Guðmundur mögulega sekur um „alvarleg brot“ á samkeppnislögum Helgi Vífill Júliusson skrifar 19. september 2018 06:00 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. Fréttablaðið/Anton Brink Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
Samkeppniseftirlitið segir í frummati að það kunni að brjóta samkeppnislög að Guðmundur Kristjánsson, aðaleigandi útgerðarinnar Brims, skuli hafa tekið við stjórnartaumum HB Granda. Stofnunin lítur það sömu augum að hann skuli hafa setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar á sama tíma og hann stýrði Brimi. Fyrirtækin stunda útflutning, um 98 prósent af íslensku sjávarfangi eru seld erlendis. Samkeppniseftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, og segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist sé um að ræða „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Fram kemur í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, að sú staða að aðaleigandi Brims sé forstjóri HB Granda kunni að leiða til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við sem forstjóri HB Granda í júní eftir kaup á kjölfestu hlut í fyrirtækinu vor. Stofnunin rifjar upp að í Fréttablaðinu hafi komið fram að hann hafi áhuga á að auka samstarf á milli útgerðanna tveggja og að einkum sé horft til sölu- og markaðsmála í þeim efnum. Auk þess er sagt í bréfinu að sú staða að aðaleigandi Brims sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar, en hann átti þriðjungshlut í fyrirtækinu þar til í gær, kunni að leiða til samkeppnisbrota. Samkvæmt tilkynningu til Ríkisskattstjóra hefur Guðmundur ekki setið í stjórn Vinnslustöðvarinnar frá 10. apríl þegar blásið var til aðalfundar. Bréfið sem Markaðurinn hefur undir höndum er dagsett 6. júlí. Samkeppniseftirlitið segir að það sé varhugavert í samkeppnislegu tilliti að sami aðili, sem eigi allt hlutafé í einu félagi, sé á sama tíma forstjóri félags á sama markaði og stjórnarmaður í því þriðja. Guðmundur vildi ekki tjá sig við Markaðinn þegar eftir því var leitað.Guðmundur er aðaleigandi Brims og HB Granda.Fréttablaðið/eyþórHvorki tilkynnt um kaup á Ögurvík né HB Granda Enn fremur telur Samkeppniseftirlitið að tilkynningarskyldur samruni kunni að hafa átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda. Hann hafi ekki verið tilkynntur til Samkeppniseftirlitsins og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda. Sömuleiðis kunni tilkynningarskyldur samruni að hafa átt sér stað sumarið 2016 þegar Brim eignaðist Ögurvík. Sá mögulegi samruni, eins og eftirlitið orðar það, hafi ekki verið tilkynntur og virðist hafa komið þegar í stað til framkvæmda.Samkeppniseftirlitið segir í bréfinu að það fái ekki betur séð en að HB Grandi, Brim, Vinnslustöðin og Ögurvík séu „keppinautar í skilningi samkeppnislaga“. Kallað var eftir viðbrögðum frá fyrrnefndum fyrirtækjum. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, benti á í grein í Fréttablaðinu að 98 prósent af íslensku sjávarfangi séu seld á erlenda markaði.Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.Fréttablaðið/AntonAfla frekari upplýsinga Páll Gunnar Pálsson, framkvæmdastjóri Samkeppniseftirlitsins, segir við Markaðinn að málinu sé ólokið. „Í framhaldi af framkomnum sjónarmiðum er Samkeppniseftirlitið að afla frekari upplýsinga. Niðurstaða í málinu liggur því ekki fyrir.“ Vakin er athygli á því í bréfinu að um samruna geti verið að ræða þrátt fyrir að fyrirtæki eignist ekki meirihluta í öðru fyrirtæki. Aðal atriðið sé að meta hvort kaupin leiði til yfirráða í öðru fyrirtæki. „Ef kaupandi kemst í þá stöðu að geta tekið mikilvægar ákvarðanir innan viðkomandi fyrirtækis getur það gefið skýrt til kynna að yfirráð í skilningi samkeppnislaga hafi myndast og þar með hafi samruni átt sér stað,“ segir Samkeppniseftirlitið. Framkvæmd samruna geti falist í því að sá sem hefur öðlast yfirráð yfir fyrirtæki sest í stjórn þess og knýi fram breytingar. „Af þessu leiðir óhjákvæmilega að það er a.m.k. mikil lagaleg áhætta fólgin í því ef fyrirtæki (eða eigandi þess) á fulltrúa í stjórn eða stjórnu
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51 Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55 Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18 Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Sjá meira
HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða HB Grandi hf. hefur gert samning um kaup á öllu hlutafé útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Seljandinn er útgerðarfélagið Brim. 7. september 2018 16:51
Hagnaður Brims 1,9 milljarðar Brim, útgerðarfélag bræðranna Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona, hagnaðist um 1.915 milljónir króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi. 22. ágúst 2018 05:55
Vilhjálmur hættir sem forstjóri HB Granda og Guðmundur tekur við Meirihluti stjórnar HB Granda ákvað á fundi í dag að ganga til samninga við Vilhjálm Vilhjálmsson, forstjóra, um starfslok hans hjá félaginu 21. júní 2018 16:18