Hringrásarhagkerfið og nýsköpun Hrund Gunnsteinsdóttir skrifar 17. október 2018 08:00 Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hrund Gunnsteinsdóttir Loftslagsmál Nýsköpun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Við erum í djúpum skít ef við grípum ekki til róttækra og víðtækra aðgerða strax og endurhugsum hvernig við neytum, hönnum, mælum, framleiðum, göngum um jörðina, skipuleggjum borgir og byggingar, færum okkur milli staða og knýjum fram orku. Þetta er mat IPCC, Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál og jafnframt virtustu raddarinnar í heiminum um þennan málaflokk, og birtist í nýrri skýrslu um stöðu mála í loftslagsmálum fyrr í mánuðinum. Markmiðið er að halda hnattrænni hlýnun innan við 1,5 gráður fyrir árið 2100, miðað við hitastig fyrir tíma iðnbyltingarinnar. Ef við náum ekki þessu markmiði verða meiriháttar raskanir á helstu lífkerfum jarðar með ófyrirséðum afleiðingum. „Að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráður er gerlegt ef horft er til lögmála í efnafræði og eðlisfræði, en að láta þetta verða að veruleika krefst breytinga sem eiga sér ekki fordæmi í sögunni,“ segir Jim Skea, formaður IPCC vinnuhóps III. Lykilorðin til að þessar breytingar geti átt sér stað eru breitt samstarf þvert á sérgreinar, geira og stofnanir, nýsköpun, pólitískur vilji, hugarfarsbreyting og langtímasýn. Það er rétt að undirstrika að í þessu ákalli felast gríðarlega spennandi tækifæri til að virkja hugvit og skapa atvinnu.Finnum svörin hjá Finnum Heimurinn er að færast frá því að vera línulegt hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfi. Þetta er róttækt skref og rétt að líta til þess hverjar fyrirmyndirnar eru í þeim efnum. Eins og svo oft áður, beinist athyglin að Finnum. Þeim hefur tekist að samræma aðgerðir með breiðu samstarfi, sem við Íslendingar getum lært af. Finnar tóku stöðumat og sögðu sem svo: Við erum lítil þjóð, um það bil fimm og hálf milljón, og höfum alla burði til að umbreyta okkar samfélagi yfir í hringrásarhagkerfi. Og við ætlum ekki bara að breyta finnsku samfélagi, heldur að setja fordæmi fyrir því að þetta sé hægt fyrir allan heiminn. Finnski nýsköpunarsjóðurinn Sitra er sjálfstæð, opinber stofnun. Eins konar hugveita; straumbreytir fyrir stefnumótun og hvati á vegferð Finna til að færast yfir í hringrásarhagkerfi. Fyrr á árinu fékk Sitra Circular Economy verðlaunin í flokki opinbera geirans, á vettvangi World Economic Forum og Accenture í Davos í Sviss.Taka áhættur og ögra ástandinu „Sitra er í stöðu til að taka áhættur og ögra óbreyttu ástandi. Við tökum áhættu fyrir hönd opinbera og einkageirans með því að keyra tilraunaverkefni og spyrja krefjandi spurninga. Þegar vel gengur, tekur opinber og einkageiri við boltanum og framkvæmir á stærri skala. Þannig erum við leiðarljós til að skapa nýjar aðstæður,“ segir Mikko Kosonen, forseti Sitra. Með því að fjárfesta í rannsóknum, ráðgjöf og breiðu samstarfi, leiddi Sitra Aðgerðaáætlun um hringrásarhagkerfi Finnlands 2016-2025. Að auki bjó Sitra til hugtakið og skipulagði fyrstu Hringrásarráðstefnuna árið 2017 (e. World Circular Economy Forum), í samstarfi við Norrænu ráðherranefndina, þrjú ráðuneyti í Finnlandi, Ellen MacArthur-stofnunina, Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna og aðra lykilaðila. Yfir 1.600 sérfræðingar og frumkvöðlar komu saman á ráðstefnunni, frá 92 löndum. Næsta ráðstefna verður haldin í Japan 22.-24. október. Í nánu samstarfi við skóla, stuðlar Sitra að því að menntun efli færni í hringrásarhagkerfinu og nú þegar stunda 60.000 nemendur í Finnlandi menntun í þeim anda. Sitra gefur líka út handbækur með nýjum viðskiptamódelum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í framleiðslugreinum, svo fátt eitt sé nefnt.Skýr framtíðarsýn er lykilatriði Í dag er Sitra byggt á opinberum hlutabréfum í Nokia og hefur 30-40 milljónir evra til umráða árlega, sem eru fjármagnstekjur af inneign. Áður fyrr var Sitra undir ráðuneyti en að sögn Kosonen var það „lykilatriði að færa Sitra undir finnska þingið. Við erum ekki háð skammtímahugsun þeirrar ríkisstjórnar sem er við völd hverju sinni og við erum heldur ekki háð ríkisfjárlögum sem geta sveiflast ár frá ári. Þetta þýðir líka að við getum hugsað til lengri tíma og höfum pólitískan vilja á bak við okkur.“ Hnattrænar og landamæralausar áskoranir eins og loftslagsbreytingar kalla á langtíma hugsun og skýra framtíðarsýn, nýsköpun og öflugt og oft endurhugsað samstarf milli stofnana, fyrirtækja og geira. Fyrir ríki eins og Ísland sem eru að þróa leiðir til að takast á við örar breytingar á öllum sviðum samfélagsins, og brúa bil á milli geira, eru Finnar enn og aftur innblástur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun