Guðmundur svarar fyrir sig Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 12:56 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, segir það rangt að hann hafi verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor. Þá sé ekki lengur til skoðunar hvort tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað við kaup Brims á Ögurvík árið 2016. Þetta kemur fram í tilkynningu Guðmundar vegna fréttar Fréttablaðsins í morgun um athugun Samkeppniseftirlitsins á kaupum Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda hf.Í fréttinni kom fram að Samkeppniseftirlitið gerði fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar, aðaleiganda Brims og HB Granda. Væri frummat stofnunarinnar á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eru athugasemdirnar fjórar raktar lið fyrir lið en Guðmundur vildi ekki tjá sig við Fréttablaðið þegar eftir því var leitað. Hann svarar hins vegar fyrir atriðin fjögur í tilkynningunni. „Samkeppniseftirlitið hefur kaup Brims hf. á hlutabréfum í HB Granda í athugun og sendi félögunum af því tilefni erindi í júlí á þessu ári. Þar kemur fram að Samkeppniseftirlitið skoðar fjögur atriði,“ segir Guðmundur. „Í fyrsta lagi hvort tilkynningarskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. eignaðist þann 4.maí 34% hlut í HB Granda. Það er enn í skoðun. Í öðru lagi hvort það standist 10.gr. samkeppnislaga að aðaleigandi Brims hf. sé forstjóri HB Granda. Það er enn í skoðun. Í þriðja lagi hvort að stjórnarseta aðaleigandi Brims hf. í stjórn Vinnslustöðvarinnar brjóti gegn 10.gr. samkeppnislaga. Það er rangt að Guðmundur Kristjánsson hafi í vor verið í stjórn Vinnslustöðvarinnar og þarfnast því ekki frekari skoðunar. Í fjórða lagi er athugað hvort að tilkynningaskyldur samruni hafi átt sér stað þegar Brim hf. keypti allt hlutafé í Ögurvík árið 2016. Samskipti áttu sér stað við Samkeppniseftirlitið á þeim tíma og var það sameiginleg niðurstaða þá að þessi viðskipti væru ekki tilkynningaskyld og er það atriði ekki lengur til skoðunar.“ Guðmundur rifjar upp ummæli sín í Morgunblaðinu í júlí þess efnis að eðlilegt væri að eftirlitsstofnanir fylgdust með viðskiptalífinu. Hann sé enn þeirrar skoðunar. Þá skýtur hann á Fréttablaðið og vill meina að lögmaður meirihlutaeiganda Vinnslustöðvarinnar, Einar Þór Sverrisson, sitji beggja vegna borðsins. „En vegna forsíðufréttar Fréttablaðsins má geta þessa að stjórnarformaður Fréttablaðsins er einnig lögmaður meirihlutaeigenda Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hf. og varaformaður stjórnar VSV.“ Guðmundur hefur eldað grátt silfur við meirihlutaeigendur í Vinnslustöðinni. Í gær var svo greint frá því að hann hefði selt hlut sinn í Vinnslustöðinni til FISK Seafood, útgerðarhluta og stærsta dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga, á 9,4 milljarða króna.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00 Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Rafmagnað fyrsta stefnumót við Nissan Ariya Samstarf Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða "alvarleg brot“ á samkeppnislögum. 19. september 2018 06:00