Friðlýsingar á dagskrá Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 21. september 2018 08:00 Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Umhverfismál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Verkafólk kaupir aðgang að íslenskum auðlindum af Norðmönnum Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er einstök og það er okkar að gæta að töfrum hennar. Eitt af því fyrsta sem ég gerði sem umhverfis- og auðlindaráðherra var að setja í gang vinnu við friðlýsingar með Umhverfisstofnun. Í síðustu viku litu dagsins ljós fyrstu tillögurnar að friðlýsingum í svokölluðum verndarflokki rammaáætlunar sem fjallar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Svæðin eru þrjú, öll á miðhálendinu og taka til ákveðinna hluta nokkurra vatnasviða: Hólmsár, Tungnaár, Jökulfalls og Hvítár í Árnessýslu. Þessi svæði enduðu öll í verndarflokki rammaáætlunar með samþykkt Alþingis árið 2013, auk fleiri svæða sem fara út til kynningar á næstu vikum. Þessar friðlýsingar taka lögum samkvæmt til verndar gegn orkuvinnslu. Enn hafa þessi svæði ekki verið friðlýst og því er með þessu stigið merkilegt skref í sögu náttúruverndar á Íslandi.Átak í friðlýsingum Í sáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um sérstakt átak í friðlýsingum. Auk áðurnefndra friðlýsinga er um að ræða svæði á eldri náttúruverndaráætlunum sem Alþingi hefur einnig þegar samþykkt. Þá er ætlunin að beita friðlýsingum sem stjórntæki á viðkvæmum svæðum sem eru undir álagi ferðamanna. Í þessari vinnu verður lögð áhersla á að horfa til efnahagslegra þátta auk náttúruverndarinnar sjálfrar, en Hagfræðistofnun Háskóla Íslands vinnur nú að rannsókn fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið á efnahagslegum áhrifum friðlýstra svæða á Íslandi. Til eru margir flokka friðlýsinga og mikilvægt að undirstrika að friðlýsingar geta verið margs konar. Flestir friðlýsingarflokkar leggja áherslu á að fólk geti notið útivistar og fræðslu, og á mörgum svæðum eru hefðbundnar nytjar leyfðar, svo framarlega sem þær ganga ekki á gæði náttúrunnar. Einn flokkur friðlýsinga fjallar sérstaklega um svæði í verndarflokki rammaáætlunar og skal friðlýsa slík svæði gagnvart orkuvinnslu. Það á við um þau svæði sem nú hafa verið send út til kynningar. Friðlýsingar eru því komnar ofarlega á dagskrá stjórnvalda.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar