Töluverður verðmunur á vinsælum skólatöskum barna Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 07:00 Skólatöskur fyrir grunnskólabörn geta verið dýrar og miklu getur munað á verði milli verslana. Fréttablaðið/mikael Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira
Ríflega 26 prósenta verðmunur er á vinsælum skólatöskum fyrir grunnskólabörn milli verslana samkvæmt verðkönnun Fréttablaðsins. Nú styttist í að grunnskólar landsins hefjist á ný eftir sumarfrí en hinar dönsku Jeva-skólatöskur hafa í gegnum tíðina notið mikilla vinsælda hér á landi. Þeirra helsti sölupunktur er hversu vandaðar þær séu og hvernig þær séu sérstaklega hannaðar með velferð barnanna í fyrirrúmi. Töskurnar eru fjarri því þær ódýrustu á markaði og kosta jafnan um og yfir 20 þúsund krónur samkvæmt athugun Fréttablaðsins. En mikill verðmunur getur verið á milli verslana á töskum sem misjafnt er hversu lengi börnin koma til með að nota á skólagöngu sinni og hversu mikið þau þurfa í raun að bera af námsgögnum milli heimilis og skóla. Í verðathugun Fréttablaðsins var verð borið saman á 16 lítra Jevatösku sem ber nafnið Windy og er auðkennd með hvítum hesti framan á. Fréttablaðið athugaði verð á sömu tösku í fjórum verslunum í Reykjavík.Taskan reyndist ódýrust í verslunum A4 þar sem hún er á tilboðsverði til 15. ágúst á 15.992 krónur. Á vefsíðu Heimkaupa er taskan á tilboði til 20. ágúst á 16.122 krónur. Í báðum tilfellum kostaði taskan áður 19.990 krónur. Taskan reyndist umtalsvert dýrari í Hagkaupi þar sem hún er á 20.189 krónur eða tíu krónum ódýrari en í verslun Pennans/Eymundsson þar sem hún kostar 20.199 kr. Munurinn á lægsta verðinu og því hæsta er því rúm 26 prósent. Á heimasíðu framleiðandans, Jeva.dk, kostar sama taska 899 krónur danskar eða 14.932 krónur. Með fyrir vara um að við þá upphæð kunni að bætast sendingarkostnaður og annað þá er munurinn á danska verðinu og hæsta íslenska verðinu ríflega 35 prósent. Athugun Fréttablaðsins er ekki tæmandi og er vakin athygli á því að hægt er að kaupa notaðar Jevatöskur í ágætu ástandi á Bland.is og öðrum sölusíðum á netinu fyrir brot af því sem þær kosta nýjar.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Neytendur Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Sjá meira