Kristinn leitar sér lögfræðiaðstoðar í HR-málinu Jakob Bjarnar skrifar 9. október 2018 16:32 Kristinn var 64 ára í gær og hann segir þetta einn sérstæðasta afmælisdag sem hann hefur lifað. Búið er að fjarlægja nafn hans af starfsmannalistum í HR. „Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli. Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
„Þetta er komið í það ferli að nú verður allt að fara í gegnum lögfræðing. Ég sá mig knúinn til að ráða mér lögfræðing. Hann er að skoða málið og mun sjá um öll samskipti fyrir mig,“ segir Kristinn Sigurjónsson fráfarandi lektor við HR.Eins og Vísir greindi frá í gær voru Kristni gerðir úrslitakostir af hálfu Sigríðar Elínar Guðlaugsdóttur mannauðsstjóra HR hvar hann hefur starfað sem kennari við tækni- og verkfræðibraut: Annað hvort segði hann upp störfum eða hann yrði rekinn. Þetta var í kjölfar ummæla sem Kristinn lét falla, í Facebook-hópi sem nefnist Karlmennskuspjallið og seinna var svo vakin athygli á í DV. Þar sagði hann konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“.Búið að fjarlægja Kristinn af starfsmannalista Að sögn Kristins hefur uppsagnarbréfið ekki verið undirritað en þegar Vísir fletti upp starfsmannalista HR þá er búið að fjarlægja nafn Kristins þaðan.Þegar nafn Kristins er googlað er hann skráður sem starfsmaður HR en þetta er það sem við blasir ef smellt er á þann hlekk.Kristinn segist lítið geta tjáð sig um málið á þessu stigi, öll samskipti verði nú að fara í gegnum lögmann sinn en ekki sé endanlega búið að ganga frá samningum við hann. Lögmaðurinn er að skoða málið. „Því miður er þetta ekki nógu gott né vel að þessu staðið af hálfu skólans. Gengið á rétt minn. Ég fæ ekki njóta tjáningarfrelsis né fæ ég tækifæri til að bera hönd yfir höfðu mér. Mér var fyrirvarlaust sagt upp og án skýringa. Ekki búið að undirrita þetta. Þar var mér sagt upp og útilokað að skilja hvað þeim gengur til hjá skólanum,“ segir Kristinn. „En, nú er ég líklega búinn að segja of mikið.“Sérkennilegur afmælisdagur Kristinn varð 64 ára gamall í gær og hann segir þetta hafa verið sérkennilegan afmælisdag, enginn slái honum út. Illt sér fyrir sig að eiga þrjú ár í eftirlaunaaldur og vandséð að hann finni vinnu kominn á þennan aldur. Þetta hefur verið rússibani fyrir hann og of stór pakki.Munurinn á máli Snorra Óskarssonar og Kristins Sigurjónssonar er helstur sá að Snorri var opinber starfsmaður þegar hann var rekinn frá kennslu.visir/auðunnKristinn segir jafnframt að orð hans séu gripin úr samhengi, hann hafi ekkert við það að athuga að starfa með konum og hann hafi verið að gantast.Minnir í mörgu á mál Snorra í Betel Óhætt er að segja að málið hafi vakið mikla athygli og meðal þeirra sem hafa tjáðs sig um það og furðað sig á fyrirvararlausri brottvikningu Kristins, og tjáð það á Facebook, eru Páll Magnússon alþingismaður og lögmennirnir Ómar R. Valdimarsson, sem telur HR úti á túni í málinu og vonast til að það verði afgreitt fyrir dómsstólum, sem og Einar Gautur Steingrímsson. Einar Gautur var einmitt verjandi Snorra Óskarssonar sem vann mál gegn Akureyrarbæ eftir að hafa verið rekinn frá frá kennslu þar í bæ í máli sem í mörgu er hliðstætt máli Kristins. Vísir spurði Einar nánar út í það. „Spurning hvort einkaaðilar geti leyft sér meira en opinberir aðilar. Þær pælingar eru í deiglunni í hinum stóra heimi. Er ekki alveg inni í þeim. Síðan kann kjarasamningur við kennara að taka á þessu og mögulega negla skólann,“ segir Einar Gautur sem hefur ekki náð að setja sig nægjanlega vel inní málið til að tjá sig um það fyrirvaralaust. En Snorri taldist opinber starfsmaður þegar hann var rekinn en Kristinn ekki, þar sem Háskóli Reykjavíkur skilgreinist sem einkaskóli.
Tengdar fréttir Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Fleiri fréttir Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Sjá meira
Lektor sagt upp hjá HR vegna ummæla um konur Sagði konur eyðileggja vinnustaði. 8. október 2018 16:08
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent