Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 08:00 Björgunarfólk leitar að eftirlifendum í rústum í Baguio á Filippseyjum norður af höfuðborginni Manila. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56