Háskólanám - til ánægju og árangurs! María Dóra Björnsdóttir skrifar 20. ágúst 2018 13:30 Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Mest lesið Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Smánin tilheyrir geranda en of oft klínt á þolanda Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Jarðhiti jafnar leikinn Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar Skoðun Stóra klúður Íslands í raforkumálum Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar Skoðun Fjarkönnun og sjálfstæði þjóðar Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Kjöt og krabbamein Hulda María Einarsdóttir,Jórunn Atladóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Rektorskjör HÍ Soffía Auður Birgisdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir háskólanema í rektorskjöri Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið og upplýsingalæsi Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára - öflugur málsvari sjálfbærni og loftslagsmála Íris Lind Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju veljum við Silju Báru? Auður Birna Stefánsdóttir,Pia Hansson skrifar Skoðun Við erum ekki Rússland Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ný ESB-langavitleysa íslenzkrar ríkisstjórnar í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Ríkisábyrgð á 1.490 milljarða króna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver reif kjaft við hvern? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kjósum opnara grunnnám Toby Erik Wikström skrifar Skoðun Magnús Karl er hæfastur rektorsframbjóðenda Ástráður Eysteinsson skrifar Skoðun Betri starfsaðstæður og skilvirkari háskóli Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar Skoðun Allt fyrir samansúrrað pólitískt og peningalegt vald? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Vopnakaup íslenska ráðamanna Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir hefja um það bil 3000 nýnemar nám við Háskóla Íslands sem verða hluti af og þátttakendur í fjölbreyttu háskólasamfélagi. Þetta eru spennandi og skemmtileg tímamót sem leggja grunn að framtíð flestra út á vinnumarkaðinn og jafnvel einnig í einkalífinu. Það eru margir einstaklingar sem koma að menntun og mótun nýnemans. Má þar nefna kennara auk starfsfólks fræðasviða, deilda og stoðþjónustu. Allir hafa það sameiginlega markmið að styðja nýnemann í að ná árangri í náminu sem hann hefur valið sér og stuðla að vellíðan hans í háskólasamfélaginu. Það getur tekið tíma að aðlagast nýju námsumhverfi og aðstæðum, einhverjir eru að flytja að heiman í fyrsta skipti eða flytja á milli landshluta. Það er margt sem nýir nemendur geta gert til að þessi tímamót fari sem best af stað, námslega, félagslega og ekki síst persónulega. Það skiptir máli að gefa sér tíma til að venjast nýju umhverfi og aðlagast því en það er ekki síður mikilvægt að vera þátttakandi í háskólasamfélaginu og grípa tækifærin sem þar gefast til að ná árangri og settum markmiðum. Allir þessir þættir geta haft ómæld áhrif á ánægju nemenda og árangur í háskólanáminu. Við Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands starfa sérfræðingar sem þekkja hvaða þjónusta og úrræði henta nemendum. Þeir leggja sitt af mörkum til að styðja og styrkja nemendur frá upphafi náms til námsloka. Þjónustan er þríþætt, ráðgjöf sem lýtur að háskólanámi, s.s. varðandi námsval og vinnubrögð í háskólanámi, starfsráðgjöf sem felst í því að aðstoða nemendur við að byggja brú yfir í atvinnulífið, undirbúa þátttöku á vinnumarkaði og skapa sér starfstækifæri og svo þjónusta er snýr að sértækum námsrúrræðum og sálfræðiráðgjöf. Háskóli Íslands hefur nýlega lagt sérstaka áherslu á að styrkja enn frekar sálfræðiþjónustu fyrir nemendur og er skólinn stoltur af því framtaki. Vert er að geta þess að fram undan eru Nýnemadagar Háskóla Íslands frá 3. til 7. september og hvetjum við alla nýnema til að taka þátt í þeim. Dagarnir einkennast af fjölbreyttri dagskrá, s.s. kynningum á margvíslegri þjónustu fyrir nemendur, hagsmunamálum þeirra og auðugu félagslífi, með það að markmiði að auðvelda nemendum að taka fyrstu skrefin innan háskólasamfélagsins. Á Nýnemadögum býðst gott tækifæri til að kynnast nýju námsumhverfi og nýju fólki. Að lokum óskum við öllum nemendum velfarnaðar í námi og leik og bjóðum þá velkomna í Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands.Höfundur er deildarstjóri Náms- og starfsráðgjafar Háskóla Íslands.
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun
Skoðun Hvað geta ungmenni gert fyrir jörðina? Matthildur Þóra Skúladóttir,Guðmundur Ingi Valgeirsson skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur og sveitarfélög – ekki er allt sem sýnist Helgi Már Jósepsson,Tina Paic skrifar
Skoðun Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar
Skoðun Björn veit að þekking þrífst í samfélagi, ekki í einangrun Magnea Rut Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Samskipti: Lykillinn að vellíðan og árangri í vinnuumhverfi Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Davíð og Golíat, hugrekki og berskjöldun Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegt samstarf er forsenda öruggra landamæra Jón Pétur Jónsson,Íris Björg Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélag á tímamótum - Silja Bára sem næsti rektor HÍ Berglind Rós Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna styð ég Magnús Karl í kjöri til rektors Háskóla Íslands? Ingileif Jónsdóttir skrifar
Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir framtíð Háskóla Íslands Kristín Jónsdóttir,Þórdís Jóna Sigurðardóttir Skoðun
Græðgin, vísindin og spilakassarnir Kristján Jónasson,Alma Hafsteinsdóttir,Steinn Guðmundsson,Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun