Fyrrverandi kosningastjóri Trump sagður semja við saksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 14. september 2018 11:14 Paul Manafort, þegar hann stýrði framboði Trump. Vísir/Getty Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, er nú sagður ræða við saksóknara Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, um játningarkaup í máli sem varðar peningaþvætti og störf hans fyrir erlendar ríkisstjórnir. Manafort hefur þegar verið sakfelldur í öðru máli fyrir fjársvik.Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildarmönnum sínum að Manafort sé nærri því að ná samkomulagi við saksóknarana. Ekki liggur fyrir hvort að slíkt samkomulag fæli í sér að Manafort veitti sérstaka rannsakandanum upplýsingar sem gætu nýst honum í rannsókninni á meintu samráði forsetaframboðs Trump við Rússar fyrir kosningarnar árið 2016. Réttarhöld í máli gegn Manafort þar sem hann er ákærður fyrir peningaþvætti á fjármunum sem hann fékk fyrir störf fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, og að hafa ekki skráð sig sem málsvara erlends ríkis eiga að hefjast í Washington-borg í þessum mánuði. Nái Manafort samkomulagi um að játa á sig brot gegn vægari refsingu myndi hann forðast önnur réttarhöld. Hann hefur þegar verið sakfelldur fyrir skattalagabrot og að svíkja út bankalán í Virginíu. Fyrir þau brot gæti hann átt átta til tíu ára fangelsi yfir höfði sér en Manafort er 69 ára gamall. Manafort var kosningarstjóri Trump um fimm mánaða skeið en lét af störfum í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá ríkisstjórn Janúkóvitsj sem var höll undir stjórnvöld í Rússlandi. Trump forseti hefur lofað Manafort fyrir að vinna ekki með saksóknurum, ólíkt Michael Cohen, fyrrverandi persónulegum lögmanni forsetans. Miklar vangaveltur hafa verið um að Manafort gæti kosið að hjálpa rannsókn Mueller ekki í þeirri von að Trump náði hann. Rudy Giuliani, lögmaður Trump, neitaði að útiloka þann möguleika við Politico fyrr í vikunni.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Manafort fundinn sekur um átta ákæruliði Paul Manafort, fyrrum kosningastjóri Donald Trump, hefur verið fundinn sekur um átta ákæruliði af þeim átján sem hann var ákærður fyrir. 21. ágúst 2018 21:20
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Samstarfsmaður Manafort játar að hafa starfað á vegum annars ríkis W. Samúel Patten, fyrrverandi samstarfsmaður Paul Manafort, hefur játað fyrir dómi að hafa ekki skráð sig sem útsendara erlendra aðila vegna vinnu hans fyrir úkraínskan stjórnmálaflokk sem er hliðhollur Rússlandi. 31. ágúst 2018 20:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24