Núverandi fyrirkomulag áfengisauglýsinga endurspeglar ekki nútímann. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í fyrirspurn til Sigríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra á Alþingi í gær. Þorgerður benti á að áfengisauglýsingar væru til að mynda áberandi í erlendum miðlum og á samfélagsmiðlum.
„Það þekkja það allir að vera úti í Eymundsson og standa við hliðina á bæði íslenska og erlenda Glamour. Áfengisauglýsingar eru leyfðar í erlenda Glamour en ekki íslenska.“ Hún benti á að auglýsingar væru leyfðar, með takmörkunum, í Svíþjóð, Finnlandi og Frakklandi og sagði núverandi fyrirkomulag bitna á innlendum framleiðendum.
Sigríður sagði tilefni til að endurskoða bannið. Þó ætti það að vera forgangsatriði að afnema einkarétt ríkisins á smásölu áfengis. Þannig væri hægt að koma til móts við áhyggjur innlendra framleiðenda vegna auglýsingabanns.
Auglýsingabann bitni á innlendum framleiðendum
Þórgnýr Einar Albertsson skrifar

Mest lesið

„Ég held að þú þurfir ný gleraugu“
Viðskipti innlent

Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða
Viðskipti innlent

Vaxtalækkunarferlið heldur áfram
Viðskipti innlent

„Sporttöppum“ aftur komið fyrir
Neytendur

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd
Viðskipti innlent

Ráðinn markaðsstjóri Bónuss
Viðskipti innlent

Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila
Viðskipti innlent

Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta
Viðskipti innlent

Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka
Viðskipti innlent