Fjöruferð ferðamanns endaði með gjörónýtum bílaleigubíl Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2018 14:45 Bíllinn er gjörónýtur Mynd/Halldór Gíslason Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira
Hann var ansi illa leikinn, bílaleigubíllinn sem meðlimir í björgunarsveitinni Dýra á Þingeyri fiskuðu upp úr fjörunni við Skútubjörg í Arnarfirði í síðustu viku. Þangað hafði ferðamaður álpast og ekki komist til baka á bílnum.Að sögn Kristjáns Gunnarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Dýra, var þar erlendur ferðamaður einn á ferð, á akstri eftir vegarslóða sem heimamenn kalla stundum „Hringveginn um vestfirsku Alpana“. Segir Kjartan að eiginlega sé varla hægt að tala um veg, heldur sé þetta meira slóði sem fær sé jeppum á sumrin, en alls ekki fólksbílum, enda liggi slóðinn á köflum alveg við fjöruborðið á stórgrýttum fjörum.Ferðamaðurinn sem um ræðir var á ferð um veginn að kvöldi til síðastliðinn fimmtudag og virðist hafa fest bílinn í fjörunni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði náði ökumaðurinn að gera vart við sig og komst viðkomandi óskaddaður frá bílferðinni. Eins og sjá má er bíllinn afar illa leikinn.Mynd/Halldór GíslasonVar aðeins tólf tíma í fjörunni Það sama verður hins vegar ekki sagt um bílinn, nýlegan bíl af gerðinni Skoda Octavia, sem er gjörónýtur eftir veruna í fjörunni. Þar velktist hann um í tólf tíma áður en lagt var af stað í leiðangur til þess að ná í bílinn. „Það er ekki til á honum hreinn blettur. Hann er búinn að veltast þarna upp og niður. Þarna eru dálítið sterkar öldur sem skella á. Það er rosalegt afl í þessu.“ segir Kristján í samtali við Vísi. Eins og sjá má á myndum er húddið á bílnum meira og minna farið. Hvorki bólar á hjólabúnaði né afturhjólum bílsins. Segir Kristján ekki muna eftir viðlíka björgunarleiðangri en að þó hafi komið fyrir að bjargað hafi þurft fólki í svipuðum aðstæðum á þessum slóðum, en í þau skipti hafi tekist að ná bílnum upp og aftur upp á veg áður en sjórinn kom við sögu.Sjórinn straujaði bílnúmerið af að aftan.Mynd/Halldór GíslasonKristján segist skilja að ferðamenn vilji fara þessa leið enda sé hún bæði skemmtileg og „mikil ævintýraleið.“ Eftir henni eigi þó ekki erindi neinir nema þeir sem séu á vel útbúnum bílum á sumrin og þekki til. Því þyrfti helst að loka slóðanum með keðju á veturna, til þess að koma í veg fyrir að svona gerist. Bíllinn sem um ræðir var bílaleigubíll frá Höldi og segist Bergþór Karlsson framkvæmdastjóri hafa séð myndir frá vettvangi. Miðað við þær sé hægt að afskrifa bílinn og því sé um eitthvað fjárhagslegt tjón fyrir fyrirtækið að ræða. Mikilvægast sé þó að ökumaðurinn hafi sloppið ómeiddur að sögn Bergþórs.Á þessum slóðum velktist bíllinn um í fjörunni.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Innlent Fleiri fréttir Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Sjá meira