Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 23:33 Kavanaugh þykir hafa gengið langt í að gera lítið úr drykkjuskap sínum þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd í síðustu viku, jafnvel svo langt að hann hafi gerst sekur um meinsæri. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta, lýsti sér og vinum sínum sem „háværum, óþolandi fyllibyttum með afkastamikla ælara á meðal okkar“ í bréfi sem hann skrifaði á 9. áratug síðustu aldar. Kavanaugh hefur neitað því fyrir þingnefnd að hafa verið drykkfelldur úr hófi fram á sínum yngri árum. Þrjár konur hafa stigið fram og sakað Kavanaugh um að hafa brotið kynferðislega gegn sér á námsárum þeirra í framhalds- og háskóla. Atvikin sem þær lýsa eiga það sammerkt að Kavanaugh á að hafa verið afar ölvaður þegar þau áttu sér stað. Þegar Kavanaugh svaraði spurningum fulltrúa dómsmálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á dögunum neitaði hann því hins vegar að hafa drukkið úr hófi fram eða að hafa nokkru sinni dáið áfengisdauða þegar hann var yngri. Aðeins að hann hafi stundum „drukkið of marga bjóra“. Verulegar brigður hafa verið bornar á að Kavanaugh hafi greint þingmönnunum satt frá drykkjuvenjum sínum. Ólöglegt er að bera ljúgvitni fyrir þingnefndum. Stjórnmálaskýrendur telja að staðfestar heimildir um að Kavanaugh hafi misnotað áfengi á sínum yngri árum auki trúverðugleika ásakana kvennanna og gætu teflt skipan hans í embætti í tvísýnu.Tilheyrði drykkfelldri klíku íþróttastráka New York Times hefur nú birt bréf sem Kavanaugh skrifaði sjö félögum sínum við Georgetown-skólann fyrir strandferð þeirra árið 1983. Í því lýsir hann því hvernig þeir hafi leigt íbúð og boðið gestum. Varaði hann félagana við hættunni á því að þeir gætu verið bornir út úr íbúðinni. Skrifaði hann skólabræðrunum að hver sá sem mætti fyrst í íbúðina ætti að „vara nágrannana við því að við erum háværar, óþolandi fyllibyttur með afkastamikla ælara á meðal okkar. Ráðleggið þeim að fara um 30 mílur í burtu...“. Blaðið segir að fjöldi bekkjarfélaga og vina Kavanaugh frá námsárum hans lýsi honum sem meðlimi í klíku íþróttastráka þar sem mikil áfengisdrykkja var í hávegum höfð. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanir tveggja kvenna á hendur Kavanaugh. Hvíta húsið hefur gefið henni til föstudags að ljúka rannsókninni. Einn skólafélaga Kavanaugh er sagður hafa haft samband við FBI vegna þess að hann telur að hann hafi gefið þingnefndinni ranga mynd af drykkju sinni í síðustu viku. Athygli vekur að Kavanaugh skrifaði undir bréfið sem „Bart“ en það var viðurnefni hans í skóla. Mark Judge, einn besti félagi Kavanaugh frá þeim árum, skrifaði æviminningar þar sem hann lýst atviki þar sem félagi hans að nafni „Bart O‘Kavanaugh“ hafi ælt og drepist áfengisdauða. Þegar Kavanaugh var spurður um það fyrir þingnefndinni vísaði hann á Judge en gaf ekki frekari skýringar. Kona sem sakar Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á framhaldsskólaárum fullyrðir að Judge hafi verið í herberginu þegar atvikið átti sér stað.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Sjá meira
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna