Bandarísk stjórnvöld ræddu valdarán við yfirmenn venesúelska hersins Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. september 2018 17:00 Ríkisstjórn Donalds Trump átti í viðræðum við yfirmenn innan venesúelska hersins um mögulegt valdarán í landinu. Vísir/Getty Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“ Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Ríkistjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur á síðasta árinu verið í samskiptum við háttsetta aðila innan vensúelska hersins varðandi mögulega tilraun til þess að steypa forseta Venesúela, Nicolás Maduro, af stóli. Þetta hefur New York Times eftir starfsmönnum innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna og fyrrverandi yfirmanni innan venesúelska hersins í ítarlegri skýrslu um málið. „Þetta mun lenda eins og sprengja á svæðinu,“ sagði Mari Carmen Aponte, sem var yfir utanríkismálum Bandaríkjanna í rómönsku Ameríku á síðustu mánuðum stjórnartíðar Baracks Obama, og átti þá við rómönsku Ameríku sem heild, en Bandaríkin hafa í gegnum tíðina oft stutt og jafnvel skipulagt valdarán og kollvarpanir hinna ýmsu leiðtoga á svæðinu, til að mynda í Síle, Brasilíu og Níkaragva. Eitt frægasta dæmið um afskipti Bandaríkjanna af heimshlutanum er valdaránið í Gvatemala árið 1954, sem var meðal annars skipulagt af leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA. Þrátt fyrir að leiðtogar nágrannaríkja Venesúela séu margir hverjir sammála um að Maduro sé í auknum mæli farinn að sýna einræðistilburði þá verður, í ljósi sögunnar, að teljast ólíklegt að hvers konar valdaránstilraun studd af Bandaríkjunum hefði notið stuðnings í þessum heimshluta.Nicolás Maduro, forseti Venesúela, hefur í auknum mæli sýnt af sér einræðistilburði og vakið ugg hjá leiðtogum nágrannaþjóða sinna.Vísir/GettyÍ fréttaskýringu New York Times kemur einnig fram að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi að lokum ákveðið að styðja ekki við bakið á venesúelskum uppreisnarseggjum en samskipti á milli aðilana gætu dregið dilk á eftir sér, bæði fyrir Bandaríkjastjórn og andstæðinga Maduro. Maduro hefur lengi haldið því fram að stjórnmálamenn í Washington vilji hann úr embætti og nýjustu upplýsingar benda til þess að einhver fótur sé fyrir fullyrðingum forsetans. Þá telja margir að Maduro muni geta nýtt sér málið til þess að draga úr mótstöðu annarra þjóðarleiðtoga í rómönsku Ameríku sem margir hverjir hafa staðið sameinaðir í andstöðu sinni gegn forsetanum. Hvíta húsið hefur neitað að svara ítarlegum spurningum um málið, en gaf út yfirlýsingu þar sem kom fram að „mikilvægt væri að eiga samtal við alla Venesúelamenn sem sýna fram á að þeir vilji lýðræði, til þess að ná fram jákvæðum breytingum í landi sem hefur þjáðst mikið undir Maduro.“
Bandaríkin Brasilía Chile Venesúela Tengdar fréttir Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24 Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44 Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25 Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Sjá meira
Maduro slapp undan drónaárás Forseti Venesúela var að halda ræðu, sem sýnd var í beinni útsendingu, þegar sprengja sprakk. 4. ágúst 2018 23:24
Lýsa yfir ábyrgð á tilræðinu á hendur Maduro Hópur hefur lýst yfir ábyrgð á misheppnaðari morðtilraun á forseta Venesúela. 5. ágúst 2018 09:44
Ríkisstjórn Maduro herjar á stjórnarandstöðuna Þingmaður stjórnarandstöðunnar í Venesúela hefur verið handtekinn og handtökuskipun hefur verið gefin út gagnvart öðrum sem er í útlegð. 8. ágúst 2018 22:25
Sex handteknir í tengslum við tilræðið á hendur Maduro Sex hafa verið handteknir í tengslum við misheppnað morðtilræði á Nicolas Maduro, forseta Venesúela. Þetta segir innanríkisráðherra Venesúela, Nestor Reverol. 5. ágúst 2018 22:05