Bandaríkin ætla að hætta fjárstuðningi við palestínska flóttamenn Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 12:10 Skóli sem UNRWA rekur fyrir flóttamenn á Vesturbakkanum. Stofnunin rekur hundruð skóla fyrir um hálfa milljón nemenda. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur ákveðið að hætta að taka þátt í aðstoð Sameinuðu þjóðanna við palestínska flóttamenn. Þá er hún sögð vilja kollvarpa skilgreiningu á hverjir teljist palestínskir flóttamenn. Bandaríkin hafa verið stærsti einstaki fjárhaglegi bakhjarl flóttamannaaðstoðarinnar.Washington Post segir að ríkisstjórnin ætla að tilkynna um þetta á næstu vikum. Hún ætli sér að gagnrýna hvernig Palestínuflóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) ver fjármunum og krefjast þess að þeim sem teljast palestínskir flóttamenn verði fækkað úr um fimm milljónum í innan við tíunda hluta þess fjölda. Með því að telja aðeins þá sem voru lifandi þegar stofnunin var stofnuð árið 1948 sem flóttamenn myndi þeim Palestínumönnum sem ættu rétt á að snúa aftur til landsvæða sem Ísraelsmenn hafa lagt undir sig fækka verulega. Samkvæmt núverandi skilgreiningu Sameinuðu þjóðanna teljast afkomendur þeirra sem voru reknir af landsvæðum sínum einnig flóttamenn. Bandaríska blaðið segir að öryggis- og utanríkismálasérfræðinga, þar á meðal í Ísrael, hafi varað við því að mannúðarástandi á svæðum Palestínumanna myndi aðeins versna ef fjárveitingar til UNRWA yrðu skornar niður og þess krafist að þeim sem hafa stöðu flóttamanna verði fækkað. Réttur palestínskra flóttamanna til að snúa aftur hefur verið eitt af helstu bitbeinum friðarviðræðna Ísraela og Palestínumanna undanfarna áratugi.Myndi kippa fótunum undan stofnuninni Rúmlega fimm milljónir manna eiga rétt á aðstoð Palestínuflóttamannastofnunarinnar á landsvæðum Palestínumanna, í Jórdaníu, Sýrlandi og Líbanon. Hún rekur meðal annars 692 skóla fyrir um hálfa milljón nemenda og 143 heilsugæslustöðvar sem fá á bilinu níu til tíu milljón heimsóknir á ári. Stofnunin reiðir sig algerlega á frjáls framlög frá aðildarríkjunum. Bandaríkin lögðu stofnuninni til 360 milljónir dollara árið 2016. Það er ríflega þriðjungur af heildarframlögum til hennar. Hættu Bandaríkin að styrkja UNRWA væri því rekstrargrundvelli stofnunarinnar kippt undan henni nema önnur ríki hlypu undir bagga. Trump-stjórnin stóð í stappi við Sameinuðu þjóðirnar seint á síðasta ári í kjölfar þess að hún ákvað að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti þá ályktun sem var beint gegn ákvörðun Bandaríkjanna. Jared Kushner, tengdasonur Trumps forseta, er nú sagður vinna að nýrri friðaráætlun fyrir Ísrael og Palestínu. Fulltrúar Palestínumanna hafa hins vegar neitað að ræða við bandaríska embættismenn frá því að Bandaríkin viðurkenndu Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels.
Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00 Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36 Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36 Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35 Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Sjá meira
Bandaríkin munu ekki gleyma árás allsherjarþingsins Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ályktaði gegn ákvörðun Bandaríkjaforseta um sendiráðsflutninga til Jerúsalem. Bandaríkjamenn hóta því að skera á fjárstuðning og Ísraelar segja þingið lygasamkundu. 22. desember 2017 07:00
Drög að ályktun Öryggisráðs SÞ: Ákvörðun Trumps hafi ekkert lagalegt gildi Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kjósa um stöðu Jerúsalem snemma í vikunni. 16. desember 2017 20:36
Allsherjarþing SÞ um Jerúsalem: Ísland hluti af yfirgnæfandi meirihluta gegn Bandaríkjunum 128 af 193 ríkjum sem eiga sæti á allsherjarþingi SÞ greiddu atkvæði með tillögu gegn ákvörðun Bandaríkjastjórnar. Aðeins níu greiddu atkvæði gegn henni þrátt fyrir hótanir Trump Bandaríkjaforseta. 21. desember 2017 17:36
Trump hótar að hætta fjárstuðningi við Palestínumenn Bandaríkjaforseti notar fjárframlög til alþjóðlegrar stofnunar sem aðstoðar Palestínumanna til að neyða þá að samningaborðinu. 25. janúar 2018 19:35
Trump hótar ríkjum sem þiggja þróunaraðstoð frá Bandaríkjunum „Leyfum þeim að greiða atkvæði gegn okkur. Við munum spara mikið. Okkur er sama,“ segir Bandaríkjaforseti sem ætlar að fylgjast grannt með hvernig ríki greiða atkvæði í allsherjarþingi SÞ á morgun. 20. desember 2017 18:43