Bílabylting Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. september 2018 07:00 Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Losun gróðurhúsalofttegunda vegna bruna jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum jókst um 75 prósent á tímabilinu frá 1990 til 2016, og útlit er fyrir að losunin muni halda áfram að aukast á næstu misserum með aukinni umferð. Losun frá vegasamgöngum er um 32 prósent af þeirri losun sem fellur undir beina ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það kemur því ekki á óvart að rík áhersla sé lögð á þátt samgangna í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Áhersla á vegasamgöngur er jafnframt heppileg leið til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda með skjótum hætti. Með þjóðarátaki geta orkuskipti í samgöngum átt sér stað á stuttum tíma. Slík bylting mun ekki aðeins hjálpa okkur í því markmiði að standast alþjóðlegar skuldbindingar, heldur munu þær borga sig með beinum hætti fyrir íslenskt samfélag. Yfir 80 prósent af svifryki má rekja með beinum hætti til bílaumferðar. Svifryk er að mestu samansett úr sóti og malbiksryki. Sót, sem er um 30 prósent af innihaldi svifryks, er skammlífur loftslagsáhrifavaldur og er aðeins í andrúmsloftinu í örfáa daga. Sót er í raun margslungið fyrirbæri og vísindamönnum hefur aðeins nýlega tekist að varpa ljósi á hvernig það myndast. Eitt höfum við þó vitað árum saman. Sót er skaðlegt heilsu manna, svo um munar. Sterkar vísbendingar eru um orsakasamhengi milli bæði skammtíma og langtíma áhrifa sóts og svifryks á heilsu manna. Þessar smáu agnir hafa verið tengdar við hjarta- og æðasjúkdóma, astma, óreglulegan hjartslátt, minni lungnavirkni og ótímabæran dauða einstaklinga með hjarta- og lungnasjúkdóma. Sót inniheldur PAH-efnasambönd sem vitað er að eru krabbameinsvaldandi. Vísindamenn í Frakklandi sýndu á dögunum fram á það að sót getur ratað í fylgjur ófæddra barna en fyrri rannsóknir hafa gefið til kynna að fóstur geta orðið fyrir váhrifum af völdum svifryks og leitt til ótímabærrar fæðingar, minni fæðingarþyngdar, ungbarnadauða og öndunarfærasjúkdóma. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur skilgreint loftmengun sem eitt mesta umhverfisvandamál okkar tíma. Góðu fréttirnar í öllu þessu eru auðvitað þær að þetta er viðráðanlegt vandamál, svo lengi sem við erum reiðubúin að horfast í augu við vandann. Verkefni sem nauðsynlegt er að ráðast í eru nánast án undantekninga aðgerðir sem koma til með að bæta líf okkar. Þetta eru verkefni eins og þétting byggðar í gegnum aðalskipulag, efling almenningssamgangna sem knúnar eru af eins vistvænum orkugjöfum og kostur er á, aukin áhersla á gönguleiðir og hjólreiðastíga, en um fram allt felur þetta verkefni í sér að takmarka útblástur frá samgöngum og um leið rannsaka betur umfang og áhrif sóts og malbiksryks á heilsu manna hér á landi. Hin óumflýjanlega samgöngubylting er ekki aðför að einkabílnum, ekki frekar en bann við notkun Freon-22 var aðför að heimilisísskápnum þegar ósonlagið tók að þynnast. Þetta snýst um það sem þarf að gera, og möguleikana sem fólgnir eru í verkefninu. Þeir sem ekki vilja sjá þau jákvæðu tækifæri sem fólgin eru í þessum breytingum hundsa bæði þann mikla samfélagslega bata sem hlýst af bættum samgönguvenjum og það tækifæri sem þær bera með sér í baráttunni við loftslagsbreytingar.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar