FH telur 790 milljónirnar bara byrjunina á því sem greiða beri Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 27. ágúst 2018 08:00 Fyrsta skóflustunga var tekin að nýju knatthúsi í síðustu viku. Engir bæjarfulltrúar létu þó sjá sig. Fréttablaðið/Stefán Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Formaður knattspyrnudeildar FH, Jón Rúnar Halldórsson, segir FH-inga enn eiga mikið inni hjá Hafnarfjarðarbæ og félagið hafi væntingar um að þegar eignaskiptasamningar verði komnir í höfn milli félagsins og Hafnarfjarðarbæjar vegna mannvirkja í Kaplakrika megi nálægt því tvöfalda þær 790 milljónir sem bærinn hefur samið um að greiða félaginu fyrir þrjú íþróttamannvirki í Kaplakrika. Allt hefur logað í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði vegna nýjustu vendinga í knatthúsamálinu. Eftir að fyrirætlanir um að bærinn byggði nýtt knatthús í Kaplakrika runnu út í sandinn, var samþykkt í bæjarráði að bærinn keypti í staðinn þrjú íþróttamannvirki af FH en félagið notaði kaupverðið, 790 milljónir, til að byggja knatthús. Örfáum dögum síðar voru fyrstu 100 milljónirnar greiddar til félagsins. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er Hafnarfjörður eigandi að 80 prósenta hlut í einu þeirra húsa sem bærinn hefur samþykkt að kaupa af félaginu, handboltahúsinu svokallaða. Eignarhluti bæjarins er skráður í bækur bæjarins á 92 milljónir og ljóst er að það þarf að flytja þessa eign yfir til FH til að Hafnarfjörður geti keypt hana af félaginu. Af fyrirhuguðum kaupum bæjarins á 55 prósenta hlut í knatthúsunum í fyrra, fyrir 200 milljónir, má draga þá ályktun að bærinn muni kaupa handboltahúsið sem bærinn á að mestu leyti sjálfur á 470 milljónir. Fulltrúar meirihlutans hafa margítrekað að bæjarsjóður muni ekki bera frekari kostnað af yfirfærslu þessa eignarhluta til FH. Á húsinu hvíla hins vegar 870 milljónir samkvæmt veðbókarvottorði og ekki er ljóst hvert þessi veð verða flutt. En húsin á að afhenda bænum skuldlaus. Á hinum húsunum tveimur sem bærinn kaupir hvíla samtals 238 milljónir.Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH.Vísir/PjeturÍ rammasamningi um kaup bæjarins segir að húsin verði keypt á 790 milljónir en þess þó einnig getið að endanlegt verðmæti húsanna verði ljóst eftir vinnu Kaplakrikahóps sem leiða muni til lykta frekari eignaskiptingu og eignarhald í Kaplakrika, en hópurinn eigi að skila tillögu að eignaskiptasamningi fyrir 1. október. Jón Rúnar segir samkomulag um kaup húsanna fyrir 790 milljónir aðeins fyrsta skrefið til að koma málinu af stað. Aðalmálið fyrir FH sé frágangur eignaskiptingarinnar. „FH á, fyrir utan knatthúsin, verulega fjármuni í þessum eignum. En til að klára málið og koma þessu máli öllu af stað eru þessar eignir sérteknar þarna fram,“ segir Jón Rúnar og vísar til rammasamkomulagsins og húsanna sem bærinn mun kaupa. „Síðan, þegar það kemur loks endanleg niðurstaða í eignaskiptinguna alla saman, þá loksins er hægt að skilgreina þetta. Og miðað við þessa upphæð sem við tókum að okkur að byggja knatthúsið fyrir; þessar 790 milljónir, þá eru það væntingar okkar miðað við okkar útreikninga að við eigum hátt í tvöfalt þessa upphæð sem um er að ræða, fyrir utan fótboltahúsin tvö,“ segir Jón Rúnar. Búast má við að deilur um málið haldi áfram í bæjarstjórn enda margt enn óljóst. Enn er ekki vitað hvert endanlegt verðmat eignanna verður, hvaða kostnað bæjarfélagið mun bera af því að losna undan eignarhaldi handboltahússins, hvert áhvílandi skuldir á hinum nýkeyptu húsum verða fluttar og hvernig FH mun í kjölfarið standa undir þungri skuldastöðu sinni.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05 Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Segir tvo bæjarfulltrúa af ellefu vera í fjölskyldutengslum við stjórnendur FH "Þetta er ekki beint heilbrigt umhverfi þegar þú ert með tvo af ellefu bæjarfulltrúum í bæjarstjórn sem er í nánum fjölskyldutengslum við stjórnendur FH,“ segir Guðlaug. 23. ágúst 2018 20:05
Segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald Hafnarfjarðarbæjar Fulltrúi Bæjarlistans í Hafnarfirði segir bæjaryfirvöld fíflast með bókhald sveitarfélagsins í tengslum við fyrirhugaða uppbyggingu í Kaplakrika. Formaður bæjarráðs segir hundruð milljóna sparast með breyttu fyrirkomulagi uppbyggingarinnar. 26. ágúst 2018 14:21