi verið sett á svið með leikurum. Samsæriskenningar Jones hafa meðal annars orðið til þess að foreldrar barna sem voru myrt í Sandy Hook hafa mátt þola níð á netinu og í persónu. Það varð meðal annars til þess að stór tæknifyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple ákváðu að loka reikningum Jones og Infowars. Jake Dorsey, forstjóri Twitter, vildi hins vegar ekki fylgja í fótspor fyrirtækjanna. Sagði hann að Jones hefði ekki brotið gegn skilmálum Twitter. Breska ríkisútvarpið BBC segir að Twitter hafi ekki staðfest hvers vegna Jones hafi verið bannaður nú. New York Times hafi hins vegar greint frá því að Jones hafi deilt myndbandi þar sem hann hvatti aðdáendur sína til þess að gera „orrusturifflana“ sína tilbúna.
Samfélagsmiðlar Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sjá meira
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Alex Jones þurrkaður út af miðlum Facebook, Apple og Spotify Facebook tilkynnti um ákvörðun sína í dag en Jones sjálfur var nýlega settur í 30 daga bann á miðlinum. 6. ágúst 2018 12:14