Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2018 23:05 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“ Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
Repúblikanar í dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings hafa ráðið kvenkyns lögfræðing til að spyrja Christine Blasey Ford spurninga á fundi nefndarinnar á fimmtudaginn. Ford hefur sakað Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna, um að hafa reynt að nauðga sér þegar þau voru unglingar. Kavanaugh mun einnig bera vitni á nefndarfundinum á fimmtudaginn en hann hefur neitað ásökunum beggja kvennanna sem hafa stigið fram. Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í nefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar. Þeir óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. Þeir hafa ekki viljað opinbera nafn hennar og segja það gert til að tryggja öryggi hennar. Chuck Grassley, formaður nefndarinnar, var spurður hvort einhverjar hótanir hefðu borist og sagðist hann ekki vita til þess. Repúblikanar hafa lagt mikið kapp í að koma Kavanaugh í embætti og Mitch McConnell, leiðtogi flokksins í öldungadeildinni, hefur skipulagt atkvæðagreiðslu um tilnefningu Kavanaugh strax á föstudaginn, samkvæmt Politco.McConnell sagði í dag að Kvanaugh væri fórnarlamb „vopnvædds rógburðs“.Segir ásökun vera tilbúning Önnur kona hefur stigið fram og sakað Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, um kynferðisofbeldi.Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. Hún sakar hann um að hafa skólaárið 1983-1984 berað sig í gleðskap á heimavist skólans og þrýst kynfærum sínum að andliti hennar þannig að þau snertu andlit hennar án samþykkis. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði fyrr í dag að saga hennar væri tilbúningur. Hún hefði „sko verið ölvuð og í ruglinu“ eins og forsetinn orðaði það. Þá sagði hann, aftur, að ásakanirnar gegn Kavanaugh væru runnar undan rifjum Demókrata. „Seinni konan er með ekkert í höndunum. Hún heldur að þetta hafi verið hann, kannski ekki. Hún viðurkennir að hafa verið ölvuð og að hún muni þetta ekki algerlega,“ sagði Trump og gerði hann lítið úr málinu. „Einmitt,“ sagði hann með kaldhæðnistón. „Við skulum ekki gera hann að Hæstaréttardómara út af þessu. Þetta er svikamylla Demókrataflokksins.“
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir „Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19 Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fleiri fréttir NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Sjá meira
„Ég er ekki að fara neitt“ Tvær konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um kynferðisbrot á árum áður en hann þvertekur fyrir að hafa brotið af sér. 24. september 2018 21:19
Trump segir ásakanir á hendur Kavanaugh pólitískar Bandaríkjaforseti segist standa með dómaranum Brett Kavanaugh „alla leið“. 24. september 2018 13:56
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49