Mál um rekstur Trump fer fyrir dóm Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2018 21:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira
Lögsókn gegn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, mun fara fyrir dóm. 200 þingmenn Demókrataflokksins höfðuðu mál gegn forsetanum og sögðu viðskipti fyrirtækis hans við erlenda embættismenn og ríkisstjórnir brjóta gegn stjórnarskránni. Alríkisdómari hefur nú úrskurðað að málið megi fara fyrir dóm. Lögsóknin byggir á klausu stjórnarskrár Bandaríkjanna um að forseti ríkisins megi ekki taka við fjármunum frá öðrum ríkjum, án leyfis þingsins. Fyrirtæki Trump sem rekur meðal annars hótel í Washington DC, á í stöðugum viðskiptum við embættismenn og ríkisstjórnir annarra ríkja. Þjóðhöfðingjar hafa gist þar vegna funda við forsetann. Trump stendur í nokkrum dómsmálum samkvæmt Washington Post og hafa saksóknarar í Washington DC og Maryland áður höfðað mál vegna greiðslna frá erlendum ríkjum til hótels Trump. Saksóknarar í New York hafa ákært Trump fyrir að misnota góðgerðarsamtök sín og Summer Zervos, sem keppti eitt sinn í raunveruleikaþætti Trump, The Apprentice, hefur höfðað mál gegn honum fyrir meiðyrði.Þar að auki er vert að nefna Rússarannsóknina sem snýr meðal annars að því hvort að framboð Trump hafi veitt Rússum einhvers konar samstarf vegna afskipta þeirra af forsetakosningunum 2016. Dómarinn Emmet G. Sullivan, skrifaði í úrskurði sínum að ef ásakanir Demókratanna reyndust réttar væri forsetinn að þiggja greiðslur erlendis frá án leyfis þingsins. Börn Trump sjá um daglegan rekstur fyrirtækisins en Trump sjálfur á það enn og hagnast af því. Lögfræðingar Trump segja að forsetinn þurfi ekki að biðja þingið um leyfi þar sem ekki sé um beinar greiðslur frá erlendum ríkjum að ræða, að minnsta ekki eins og stofnendur Bandaríkjanna hafi séð greiðslurnar fyrir sér þegar þeir skrifuðu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Þeir höfðu farið fram á að málið yrði fellt niður.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Sjá meira