Sjávarsýn, fjárfestingarfélag Bjarna Ármannssonar, hagnaðist um 419 milljónir króna í fyrra samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Félagið tapaði 50 milljónum króna árið 2016 og 333 milljónum árið 2015.
Hrein ávöxtun verðbréfa í eigu félagsins var jákvæð um 216 milljónir króna á síðasta ári og fékk félagið jafnframt greiddan arð að fjárhæð samtals um 191 milljón. Eignir Sjávarsýnar námu ríflega 3.916 milljónum króna í lok síðasta árs, þar sem mestu munaði um eignarhluti í öðrum félögum og skuldabréf og aðrar langtímakröfur, en heildarskuldir voru um 1.270 milljónir. Eigið fé félags- ins var því tæplega 2.647 milljónir króna í árslok 2017.
Sjávarsýn heldur utan um fjárfestingar Bjarna í ýmsum fyrirtækjum. Þannig er félagið meðal annars eigandi að Gasfélag- inu og Ísmar, á 80 prósenta hlut í hreinlætis- félaginu Tandra, 40 prósent í verslunarrisanum S4S og fjórðungshlut í Solo Seafood, eiganda spænska sölufélagsins Icelandic Iberica.
Sjávarsýn hagnaðist um 420 milljónir í fyrra
Kristinn Ingi Jónsson skrifar

Mest lesið

Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent

Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent


Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Þau vilja stýra ÁTVR
Viðskipti innlent