Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi Samúel Karl Ólason skrifar 19. september 2018 15:49 Andrzej Duda og Donald Trump í Hvíta húsinu í gær. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma. Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi. Pólverjar hafa um árabil kallað eftir því að bandarískum hermönnum verði fjölgað þar í landi til að sporna við Rússum. Á fundi forsetanna í Washington DC í gær sagði Andrzej Duda, forseti Póllands, að hann vonaðist til þess að ný herstöð Bandaríkjanna í Póllandi yrði nefnt Trump-virki (e. Fort Trump). Trump sjálfur virðist hafa tekið vel í uppástunguna. Hann sagðist taka hugmyndina alvarlega og fagnaði því að ríkisstjórn Póllands væri tilbúið til að leggja mikla fjármuni til byggingar herstöðvarinnar. Pólverjar hafa boðist til þess að verja tveimur milljónum dala til verkefnisins. Þá sagði Trump að honum væri næstum því jafn mikið annt um öryggi Póllands og Duda. þar að auki sagðist Trump sammála Duda um að nágrönnum Rússa stafaði ógn af þeim. „Ég held að Rússar hafi hagað sér með ógnandi hætti. Ég stend með forsetanum. Ég hugsa að það sé rétt,“ sagði Trump, samkvæmt Politico.Politico bendir á að einhverjir af bandamönnum Bandaríkjanna innan Atlantshafsbandalagsins telji nýja herstöð og fleiri hermenn í Póllandi óþarfa og jafnvel verði þar farið fram með offorsi gagnvart Rússum. Þingmenn Bandaríkjanna hafa sömuleiðis margir hverjir verið mótfallnir hugmyndinni og hafa bent á að tveir milljarðar séu dropi í hafið þegar komi að því að reka stöð sem þessa til langs tíma. Sömuleiðis hefur tilgangur slíkrar herstöðvar verið dreginn í efa með tilliti til þróunar hernaðar á undanförnum áratugum. Mark Hertling, fyrrverandi hershöfðingi Bandaríkjanna, sem var yfir herafla ríkisins í Evrópu á árum áður, sagði Pólverja hafa varpað hugmyndinni um nýja herstöð og hermenn fram í hvert sinn sem hann ferðaðist þangað. Hugmyndinni hafi ávalt fylgt leiðir um hvernig Pólverjar gætu komist til móts við Bandaríkin. Hann tísti um málið í dag og sagði nýjustu vendingar af málinu sniðugar af hálfu Pólverja. Það að nefna herstöðina Trump-virki hentað vel fyrir þann eina sem tillagan væri sniðin að. Hann sagði hugmyndina sjálfa þó slæma.
Bandaríkin Donald Trump Pólland Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira