Pipar\TBWA og The Engine sameinast Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 14:22 Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA. Aðsend Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis. Vistaskipti Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi. Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“ „Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur. Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni. The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már. Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis.
Vistaskipti Mest lesið Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira