Franskir ferðamenn ollu varanlegum skemmdum með utanvegaakstri Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. ágúst 2018 18:43 Ferðamennirnir eru væntanlegir í skýrslutöku til lögreglunnar á Egilsstöðum á morgun. vísir/gva Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Sex franskir ferðamenn á þremur bílum hafa valdið varanlegum skemmdum vegna utanvegaaksturs við Þríhyrningsá á Austurlandi. Eiga ferðamennirnir yfir höfði sér allt að 500 þúsund króna sekt fyrir athæfið. RÚV greindi fyrst frá málinu í kvöld. Að sögn Hjalta Bergmars Axelsson, varðstjóra hjá lögreglunni á Austurlandi, tilkynnti þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði um málið um miðjan dag í gær. Ferðamennirnir sex höfðu verið á ferð um veg F910, einnig þekktur sem Austurleið, sem liggur frá Möðrudal og inn á hálendið. Þegar ferðamennirnir komu að Þríhyrningsá sat annar bíll fastur í ánni. „Eftir að hafa beðið í talsverða stund við vaðið, þar sem þeir komust ekki yfir, tóku þeir þá óskynsamlegu ákvörðun að keyra út fyrir veginn og lengra frá þar sem þeir komust yfir ána,“ segir Hjalti í samtali við Vísi. „Þeir óku einhverja 200 metra eða svo, yfir mela og gróið land, og að hluta til eru þetta för og skemmdir sem eru óafturkræfar.“Koma til skýrslutöku á morgun Lögreglumenn við hálendiseftirlit úr umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi eystra vitjuðu ferðamannanna og öfluðu gagna, sem síðan voru send til lögreglunnar á Austurlandi. Hjalti segir ferðamennina væntanlega til skýrslutöku hjá lögreglu á morgun. Þar mun málum að öllum líkindum lykta með sektargreiðslum, frá 50 til 500 þúsund krónum á mann. Hann áætlar þó ferðamennirnir hljóti lægri sekt en franskir ferðamenn á Suðurlandi greiddu fyrir sambærilegt brot í júlí. Hlutu þeir 200 þúsund króna sekt hvor fyrir utanvegaakstur við Kerlingafjöll.Aðspurður segir Hjalti að ekki hafi sérstaklega mörg utanvegaakstursbrot komið inn á borð lögreglu á Austurlandi í sumar. Hann bendir þó á að utanvegaakstur sé mun algengari en tilkynningar til lögreglu gefi til kynna. Þá er í flestum tilvikum um að ræða erlenda ferðamenn. „Þó að það fríi Íslendinga ekki allri ábyrgð samt,“ segir Hjalti.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þjóðgarðar Tengdar fréttir Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58 Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44 Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Sjá meira
Greiða alls 400 þúsund krónur í sekt vegna utanvegaaksturs við Kerlingarfjöll Franskir ferðamenn sem fóru utanvegar á tveimur jeppabifreiðum austan við Kerlingarfjöll í gær voru yfirheyrðir á lögreglustöðinni á Selfossi í morgun. 16. júlí 2018 13:58
Lét erlenda ferðamenn raka í tvo tíma eftir grófan utanvegaakstur Kristinn Jón Arnarson, skálavörður Ferðafélags Íslands í Landmannalaugum, hafði lítinn húmor fyrir utanvegaakstri kínverskra ferðamanna nærri Landamannalaugum í gær. 28. september 2015 10:44
Töluvert ekið á friðuðu svæði að Fjallabaki Ökumenn hafa verið að keyra á friðlandi að Fjallabaki þar sem í gildi er akstursbann. 2. júlí 2018 18:30