Svikalogn Hörður Ægisson skrifar 21. september 2018 07:00 Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Icelandair Skoðun WOW Air Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta stóð tæpt. Með farsælli lendingu í skuldabréfaútboði WOW air, þar sem flugfélaginu tókst að tryggja sér fjármögnun upp á um 7,7 milljarða króna, hefur meiriháttar efnahagslegu slysi verið afstýrt. Það er samt engin ástæða til að fara í kringum hlutina. Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt. Flugfélagið er núna komið fyrir vind – að minnsta kosti í bili – en það stendur hins vegar eftir sem áður, rétt eins og mörg önnur evrópsk flugfélög, frammi fyrir erfiðum áskorunum á komandi vetri og stjórnendur hafa lítið svigrúm til að taka rangar ákvarðanir. Engar olíuverðslækkanir eru í spákortunum og gríðarhörð samkeppni í flugi yfir hafið þýðir að meðalfargjöld munu áfram haldast mjög lág. Áætlanir WOW air gera ráð fyrir rúmlega þriggja milljarða tapi á þessu ári en að verulegur viðsnúningur verði í afkomu félagsins á næsta ári. Erfitt er að sjá hvernig þær spár, sem eru sagðar grundvallast á auknum hliðartekjum, eigi að geta gengið eftir miðað við óbreyttar ytri aðstæður. Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum. Það má ekki seinna vera. Þótt fjárhagsstaða íslensku flugfélaganna sé um margt ólík – hún er augljóslega sterkari í tilfelli Icelandair – þá er ljóst að fjárfestar hafa takmarkaða trú á því að stjórnendum Icelandair takist að rétta við gengi félagsins. Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara. Staðan í hagkerfinu er þess vegna viðkvæm. Það er erfiður vetur í vændum, ekki aðeins sökum óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna, heldur ekki síður vegna kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun