Sjávarútvegsfyrirtæki vörðu nær helmingi af EBITDA-hagnaði sínum árið 2017 í fjárfestingar samkvæmt sjávarútvegsgagnagrunni Deloitte sem kynntur var á Sjávarútvegsdeginum í Hörpu í gær.
Samantekt Deloitte sýndi að hlutfallið væri hátt í sögulegu samhengi en það má rekja til þess að EBITDA fyrirtækja hafi dregist saman.
Fjárfestingar sjávarútvegsfyrirtækja í varanlegum rekstrarfjármunum námu 20 milljörðum króna á síðasta ári samanborið við 22 milljarða árið 2016. Meðaltal fjárfestinga á tímabilinu 2014 til 2017 nam 24 milljörðum. Hins vegar jókst hlutfall fjárfestinga af EBITDA verulega á milli 2016 og 2017 en það nam 48 prósentum á síðasta ári samanborið við 39 prósent árið 2016.
Í samantekt Deloitte kom fram að EBITDA sjávarútvegsins hefði dregist saman úr 56 milljörðum króna í 40 milljarða á milli ára, eða sem nemur tæpum 29 prósentum. EBITDA-framlegð dróst jafnframt saman í öllum flokkum sjávarútvegsfyrirtækja.
Helmingur fór í fjárfestingar
Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar

Mest lesið


„Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“
Viðskipti innlent

Buffet hættir sem forstjóri við lok árs
Viðskipti erlent


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða
Viðskipti innlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent