Jón Steinar býður HR að draga uppsögn lektors til baka Birgir Olgeirsson skrifar 10. október 2018 13:20 Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari. vísir/vilhelm Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“ Uppsögn lektors við HR Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður hefur sent rektor Háskólans í Reykjavík bréf vegna uppsagnar Kristins Sigurjónssonar, fráfarandi lektors við skólann. Greint var fyrst frá þessu á vef Eiríks Jónssonar. Í bréfinu er skólanum gefinn kostur á að hverfa frá þeirri ákvörðun að biðja Kristinn um að segja upp, ellegar muni skólinn segja honum upp. Mannauðsstjóri skólans kynnti þessa valkosti fyrir Kristni í síðustu viku vegna ummæla sem hann hafði látið falla um konur inni á lokuðum Facebook-hópi.DV gerði frétt um ummæli Kristins en hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði að hann að ef einhver fari með neðanbeltisbrandara þá sé litið á það sem kynferðisofbeldi.Kristinn Sigurjónsson var lektor á tækni- og verkfræðibraut skólans.VísirJón Steinar segir að í bréfinu sé því haldið fram að Kristinn hafi réttindi opinbers starfsmanns. Var Kristinn áður kennari hjá Tækniskólanum og er því haldið fram að hann hafi haldið þeim starfsréttindum þegar Háskólinn í Reykjavík tók skólann yfir. Kristinn var lektor á tækni- og verkfræðibraut HR en hann var boðaður á fund síðastliðinn miðvikudag eftir að DV hafði fjallað um ummæli hans. Þar voru þessir kostir kynntir fyrir honum, að segja upp eða vera sagt upp, en nú hefur hann fengið lögfræðinginn Jón Steinar Gunnlaugsson til að gæta réttinda sinna í málinu. Kristinn sagði í samtali við Vísi í vikunni að hann teldi ummælin sem hann lét falla tekin úr samhengi og hann gæti alveg starfað með konum, líkt og hann hefði gert til fjölda ára. Hann hefur verið áberandi í athugasemdakerfum fjölmiðla þar sem hann hefur gagnrýnt tálmanir sem feður eru beittir og beint þeirri gagnrýni sérstaklega að konum. Vonar að HR hafi aðgang að góðum lögmönnum „Það er greinilegt að yfirvöld skólans telja það vera einhverskonar brot á starfsskyldum að hafa ekki sömu skoðanir á almennum málefnum eins og þeir virðast boða,“ segir Jón Steinar í samtali við Vísi um málið. „Það er auðvitað ekkert annað en nauðung í tjáningu. Auðvitað eiga menn að hafa rétt á því hvar og hvenær sem er að hafa skoðanir á almennum málum sem þeir vilja. Það er síst af öllu hlutverk háskólans, sem á að standa vörð um tjáningarfrelsi og akademískt frelsi, að fara að reka menn fyrir skoðun á einhverju málefni. Þetta er fáheyrt og skólanum til mikillar minnkunar ef það verður ekki halað í land með þetta frumhlaup,“ bætir Jón við. Hann segist skora á skólann að láta af þessari valdbeitingu gagnvart Kristni. „Og að lýsa því yfir ráðning hans sé óbreytt frá því sem verið hefur. Annars ratar þetta fyrir dómstóla ef þeir ætla að segja honum upp á þessum forsendum. Ég vona að þeir hafi aðgang að góðum lögmönnum þá, þeirra vegna.“
Uppsögn lektors við HR Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira