Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Kjartan Kjartansson skrifar 6. september 2018 17:41 Aðskilnaður barna frá foreldrum sínum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna olli miklum mótmælum í sumar. Trump-stjórnin vill nú leysa málið með því að fá heimild til að loka börnin inni með foreldrum sínum ótímabundið. Vísir/EPA Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Innflytjendayfirvöld í Bandaríkjunum fá að halda börnum ótímabundið í innflytjendafangelsum með foreldrum sínum samkvæmt tillögu um breytingar á reglum sem ríkisstjórn Donalds Trump forseta kynnti í dag. Nær öruggt er talið að reglubreytingin komi til kasta dómstóla. Tillaga heimavarnar- og heilbrigðisráðuneytanna felur í sér að alríkisstjórnin rifti sátt sem gerð fyrir fyrir rúmum tuttugu árum um meðferð á börnum fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Með henni hefur innflytjendayfirvöldum verið óheimilt að halda börnunum lengur en í tuttugu daga. Nýju reglurnar þýða að hægt verður að halda börnunum lengur með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum, að sögn Washington Post. Þannig gætu yfirvöld haldið börnunum þar til mál þeirra hafa verið til lykta leidd fyrir dómstólum. Ríkisstjórn Trump varð harðlega gagnrýnd í sumar fyrir að hafa skilið þúsundir barna frá foreldrum sem höfðu komið ólöglega til Bandaríkjanna. Markmiðið var að fæla fólk frá því að reyna að komast inn í landið. Í mörgum tilfellum voru foreldrar sendir til heimalanda sinna án barnanna. Svo hávær voru mótmælin að stjórnin hættu þeirri stefnu sinni. Heimavarnarráðuneytið fullyrðir að nýju reglurnar grafi ekki undan réttindum sem börnin nutu áður. Kirstjen Nielsen, heimavarnarráðherran, segir að með reglunum sé lokað á lagalegar smugur sem komu í veg fyrir að ráðuneytið gæti handtekið og vísað úr landi fjölskyldum sem ættu ekki rétt á að vera áfram í Bandaríkjunum. Washington Post segir að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir því að halda fjölskyldum í varðhaldi sé að tryggja að þær mæti fyrir innflytjendadómstóla. Svo löng bið er hins vegar eftir að mál séu tekin fyrir þar að nýju reglurnar gætu þýtt að fjölskyldum verði haldið föngnum svo mánuðum skiptir.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24 Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37 Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36 Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Sjá meira
Hrakin út af mexíkóskum veitingastað eftir að hafa komið aðskilnaðarstefnunni í framkvæmd Sem heimavarnarmálaráðherra framfylgdi Nielsen aðskilnaðarstefnu Bandaríkjastjórnar í innflytjendamálum, þ.e. að aðskilja börn ólöglegra innflytjenda frá foreldrum sínum við landamærin milli Bandaríkjanna og Mexíkó. 20. júní 2018 15:24
Trump bannar aðskilnað barna frá foreldrum sínum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur skrifað undir tilskipun sem stöðvar aðskilnað barna frá foreldrum sínum við landamæri landsins. 20. júní 2018 19:37
Trump ætlar að „skrifa undir eitthvað“ varðandi aðskilnað barna frá foreldrum sínum Heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, Kirstjen Nielsen, hefur unnið drög að tilskipun um að börn verði ekki aðskilin frá foreldrum sínum. 20. júní 2018 16:36
Óvíst hvað verður um börnin Það er alls óvíst hvað verður um þau 2.300 börn sem yfirvöld skildu frá foreldrum sínum á síðustu vikum. 21. júní 2018 11:33