Suður-afrísk stjórnvöld krefjast skýringa á tísti Trump um bændamorð Kjartan Kjartansson skrifar 23. ágúst 2018 12:05 Mótmæli gegn drápum á hvítum bændum letruð aftan á bíl í Suður-Afríku. Opinberar tölur benda þó til þess að ekki hafi færri bændur verið drepnir í 20 ár. Vísir/AP Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018 Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Talsmaður forseta Suður-Afríku segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hafi fengið rangar upplýsingar um eignaupptöku og morð á hvítum bændum þar í landi. Trump virðist hafa tíst um ástand mála í Afríkulandinu á grundvelli umfjöllunar á íhaldssamri sjónvarpsstöð með ásökunum sem hafa verið hvítum þjóðernissinnum hugleiknar. Bandaríkjaforseti sagðist í tístinu hafa óskað eftir því við utanríkisráðherra sinn að ráðuneytið rannsakaði eignaupptöku á bújörðum og „víðtækum“ drápum á bændum. Vitnaði hann í þáttastjórnanda Fox News sem fullyrti í gær að ríkisstjórn Suður-Afríku gerði jarðir hvítra bænda upptækar.Reuters-fréttastofan segir að suður-afríska utanríkisráðuneytið ætli að krefja sendiráð Bandaríkjanna í Pretoríu skýringa á tísti Trump. Hann hefur enn ekki tilnefnt nýjan sendiherra í Suður-Afríku. „Suður-Afríka hafnar algerlega þessari þröngu sýn sem reynir aðeins að sundra þjóð okkar og minnir okkur á nýlendufortíð okkar,“ tísti opinber reikningur ríkisstjórnar Suður-Afríku.Gengið hægt að rétta af misskiptingu í eignarhaldi á jörðum Misskipting á milli hvítra og svartra er enn mikil í Suður-Afríku þrátt fyrir að formlegri aðskilnaðarstefnu hafi lokið á 10. áratug síðustu aldar. Meirihluti jarðnæðis er í eigu hvítra bænda. Stjórnvöld hafa fylgt þeirri stefnu að kaupa land af hvítum bændum sem hafa áhuga á að selja og dreift því til svartra. Endurskipting jarðnæðis hefur þó gengið hægt og telur meirihluta landsmanna að grípa þurfi til frekari aðgerða til þess að jafna leikinn á milli kynþáttanna. Ríkisstjórn Afríska þjóðarráðsins ætlar því að leggja til breytingar á stjórnarskrá landsins til þess að heimila stjórnvöldum að leggja hald á land án bóta. Talsmaður ríkisstjórnarinnar segir að það verði gert án þess að skaða efnahagsvöxt eða fæðuöryggi. Engar bújarðir hafi verið gerðar upptækar frá því að tilkynnt var um breytingarnar. Reuters segir einnig að ofbeldisglæpir séu stórt vandamál í Suður-Afríku. Þar voru 47 bændur drepnir í fyrra. Þrátt fyrir það hafa morð á bændum ekki verið færri í tuttugu ár.Bent er á að þetta er í fyrsta skipti sem Trump tístir um Afríku frá því að hann varð forseti og þá til þess að taka upp hanskann fyrir hvítt fólk. Hann hefur áður kallað Afríkulönd skítaholur.Vísir/GettyÁhugamál hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamannaWashington Post segir að tíst Trump sé það fyrsta þar sem hann minnist á Afríku frá því að hann tók við sem forseti Bandaríkjanna. Ásakanirnar um ofsóknir gegn hvítum Suður-Afríkumönnum séu vinsælt umræðuefni hvítra þjóðernissinna og hægriöfgamanna í Bandaríkjunum, Evrópu og Ástralíu. Þeim verður tíðrætt um meint „þjóðarmorð“ á hvítu fólki í Suður-Afríku. Ekki er langt síðan að ástralskur þingmaður var sakaður um rasisma þegar hann sagði að hvítir Suður-Afríkumenn ættu að fá stöðu flóttamanna í Ástralíu. Þeir þyrftu að leita hælis í „siðmenntuðu landi“. Tucker Carlson, þáttastjórnandi Fox, sem Trump vitnaði til, sakaði forseta Suður-Afríku um að „hrifsa land frá eigin borgurum án bóta vegna þess að þeir eru með rangan húðlit“. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku var við völd til ársins 1994 og rak þar stranga aðskilnaðarstefnu. Samkvæmt henni voru hvítir álitnir æðri kynþáttur og svarti meirihlutinn var kúgaður.I have asked Secretary of State @SecPompeo to closely study the South Africa land and farm seizures and expropriations and the large scale killing of farmers. “South African Government is now seizing land from white farmers.” @TuckerCarlson @FoxNews— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 23, 2018
Ástralía Bandaríkin Donald Trump Suður-Afríka Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira