Bandaríkjaforseti níðir Watergate-blaðamann og sakar NBC um fölsun Kjartan Kjartansson skrifar 30. ágúst 2018 12:13 Carl Bernstein skrifaði ítarlega um Watergate-málið á sínum tíma ásamt félaga sínum Bob Woodward á Washington Post. Vísir/EPA Bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta beinist nú að Carl Bernstein, öðrum blaðamannanna sem helst hefur verið eignaður heiður af því að varpa ljósi á Watergate-hneykslið. Sakar forsetinn hann um „hroðvirkni“ vegna fréttar CNN um umtalaðan fund framboðs hans með Rússum. Forsetinn heldur því einnig fram að NBC hafi átt við þýðingarmikið sjónvarpsviðtal við sig í fyrra. Trump hefur farið mikinn á Twitter síðustu sólahringa vegna fréttar CNN-fréttastöðvarinnar frá því í síðasta mánuði um að hann hafi mögulega vitað af fundi sem sonur hans, tengdasonur og þáverandi kosningastjóri áttu með Rússum í Trump-turninum sumarið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Lanny Davis, lögmaður Michaels Cohen, fyrrverandi persónulegs lögmanns Trump, hafði gefið í skyn að Cohen gæti gefið upplýsingar um að Trump hefði vitað af fundinum fyrirfram, þvert á það sem forsetinn hefur fullyrt. Davis hefur síðan dregið í land. CNN hefur engu að síður sagst standa með upphaflegri frétt sinni. Í henni hafi ekki verið fullyrt að Trump hafi vitað af fundinum heldur aðeins að Cohen hefði sagt saksóknurum að hann hafi vitað til þess. Davis hafi ekki verið eini heimildarmaðurinn sem fréttin byggði á. Málið hefur verið Trump efniviður í áframhaldandi árásir á CNN og fjölmiðla í heild sem hann hefur ítrekað kallað „þjóðníðinga“. Kallaði Trump meðal annars eftir því að Jeff Zucker, forseti CNN, yrði rekinn í einu tísta sinna í dag. „CNN er að rifna í sundur innan frá vegna þess að þeir voru gripnir í meiriháttar lygi og neita að viðurkenna mistök. Hroðvirknislegi [Carl Bernstein], maður sem lifir í fortíðinni og hugsar eins og úrkynjað flón, skáldar upp frétt eftir frétt, er aðhlátursefni um allt land! Falsfréttir,“ tísti Trump í gær.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bernstein var einn þeirra sem voru skrifaðir fyrir frétt CNN. Hann er þekktastur fyrir að hafa fjallað um Watergate-hneykslið fyrir Washington Post á 8. áratug síðustu aldar. Hneykslið leiddi til þess að Nixon sagði af sér. Blaðamaðurinn tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og sagðist hafa helgað sig því að varpa ljósi á sannleikann í tíð ríkisstjórna beggja flokka. „Engar háðsglósur munu draga úr skuldbindingu minni við það markmið sem er grundvallarhlutverk frjálsra fjölmiðla. CNN stendur við frétt sína og ég stend við fréttaskrif mín,“ tísti Bernstein á móti..@realdonaIdtrump- I have spent my life as a journalist bringing the truth to light, through administrations of both parties. No taunt will diminish my commitment to that mission, which is the essential role of a free press. @CNN stands by its story, and I stand by my reporting.— Carl Bernstein (@carlbernstein) August 30, 2018 Forsetinn hélt áfram að láta móðan mása gegn fjölmiðlum í morgun og virtist gefa í skyn að NBC-sjónvarpsstöðin hefði átt við viðtal við hann sem var tekið skömmu eftir að hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra án þess þó að nefna neinar sannanir því til stuðnings. Í viðtalinu við fréttamanninn Lester Holt viðurkenndi Trump að raunverulega ástæðan fyrir því að hann rak Comey hafi verið Rússarannsókn FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump tísti í morgun um að NBC væri versti fjölmiðillinn á eftir CNN. „Þegar Lester Holt var gripinn við að eiga við upptökuna mína um Rússland þá særðust þeir illa!“ skrifaði forsetinn.What's going on at @CNN is happening, to different degrees, at other networks - with @NBCNews being the worst. The good news is that Andy Lack(y) is about to be fired(?) for incompetence, and much worse. When Lester Holt got caught fudging my tape on Russia, they were hurt badly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2018 NBC hefur enn ekki brugðist við ásökunum Bandaríkjaforseta.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hluta af viðtali Holt við Trump í fyrra þar sem forsetinn segist hafa haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
Bræði Donalds Trump Bandaríkjaforseta beinist nú að Carl Bernstein, öðrum blaðamannanna sem helst hefur verið eignaður heiður af því að varpa ljósi á Watergate-hneykslið. Sakar forsetinn hann um „hroðvirkni“ vegna fréttar CNN um umtalaðan fund framboðs hans með Rússum. Forsetinn heldur því einnig fram að NBC hafi átt við þýðingarmikið sjónvarpsviðtal við sig í fyrra. Trump hefur farið mikinn á Twitter síðustu sólahringa vegna fréttar CNN-fréttastöðvarinnar frá því í síðasta mánuði um að hann hafi mögulega vitað af fundi sem sonur hans, tengdasonur og þáverandi kosningastjóri áttu með Rússum í Trump-turninum sumarið 2016. Þeim hafði verið lofað skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda demókrata. Lanny Davis, lögmaður Michaels Cohen, fyrrverandi persónulegs lögmanns Trump, hafði gefið í skyn að Cohen gæti gefið upplýsingar um að Trump hefði vitað af fundinum fyrirfram, þvert á það sem forsetinn hefur fullyrt. Davis hefur síðan dregið í land. CNN hefur engu að síður sagst standa með upphaflegri frétt sinni. Í henni hafi ekki verið fullyrt að Trump hafi vitað af fundinum heldur aðeins að Cohen hefði sagt saksóknurum að hann hafi vitað til þess. Davis hafi ekki verið eini heimildarmaðurinn sem fréttin byggði á. Málið hefur verið Trump efniviður í áframhaldandi árásir á CNN og fjölmiðla í heild sem hann hefur ítrekað kallað „þjóðníðinga“. Kallaði Trump meðal annars eftir því að Jeff Zucker, forseti CNN, yrði rekinn í einu tísta sinna í dag. „CNN er að rifna í sundur innan frá vegna þess að þeir voru gripnir í meiriháttar lygi og neita að viðurkenna mistök. Hroðvirknislegi [Carl Bernstein], maður sem lifir í fortíðinni og hugsar eins og úrkynjað flón, skáldar upp frétt eftir frétt, er aðhlátursefni um allt land! Falsfréttir,“ tísti Trump í gær.CNN is being torn apart from within based on their being caught in a major lie and refusing to admit the mistake. Sloppy @carlbernstein, a man who lives in the past and thinks like a degenerate fool, making up story after story, is being laughed at all over the country! Fake News— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 29, 2018 Bernstein var einn þeirra sem voru skrifaðir fyrir frétt CNN. Hann er þekktastur fyrir að hafa fjallað um Watergate-hneykslið fyrir Washington Post á 8. áratug síðustu aldar. Hneykslið leiddi til þess að Nixon sagði af sér. Blaðamaðurinn tók gagnrýni forsetans ekki þegjandi og sagðist hafa helgað sig því að varpa ljósi á sannleikann í tíð ríkisstjórna beggja flokka. „Engar háðsglósur munu draga úr skuldbindingu minni við það markmið sem er grundvallarhlutverk frjálsra fjölmiðla. CNN stendur við frétt sína og ég stend við fréttaskrif mín,“ tísti Bernstein á móti..@realdonaIdtrump- I have spent my life as a journalist bringing the truth to light, through administrations of both parties. No taunt will diminish my commitment to that mission, which is the essential role of a free press. @CNN stands by its story, and I stand by my reporting.— Carl Bernstein (@carlbernstein) August 30, 2018 Forsetinn hélt áfram að láta móðan mása gegn fjölmiðlum í morgun og virtist gefa í skyn að NBC-sjónvarpsstöðin hefði átt við viðtal við hann sem var tekið skömmu eftir að hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, í fyrra án þess þó að nefna neinar sannanir því til stuðnings. Í viðtalinu við fréttamanninn Lester Holt viðurkenndi Trump að raunverulega ástæðan fyrir því að hann rak Comey hafi verið Rússarannsókn FBI. Rannsóknin beinist að því hvort að forsetaframboð Trump hafi átt í samráði við Rússa fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Trump tísti í morgun um að NBC væri versti fjölmiðillinn á eftir CNN. „Þegar Lester Holt var gripinn við að eiga við upptökuna mína um Rússland þá særðust þeir illa!“ skrifaði forsetinn.What's going on at @CNN is happening, to different degrees, at other networks - with @NBCNews being the worst. The good news is that Andy Lack(y) is about to be fired(?) for incompetence, and much worse. When Lester Holt got caught fudging my tape on Russia, they were hurt badly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 30, 2018 NBC hefur enn ekki brugðist við ásökunum Bandaríkjaforseta.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá hluta af viðtali Holt við Trump í fyrra þar sem forsetinn segist hafa haft Rússarannsóknina í huga þegar hann rak Comey.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Sjá meira
CNN stendur við frétt um fundinn í Trump-turni Gagnrýnendur CNN, og þar á meðal Donald Trump sjálfur, hafa brugðist reiðir við. 29. ágúst 2018 23:30